Fréttablaðið - 24.04.2012, Qupperneq 6
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Níu dómarar stóðu að meiri-
hlutaáliti Landsdóms í gær
en þar var Geir H. Haarde
sýknaður af þremur ákæru-
liðum af fjórum. Hann var
sakfelldur fyrir að hafa
ekki uppfyllt skyldur er
kveðið er á um í 17. grein
stjórnarskrárinnar.
Geir H. Haarde, fyrrverandi
forsætisráðherra, var sýknaður
í Landsdómi í gær af þremur
ákæruliðum af fjórum. Hann var
sakfelldur fyrir ákærulið 2 sem
lýtur að því að hann hafi ekki
haldið ráðherrafundi um mikil-
væg mál, en kveðið er á um það í
17. grein stjórnarskrárinnar.
Um fjóra ákæruliði var að
ræða. Landsdómur er þríklofinn
í niðurstöðu sinni. Níu dómarar
stóðu að meirihlutaáliti. Fimm
dómarar stóðu að öðru minni-
hlutaáliti og vildu sýkna Geir
af öllum ákæruatriðum. Sigrún
Magnús dóttir skilaði séráliti og
vildi einnig sýkna Geir af öllum
ákæruliðum.
1.3. Sýknaður
Meirihlutaálit Landsdóms er
varðar lið 1.3 er að ekki verði
annað séð en að samráðshópur
um fjármálastöðugleika hafi í
meginatriðum starfað í samræmi
við hlutverk sitt. Hins vegar
hafi skort á það, á grundvelli
þeirra hugmynda og upplýsinga
sem þar komu fram, að mótuð
væri pólitísk stefna til að takast
á við hættuna, sem steðjaði að
íslenskum fjármálafyrirtækjum
og ríkinu frá því í febrúar og fram
í október 2008. Dómurinn lítur
hins vegar svo á að þær athafnir
sem Geir var gefið að sök að hafa
vanrækt, hefðu einar og sér ekki
getað bægt frá þeirri hættu sem
vofði yfir íslensku samfélagi eða
getað dregið úr henni.
1.4. Sýknaður
Í meirihlutaáliti Landsdóms er
varðar lið 1.4 segir að Geir hljóti
að hafa verið ljós sú hætta sem
steðjaði að fjármála stofnununum
og ríkinu. Hins vegar segir að
skylda til að bregðast við hafi
ekki verið ljós fyrr en á síðari
stigum og þótt Geir hefði með
stefnumótun í ríkisstjórn, og í
krafti stöðu sinnar sem forsætis-
ráðherra, beitt sér fyrir því að
Seðlabankinn og Fjármálaeftir-
litið neyttu valdheimilda sinna
til að þrýsta á bankana til að
minnka efnahagsreikninga sína,
sé enginn grundvöllur lagður að
því í málinu af hálfu ákæruvalds-
ins að slíkar aðgerðir hefðu getað
afstýrt hættu.
Fallist er á þau rök í dómnum
að erfitt hefði reynst að selja
eignir á þeim tíma sem nauð-
synlegt var og enn fremur að
slík sala eigna hefði getað haft
þau áhrif að fall bankanna hefði
borið fyrr að. Landsdómur kemst
einnig að þeirri niðurstöðu að af
hálfu ákæruvaldsins hafi engum
stoðum verið rennt undir að Geir
hefði átt þess kost að knýja á um
flutning höfuðstöðva einhvers
bankanna þriggja úr landi fyrr
en löngu síðar.
Hins vegar kemur fram að Seðla-
bankinn gat nýtt vald heimildir
sínar til að þrýsta á bankana um
að minnka efnahagsreikninga sína.
Geir beitti sér hins vegar aldrei
fyrir því að mótuð yrði stefna í
ríkisstjórn svo unnt yrði að beina
þeirri kröfu eða tilmælum til
Seðlabankans að bankinn nýtti
þessar valdheimildir.
1.5. Sýknaður
Meirihluti Landsdóms segir að
ákæruvaldið hafi ekki skýrt
með viðhlítandi hætti hvað felist
að öllu leyti í orðalagi ákæru-
liðar 1.5. Eins hafi ákæru valdið
ekki fært rök fyrir því að að-
gerðir, sem ríkið hefði getað
framkvæmt til að stuðla að
flutningi Icesave-reikninganna
til erlends dótturfélags, hefðu
getað verið fólgnar í öðru en að
verða við óskum bankans um
lánveitingar eða ábyrgðir til að
brúa bil á milli eigna og þessara
skuldbindinga dótturfélagsins.
Landsdómur telur að ekki hafi
verið hægt að gera þá kröfu til
Geirs að hann hefði frumkvæði
að því að ríkið eða Seðlabanki
Íslands veittu lán eða ábyrgðir til
þess að flutningur reikninganna
gæti náð fram að ganga. „Það
er með öllu ósannað í málinu að
aðrar ráðstafanir, sem ákærði
hefði getað haft frumkvæði að,
hefðu getað afstýrt hættu,“ segir
í niðurlagi um þennan ákærulið.
2.0. Sakfelldur
Níu dómarar af fimmtán, er
standa að meirihlutaálitinu, sak-
felldu Geir fyrir að hafa ekki
haldið ráðherrafundi um mikil-
væg mál í aðdraganda efnahags-
hrunsins.
Í dómnum segir að þótt tíðkast
hafi um langt árabil að oddvitar
stjórnarflokka hafi haft með sér
óformlegt samráð um mál, sem
varða ríkisstjórnarsamstarfið,
getur slíkt samráð ekki leyst for-
sætisráðherra undan skyldunni,
sem mælt er fyrir um í 17. grein
stjórnarskrárinnar. Forsætisráð-
herra geti heldur ekki skotið sér
undan þeirri skyldu þótt hann
óttist að aðrir ráðherrar muni
ekki gæta þagmælsku um mál
sem eru þess eðlis að þau verði
að fara leynt.
Í meirihlutaálitinu segir að
þegar Geir barst vitneskja um
að hætta steðjaði að íslensku
bönkunum, sem kynni að ógna
fjármálastöðugleika í landinu
og þar með stöðu ríkissjóðs, hafi
honum átt að vera ljóst að rann-
saka þyrfti án tafar hvort þessar
upplýsingar ættu við rök að
styðjast. Upplýsingar um yfir-
vofandi háska sem Geir bjó yfir,
eða hlaut að búa yfir, áttu að
verða honum sem forsætisráð-
herra tilefni til að taka málið til
um fjöllunar á ríkisstjórnarfundi,
ef ekki þegar í stað þá að minnsta
kosti svo fljótt sem verða mátti.
Eftir því sem leið á árið 2008 „varð
sky ta sér fyrir að málið yrði rann-
sakað og því síðan ráðið til lykta á
vettvangi ríkisstjórnarinnar.“
Þá telur Landsdómur það full-
sannað að störf samráðshóps um
fjármálastöðugleika og við búnað
hafi ekki komið til umræðu á
fundum ríkisstjórnarinnar á því
tímabili, sem ákæra í málinu
tekur til.
Landsdómur rökstyður sak-
fellingu í löngu máli en kemst
að þeirri niðurstöðu í lokin „að
virða ákærða það til stórkost-
legs gáleysis að hafa látið farast
fyrir að taka þau málefni, sem
áður voru rakin, til um fjöllunar
á fundum ríkisstjórnarinnar,
enda var honum ljóst eða mátti
að minnsta kosti vera ljóst að
þau væru svo mikilvæg og að
auki þess eðlis, sem þáttur í efna-
hagsstefnu ríkisstjórnarinnar, að
honum bæri skylda til þess“.
Dómsuppsaga í Landsdómi
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
HÁÞRÝSTIDÆLUR
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
1400W, 360 min/lit/klst
Þolir 50C heitt vatn
5 metra barki, sápubox
Black&Decker
háþrýstidæla 110 bör
14.900,-
1700W, 370 min/lit/klst
Þolir 50C heitt vatn
5,5 metra barki, sápubox
Black&Decker
háþrýstidæla 130 bör
27.900,-
2100W, 420 min/
lit/klst
Þolir 50C heitt vatn,
8 metra málmbarki,
sápubox,
með bursta
Black&Decker
háþrýstidæla 150 bör
49.980,-
1400W, 300 L/mín
Drive háþrýstidæla
105 bör
9.990,-
1/2” slanga
15 metra
með byssu og
tengjum
1.390,-
Í kvöld á Stöð 2
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS
Geir dæmdur fyrir
stjórnarskrárbrot
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
LANGRI BIÐ AÐ LJÚKA Þungt var yfir Geir H. Haarde á meðan hann beið þess að
niðurstaða dómsins yrði lesin upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1.3 Fyrir að hafa vanrækt að gæta þess að störf og áherslur samráðshóps
stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað, sem stofnað var til á
árinu 2006, væru markvissar og skiluðu tilætluðum árangri. Sýknaður.
1.4 Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu
ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins á tímabilinu frá
febrúar 2008 og fram í byrjun október. Sýknaður.
1.5 Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með
virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. í
Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að fram-
gangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins. Sýknaður.
2.0 Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að framkvæma
það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að
halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Sakfelldur.
Landsdómur vísaði frá tveimur ákæruliðum af sex þann 3. október 2011.
Geir ákærður fyrir Landsdómi