Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 2
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 ALÞINGI Meirihluti fjárlaga- nefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlut- fall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meiri- hluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í lang- flestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og for- gangsröðun fjárlaga hverju sinni.“ Sigríður Ingibjörg Inga dóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlaga- heimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjár- lagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihluta álitinu kemur fram að 33 milljarða króna fram- lag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhags- stöðu sjóða áður en kemur að veitingu heim- ilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum fram- lög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjár- heimilda og reiknings að þessu leyti,“ segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlut- verk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkis- reiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlaga- liði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangs- efnum innan fjárlagaliða. Meiri- hlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til loka- fjárlaga ársins 2011.“ kolbeinn@frettabladid.is Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram Nær fjórðungur útgjalda ríkisins er fastur í mörkuðum tekjustofnum hvert ár. Þessu vill fjárlaganefnd breyta. Unnið er að endurskoðun á lögum um fjár- reiður ríkisins. Lokafjárlög 2010 jákvæð að frátöldu framlagi til Íbúðalánasjóðs. SIGRÍÐUR INGI- BJÖRG INGADÓTTIR SKEGGRÆTT Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra um síðustu áramót. Fjárlaganefnd telur að vinna við fjárlagagerð hafi batnað til muna, en boðar frumvarp um að mörkuðum tekjustofnum verði snarfækkað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur NOREGUR, AP Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik segir umræðu um geðheilsu sína ein- kennast af kynþáttamisrétti. Þetta sagði hann fyrir dómi í gær, en þar með lauk vitnisburði hans í málinu. Breivik er áfjáður í að sanna að hann sé fullkomlega heill á geði, en það er í raun eini óvissuþátturinn í málinu, enda játaði hann að hafa myrt fólkið. Hann bar við sjálfsvörn en litlar líkur eru á því að þau rök verði tekin gild. Hann kvartaði hátt yfir að þurfa að þola að geðheilsa hans væri dregin í efa. Enginn hefði sent hann í sak- hæfismat ef hann hefði verið „skeggjaður jihadisti“. „En þar sem ég er herskár þjóðernissinni, þarf ég að þola alvarlegt kyn- þáttamisrétti,“ sagði hann. „Þeir eru að reyna að grafa undan rétt- mæti alls sem ég stend fyrir.“ Tvær rannsóknir voru gerðar á sakhæfi Breiviks, en niður- stöðurnar voru á sinn veginn hvor. 21 árs fangelsi liggur við brotum Breiviks verði hann fundinn sekur, en þann dóm má framlengja verði talin stafa ógn af honum. Verði hann fundinn ósakhæfur verður hann vistaður á réttargeðdeild um óákveðinn tíma. Breivik sýndi enga iðrun vegna morðanna í Útey, en baðst afsök- unar á því að kráareigandi hefði verið meðal þeirra sem létu lífið í sprengingunni í Ósló. Hann hafi verið almennur borgari og ekki átt skilið að deyja. - þj Vitnisburði fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í gær: Segist fórnarlamb kynþáttamisréttis ANDERS BEHRING BREIVIK KÓREA, AP Yfirmenn hersins í Norður-Kóreu hótuðu í gær að eyða stjórnvöldum í Suður-Kóreu á örskotsstundu, ef ekki yrði lát á meintum ögrunum þaðan. Í yfirlýsingu hersins segir að stjórnvöld í Seoul megi eiga von á leiftursnöggum refsiaðgerðum. Þrjár til fjórar mínútur myndu nægja til að leggja óvini Norður- Kóreu í rúst. Mikill óstöðugleiki einkennir ástandið á Kóreuskaga, en þetta þykir þó beinskeyttasta hótunin hingað til. Margt þykir benda til þess að Norður-Kórea hyggi á fleiri tilraunir með kjarnavopn á næstunni og útlit fyrir spennu- þrungna tíma fram undan. - þj Deilur stigmagnast: Norður-Kórea hótar árásum HERSKÁIR Yfirstjórn hersins í Norður- Kóreu varaði Suður-Kóreu við frekari ögrunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP George Zimmer- man, sem ákærður er fyrir að hafa skotið til bana 17 ára vopnlausan ungling í Flórída í febrúar, hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Fjölskylda Zimmermans þurfti að reiða fram tíunda part trygg- ingarinnar, sem hljóðaði upp á 150 þúsund Bandaríkjadali. Faðir hans er talinn hafa veðsett hús sitt til að afla 15 þúsund dalanna sem til þurfti, en upphæðin sam- svarar tæpum tveimur milljónum íslenskra króna. Zimmerman var látinn laus á miðnætti á sunnudagskvöld og færður á ótilgreindan stað. Málið hefur vakið mikla athygli í Banda- ríkjunum og um heim allan. - óká Reiddi fram 15 þúsund dali: Látinn laus gegn tryggingu LAUS George Zimmerman, til vinstri, yfirgefur fangelsið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld ættu að hafa arðsemisútreikninga að baki ákvörðunum í umferðaröryggis- málum. Þá ætti umferðaröryggi alltaf að vera haft að leiðarljósi við hönnun vega og umferðar- mannvirkja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfangaskýrslu starfshóps innanríkisráðuneytis um áratug umferðaröryggis. Í skýrslunni segir að stjórn- völd skuli skerpa á reglum um skoðun og skráningu ökutækja og endurskoða reglur um breytingar á ökutækjum. Þá ætti að efla kennslu í skyndihjálp og vegfar- endur ættu ætíð að nota öryggis- búnað sem uppfyllir kröfur. - sv Skýrsla um umferðaröryggi: Margar tillögur um breytingar SLYS Maður á þrítugsaldri lést í bíl- slysi við Skaftártunguveg í gær. Þrennt var í bílnum, allt ungmenni frá Suður-Kóreu á ferð um landið, en hin tvö sluppu með minni háttar meiðsl. Þau voru í bílbelti. Maðurinn sem lést var farþegi í aftursæti bílsins. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu hafði hann losað bílbeltið í örskotsstund, en á meðan missti ökumaðurinn stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt margar veltur og enda- stakkst í hraunið austan Kúða- fljóts. Fólkið kom til landsins um síðustu helgi. - sv Ungmenni frá S-Kóreu í slysi: Ferðamaður lést í bílslysi HAGTÖLUR Hækkun vísitölu bygg- ingarkostnaðar um 1,4 prósent á milli mars og apríl skýrist fyrst og fremst af auknum kostnaði við jarðvegslosun. Svæði fyrir hana var fært frá Hólmsheiði í Bola- öldur í mars og hefur það áhrif til 1,2 prósenta hækkunar vísi- tölunnar. Þetta kemur fram hjá Hagstofu Íslands. Byggingarvísitala um miðjan apríl er 115 stig og gildir hún út maí. Hún hefur, á síðustu tólf mánuðum, hækkað um 7,8 pró- sent. - kóp Byggingarvísitala hækkar: Jarðvegslosun hækkar vísitölu FERÐAÞJÓNUSTA „Þetta er að mínu mati hálfslöpp gestrisni og ekki í takt við það sem Íslendingar hafa hingað til sýnt og við viljum vera þekkt fyrir,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar, um ákvörðun Kerfélagsins að meina kínverskum og íslenskum ráðamönnum að skoða náttúruperluna um síðustu helgi. Þeir voru á ferð um svæðið á hópferðabíl um helgina. Erna bendir þó á að ákvörðunin sé innan ramma laganna, þar sem kveðið er á um að umferð stórra hópferðabíla sé óleyfileg á vissum stöðum á landinu, nema með veittu leyfi rekstraraðila. Nokkrar undantekningar eru á svonefndum almannarétti er varðar umgengni almennings við íslenska náttúru. Ein slík tilgreinir að þeir sem skipuleggja hópferðir í atvinnuskyni þurfa að hafa samráð við landeigenda og virða umgengnisregl- ur, að því er fram kemur í tilkynningu Umhverfis- stofnunar sem birt var í gær í tilefni umræðunnar undanfarinna daga. Þó telur stofnunin að landeigendum sé heimilt að setja umgengnisreglur á landi sínu svo sem til að stýra og skipuleggja umferð um svæðið með það að leiðarljósi að hlífa viðkvæmri náttúru fyrir ágangi. „Ég hélt að Kerfélagið myndi kannski launa hinu opinbera styrkina sem það hefur fengið í gegnum tíðina, þar sem opinberir aðilar byggðu upp að- stöðuna þarna,“ segir Erna. Er þetta í fyrsta sinn sem hún heyrir af máli sem þessu. - sv „Hálfslöpp gestrisni,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar: Bannið innan ramma laganna KERIÐ Ákvörðun Kerfélagsins um að banna stjórnvöldum að heimsækja Kerið hefur vakið hörð viðbrögð. MYND/NJÖRÐUR HELGASON Janus, ertu teknískur tónlistar- maður? „Tæknilega séð… Já og nei.“ Tónlistarmaðurinn Janus Rasmussen skipar teknóbandið Kiasmos, ásamt Ólafi Arnalds. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.