Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 10
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
Dómsuppsaga í Landsdómi
VARPAÐU ÞÉR
INN Í SUMARIÐ
20 ár
Betri
lausnir í
1992-2012
Nýherji býður 20% afslátt af völdum vörum í tilefni af 20 ára afmæli sínu.
Vikuna 24.–29. apríl bjóðum við afslátt af vönduðum NEC búnaði.
Komdu við í verslun Nýherja Borgartúni eða á netverslun.is.
Tilboðið gildir 24. – 29. apríl.
NEC V230X myndvarpi
Áður 139.900 kr.
Nú 111.920 kr.
XGA 1024x768 upplausn
2300 Ansi Lumen birta
Mjög hljóðlátur
Þriggja ára ábyrgð
NEC 24“ tölvuskjár
Áður 49.900 kr.
Nú 39.920 kr.
Full HD 1920x1080 upplausn
DVI-D og VGA inngangar
Svartími 5 ms
Þriggja ára ábyrgð
NEC V422 42“ skjár
Áður 229.900 kr.
Nú 183.920 kr.
Full HD 1920x1080 upplausn
VGA, DVI, HDMI o.fl. inngangar
Innbyggðir hátalarar
Þriggja ára ábyrgð
Afmælistilboð:
20% afsláttur af
NEC búnaði
Nú þegar Landsdómur hefur lokið
störfum sínum í fyrsta skipti, með
úrskurði í máli Geirs Haarde,
telur Róbert Spanó, laga prófessor
og forseti lagadeildar Háskóla
Íslands, tilefni til að endurskoða
fyrirkomulag málshöfðunar til
Landsdóms.
„Við ættum að íhuga hvort við
viljum hafa sambærilegt kerfi til
framtíðar,“ segir Róbert. „Sérstak-
lega hvað varðar það fyrirkomulag
sem fjórtánda grein stjórnarskrár
gerir ráð fyrir, að ákæruvald á
hendur ráðherra sé á höndum
Alþingis.“
Burtséð frá þessu ákveðna máli
segir hann ákvörðun Alþingis
um ákæru í slíkum málum ekki
mega bjóða upp á deilur á flokks-
pólitískum forsendum. Ákæran og
málarekstur yfir Geir hafi skapað
úlfúð í samfélaginu og ásakanir
hafi gengið á báða bóga um hvort
ákvörðunin hafi verið tekin á
réttum forsendum.
„Það verður að ríkja traust um
málsmeðferðina og þess vegna held
ég að ástæða sé til þess að velta
fyrir sér hvort að annað fyrir-
komulag gæti verið hentugra.“
Róbert tekur fram að ferlið sé
tvíþætt, annars vegar ákvörðunin
um málshöfðun og hins vegar með-
ferð málsins fyrir Landsdómi.
Varðandi hið síðarnefnda, hafi
hann enn ekki séð annað en að
málsmeðferð dómsins hafi verið í
samræmi við gildandi reglur.
Guðmundur Hálfdanarsson,
prófessor í sagnfræði við Háskóla
Íslands, segir ákveðin skilaboð
felast í dómnum.
„Þarna eru skilaboð um að taka
beri rannsóknarskýrslu Alþingis
alvarlega. Þar komu fram alvar-
legar athugasemdir um stjórnsýslu
á Íslandi í aðdraganda hrunsins.“
Guðmundur segir jafnframt að
meðferð Alþingis á málinu hafi
orkað tvímælis. Annars vegar
hafi þingmannanefnd lagt til að
fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu
ákærðir, en ekki þrír eins og rann-
sóknarnefndin lagði til, og hins
vegar hafi Geir einn verið ákærður.
„Það hefði verið sterkara að
tengja málið við skýrsluna og líta
á Landsdóm sem ákveðinn dóms-
úrskurð um gildi rannsóknar-
nefndarinnar,“ segir hann.
Spurður hvort Landsdómur hafi
fest sig í sessi með málinu segir
Guðmundur það vera óljóst.
„Ég held ekki að nokkur maður
geti talið það góða hugmynd að
Alþingi sé að ákæra menn í nokk-
urs konar pólitískum kappleik.“
thorgils@frettabladid.is
Þörf á endurskoðun
Róbert Spanó lagaprófessor segir ástæðu til þess að endurskoða fyrirkomulag
málshöfðunar til Landsdóms. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur segir
að betur hefði farið á því að tengja málið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
LANDSDÓMUR Fræðimennirnir Róbert Spanó og Guðmundur Hálfdanarson segja
aðkomu Alþingis að ákæru ráðherra fyrir Landsdómi og þær pólitísku deilur sem það
bjóði upp á ekki til þess fallnar að auka traust á Landsdómsferlinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Ég taldi alltaf að þessi liður væri sá skýrasti og jafnframt alvar-
legasti liður ákærunnar. Stjórnarskránni var einfaldlega ekki fylgt
og afleiðingin var sú að mikilvægum upplýsingum var haldið
frá ríkisstjórninni sem ógnaði efnahagnum, stjórnskipuninni
og lýðræðinu í landinu. Undir það tel ég að Landsdómur sé að
taka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingkona Framsóknarflokksins,
um þann ákærulið sem Geir var sakfelldur fyrir. Hún minnir á að
það fyrsta sem þingmenn geri þegar þeir taka sæti á Alþingi sé
að sverja eið að stjórnarskránni. Það sýni að hún sé undirstaða
stjórnskipunar landsins.
Eygló segir það hve Geir gerði lítið úr stjórnarskrárbrotinu séu
kannski skiljanleg viðbrögð í ljósi þess að dómur var nýfallinn.
„En þetta er það sem við eigum að gera, við eigum að fara að
stjórnarskránni.“ - kóp
Var sakfelldur fyrir alvarlegasta liðinn
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
„Það er mjög gott að komin sé niðurstaða í þetta erfiða
mál. Hún kom mér aðeins á óvart, en ég hafði ekki séð
ástæðu til þess að ákæra Geir. Hann er sýknaður í þremur
af fjórum atriðum og það má kannski segja að það sem
hann er sakfelldur fyrir sé það sem kom fram í skýrslu rann-
sóknarnefndar Alþingis. Þar var verulegur áfellisdómur á
stjórnsýsluna og skort á formfestu,“ segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina þegar hafa
brugðist við þeirri gagnrýni að miklu leyti. Skipaðar hafi verið
ráðherranefndir um veigamikil mál og fundargerðir þeirra fari
fyrir ríkisstjórnarfundi. Þá sé í lögum um stjórnarráðið að öll
mikilvæg stjórnarverkefni eigi að ræðast í ríkisstjórn.
Jóhanna vill að stjórn og stjórnarandstaða setjist yfir lög
um Landsdóm og breyti þeim. Ekki sé eðlilegt að þingmenn
séu settir í hlutverk ákæruvalds. - kóp
Höfum þegar brugðist við gagnrýninni
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
„Geir Haarde hlýtur að líta á það sem mikinn sigur fyrir sig
að vera sýknaður af öllum efnislegum sakargiftum. Honum
var gefið að sök að hafa ekki gripið til aðgerða sem gátu
komið í veg fyrir efnahagshrunið. Landsdómur komst að
annarri niðurstöðu með algjörri sýknu um þau ákæruatriði,“
segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segir
dóminn einnig sýna að sú ríkisstjórn sem sat við völd í
hruninu hefði ekki getað komið í veg fyrir það. Hann er hins
vegar ósammála túlkun Geirs um að niðurstaða Landsdóms
sé pólitísk í eðli sínu. „Ég hef ekki trú á því.“ - kóp
Mikill sigur fyrir Geir H. Haarde
ÖSSUR SKARP-
HÉÐINSSON
Við ættum að íhuga
hvort við viljum hafa
sambærilegt kerfi til framtíðar.
RÓBERT SPANÓ
FORSETI LAGADEILDAR HÍ