Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 12

Fréttablaðið - 24.04.2012, Side 12
24. apríl 2012 ÞRIÐJUDAGUR12 Dómsuppsaga í Landsdómi frjalsilif.is – 444 7000 Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn á morgun 25. apríl kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og einn varamann til eins árs. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins má nálgast á frjalsilif.is. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Fjárfestum í eigin landi Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna til fundar um opinberar fjárfestingar í ljósi ramma- og samgönguáætlana og nýs Landspítala Miðvikudaginn 25. apríl kl 8:30 - 10.00 á Hilton Reykjavík Nordica Opinberar fjárfestingar og atvinnusköpun Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis Rammaáætlun Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá SI Nýr Landspítali Gunnar Svavarsson, form. byggingarnefndar um nýjan Landspítala Opinberar fjárfestingar og lífeyrissjóðirnir Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi og framkvæmdastjóri hjá Eimskip Afstaða þingflokka til verkefnanna Sjálfstæðisflokkur, Bjarni Benediktsson Framsókn, Sigurður Ingi Jóhannesson Samfylking, Magnús Orri Schram Vinstri græn, Björn Valur Gíslason Panelumræður Fundarstjóri: Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis Skráning á www.si.is SJÓNVARPSSTÖÐIN ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER EINGÖNGU Í BOÐI Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS „Niðurstaðan sýnir að málið átti erindi þangað sem það fór. Að öðru leyti er réttast að dómurinn tali fyrir sig sjálfur og horft sé til þess rökstuðnings sem þar er fram færður,“ segir Steingrímur J. Sigfússon ráðherra. Hann segir að það hafi verið ljóst frá því að formenn flokkanna sammæltust um að setja rannsóknarnefnd Alþingis á fót að einhver slík niður- staða gæti litið dagsins ljós. Nefndinni hafi verið gert að líta til ábyrgðar stjórnmálamanna. Spurður hvort um áfellisdóm yfir stjórnsýslunni sé að ræða segir hann að fara þurfi varlega í þann samjöfnuð. „Þetta voru náttúrulega ekki hversdagsleg málefni sem dómurinn laut að. Það er gagnlegt að lesa reifunina og rökstuðninginn og setja það í ákveðið samhengi. Það var náttúrulega ekki sakfellt bara fyrir formsatriði, heldur verður það efnislegt í samræmi við það sem dómurinn segir um það mál.“ - kóp Sýnir að málið átti erindi fyrir dóminn STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Það sem stendur að sjálfsögðu upp úr í þessu máli er að allir dómarar í Landsdómi voru sammála um að Geir væri saklaus í öllum ákæruliðum sem mest var rætt um á Alþingi. Þetta eru þeir ákæruliðir sem haldið var fram að hefðu haft með hrun bankakerfisins að gera,“ segir Bjarni Benediktsson. Hann segir þann lið sem sakfellt var fyrir vera formsatriði. Í dómnum sjálfum sé því ekki mótmælt að verið sé að sakfella fyrir áratuga venju í íslenskri stjórnsýslu. Það sæti furðu að það hafi þótt tilefni til sakfellingar og ekki sé skrítið að dómurinn hafi klofnað í afstöðu sinni til þess. „Varðandi heildarniðurstöðuna er auðvitað nærtækt að horfa til þess að í fyrsta lagi var búið að vísa frá tveimur ákæruliðum, hann er fundinn saklaus af öllum efnislegum ákæruliðum, honum er ekki gerð nein refsing og ríkið situr uppi með allan sakarkostnað. Þetta er því sem næst fullnaðar sigur fyrir Geir.“ Bjarni segir þá sem stóðu fyrir ákærunum þurfa að svara því hvort þeir séu reiðubúnir að láta sömu mælikvarða gilda fyrir sig. Það hafi verið mjög pólitísk ákvörðun að ákæra fyrir það atriði sem Geir var sakfelldur fyrir. - kóp Því sem næst fullnaðarsigur fyrir Geir BJARNI BENEDIKTSSON „Umfjöllun dómsins um þann lið sem var sakfellt fyrir sýnir hvað þetta voru alvarlegar sakargiftir. Niðurstaðan er talsverður áfellis- dómur [yfir Geir H. Haarde], og sama má segja um umfjöllun dómsins um hina liðina,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari Alþingis. „Í umfjöllun dómsins sést að það var fullt tilefni til að láta dómstólinn fjalla um þetta. Þarna segir að Geir hafi gert ýmis- legt rangt, og það er fjallað um ýmiss konar vanrækslu þó hann sé ekki sakfelldur fyrir þetta allt saman,“ segir Sigríður. „Auðvitað vænti ég þess sem saksóknari í málinu að það yrði sakfellt fyrir meira, en það þýðir ekki að deila við dómar- ana,“ segir Sigríður. Hún segist gjarnan hafa viljað betri niður- stöðu, en málið hafi haft annan aðdraganda en önnur mál, þar sem Alþingi hafi ákært Geir og hún farið með málið fyrir hönd þingsins. „Þetta er minna en lagt var upp með, það er alveg ljóst, en auðvitað var þetta talsvert á brattann að sækja,“ segir Sigríður. Hún segir að erfitt hafi verið að sýna fram á hvað Geir hefði átt að gera og hvernig hann hefði getað komið í veg fyrir tjón með þeim gögnum sem málshöfðunin hafi byggt á. „Maður vissi ekki hvernig þetta myndi fara, ég vonaðist til þess að þetta væri nóg en svo reyndist ekki vera.“ „Auðvitað var það mat ákær- andans, sem var Alþingi, að meiri líkur en minni væru á sak- fellingu. Í sjálfu sér fannst mér erfitt að segja til um hvort þetta væri líklegt til sakfellis. Ég taldi þó meiri líkur en minni á því að það yrði sakfellt,“ segir Sigríður. - bj Saksóknari segir að á brattann hafi verið að sækja: Segir Geir sakfelldan fyrir alvarlegt brot DÓMUR Fullt tilefni var til að fá Landsdóm til að fjalla um ákæruefnin á hendur Geir segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auðvitað vænti ég þess sem saksóknari í málinu að það yrði sakfellt fyrir meira, en það þýðir ekki að deila við dómarana. SIGRÍÐUR J. FRIÐJÓNSDÓTTIR SAKSÓKNARI ALÞINGIS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.