Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.04.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.04.2012, Qupperneq 18
FÓLK| borðplötunni leynist krítartafla þar sem krakkar geta teiknað eða skrif- að. Einnig er auðvelt að leggja teppi yfir borðið og þá breytist það í hús eða búð auk fjölmargra leikmöguleika sem kunna að búa í huga barns. Borðið smíðaði faðir Helgu, Jónas Sigurjónsson hjá Valsmíði á Akur- eyri, en hann smíðaði einnig stofuborð fjölskyldunnar sem hún lék sér með sem krakki. Playble hefur því ferðast töluvert eða frá Akureyri til Reykjavíkur, þaðan til Gautaborgar og svo til Mílanó. „Ferðalaginu er ekki lokið því að lokinni sýningunni í Mílanó verður það á farandsýningu í Svíþjóð og sýnt á að minnsta kosti 3 stöðum fram á haustið,“ segir Helga. „Borðið er ekki komið í framleiðslu enn þá, en er fyllilega nothæf frumgerð til sýnis og til að prófa,“ segir Helga og er ánægð með viðtökur sýningarinnar í Mílanó en borgin iðar af lífi meðan á hönnunarmessunni stendur. „Hér er allt kraumandi af lífi og skemmtilegri hönnun og sýningar út um alla borg, fjölmörg stór sýningarsvæði og fullt af litlum galleríum. Það er frábært að vera hérna núna.“ ■ rat ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU Tækifæriskort Huldu Ólafsdóttur hafa vakið mikla athygli undanfarið ár. Myndefni kortanna eru íslensk tré og jurtir en mesta athygli fá þó lítil ljóðabrot eftir hana sjálfa sem prentuð eru á hvert kort. Hulda, sem er grafískur hönnuður, segir þó upphaflegu hugmynd- ina hafa verið allt aðra. „Ég lenti í miklum erfiðleikum í lífi mínu um tíma og kaus að nota skriftir til að vinna mig úr þeim erfiðleikum. Smám saman urðu þetta ljóð sem ég stytti og gerði hnitmiðaðri. Allt í einu sá ég þau fyrir mér á kortum og þannig fór boltinn að rúlla af stað.“ LJÓÐABROTIN SKIPTA ÖLLU MÁLI Myndefni tækifæriskortanna eru íslensk tré og jurtir sem í grunninn eru ljósmyndir sem hún vinnur frekar í tölvu sinni. Hulda segir þó ljóðabrotin vera helsta ástæða þess að fólk kaupi kortin. Þau tengjast ýmsum viðburðum í lífi fólks, sorgar- og gleðistundum. „Ég hef hannað kort fyrir hina ýmsu viðburði í lífi fólks, til dæmis afmæli, útskriftir, skírnir og giftingar. Einnig má nefna samúðarkort og ástarkort og ýmis fleiri kort. Síðan er ég alltaf að skoða nýjar hugmyndir.“ Að sögn Huldu hafa kortin hennar fengið ótrúlega góð viðbrögð en hún hóf sölu á þeim fyrir ári síðan. Þau eru seld í blóma- og gjafavöruversl- unum um nær allt land. „Mér finnst í raun ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel og það er gaman að fá jákvæð við- brögð frá verslunum og viðskiptavinum.“ Tækifæris kort Huldu má skoða inni á Facebook-síðunni List og ljóð. STEFNT Á ENSKUMÆLANDI MARKAÐ Fljótlega kom sú hugmynd fram að reyna fyrir sér erlendis með tækifæriskortin. Hún hefur nú þegar sent sýnishorn til nokkurra aðila í Bretlandi og Bandaríkjunum. „Ég læt enskan mann þýða ljóðin mín og svo skemmtilega vill til að hann er einnig ljóðskáld. Þannig nær hann að koma innihaldinu vel til skila í stað þess að þýða þau bara beint.“ Hún segir draum sinn vera að koma kortun- um í sölu víða erlendis og geta haft þau sem sitt lífsviðurværi. Í fyrstu sé stefnt á enskumælandi lönd og í kjölfarið verða önnur lönd skoðuð, til dæmis Norðurlöndin. „Ég er stolt og ánægð yfir útkomunni hér á landi og langar gjarnan að reyna fyrir mér erlendis. Auðvitað er til fullt af fram- leiðendum tækifæriskorta út um allan heim. Ég hef þó ekki enn séð sambærileg kort og mín og er því bara bjartsýn á framhaldið.“ LJÓÐABROT UMVAFIN ÍSLENSKRI NÁTTÚRU GLEÐI OG SORG ER INNIHALD LJÓÐABROTA SEM PRÝÐA TÆKIFÆRISKORT HULDU ÓLAFSDÓTTUR. HÚN STEFNIR Á SÖLU ÞEIRRA ERLENDIS. STOLT OG ÁNÆGÐ Hulda Ólafsdóttir, graf- ískur hönnuður, er með ýmis yrkisefni á kortum sínum, ástina, sorgina, skírn og afmæli. MYND/HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR PLAYBLE Markmiðið var að hanna húsgagn með möguleika á leik, fyrir hús- gagnasýningu í Mílanó. MYND/HELGA BJÖRG JÓNASDÓTTIR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI SUMARDEKKIN FYRIR BÍLINN ÞINN FÁST HJÁ PITSTOP! FÓLKSBÍLA-, JEPPA- OG SENDIBÍLADEKK. ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI5 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Save the Children á Íslandi HÖNNUN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.