Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 24.04.2012, Síða 22
FÓLK|HEILSA Streita Ástæður streitu geta verið margvíslegar, m.a. áhyggjur af vinnu, fjölskyldu og fjármálum. Dæmi um einkenni sem geta gefið til kynna streitu eru: einbeitingarleysi, tilfinning um að ráða ekki við aðstæður, lítið sjálfstraust, vandræði með svefn eða svefnleysi, hár blóð þrýstingur, höfuðverkur, meltingartruflanir, aukin áfengisneysla og matar- æði. Einstaklingur þarf að finna fyrir einu eða fleiri af ofantöldum ein kennum til að teljast þjást af streitu. Einföld skýring á streitu er uppsöfnuð þreyta í líkama og sál. Streita líður oft hjá, svo sem þegar streitu- valdandi atburður er ekki lengur til staðar. Gestir á Heilsuhóteli Íslands hafa náð góðum árangri og unnið sig út úr streituvaldandi aðstæðum og áttað sig á að raunverulegra breytinga var þörf. Þetta hafa þeir gert með því að mæta á tveggja vikna námskeið sem nú eru haldin fyrsta föstu- dag í hverjum mánuði og hafa um 3000 manns nýtt sér þjónustuna með dvöl á hótelinu. Dvöl á Heilsuhóteli ,sem byggir á hvíld og slökunarmeðferðum svo sem heilsubætandi nuddi, jóga og fleira en umfram allt jákvæðu og skemmtilegu umhverfi, hefur víðtæk áhrif á árangur til enn betri heilsu. Heilsuhótelið er að mínu mati skóli sem allir ættu að sækja sér til heilsubótar,“ segir Monika Abendroth. „Líkami okkar er kraftaverk, en allt þar til líffæri okkar byrja að klikka er flestum tamt að hugsa lítið sem ekkert um þá þrotlausu vinnu sem líffærin skila í okkar þágu hvern einasta dag. Í stað þess væri eðlilegra að styðja þau meðvitað í starfinu og lifa lífinu þannig að líf- færin haldist heil sem lengst, og þá er gott að fara á Heilsuhótelið til að fá fræðslu til betra lífs.“ Monika notaði tækifærið til að efla heilsu sína og sinna sjálfri sér um leið og hún tók að sér hörpu- leik í slökunar- og hugleiðslutímum Heilsuhótelsins í nýliðnum mars. „Ég hef tröllatrú á því að ómeng- aður líkami geti hjálpað sér sjálfur. Hins vegar hefur hann ekki hug- mynd um hvað hann á að gera við öll eiturefnin sem herja á hann í matvælum og umhverfinu, og því setjast þau að í líffærum okkar, vöðvum og vefjum,“ segir Monika, sem fann rétta staðinn til afeitrunar á Heilsuhótelinu. „Mér fannst dásamleg upplifun að taka frá tíma fyrir sjálfa mig í vernduðu umhverfi og með fólki á sömu forsendum,“ segir Monika, endurnærð eftir dvölina sem var kærkomið dekur að hennar sögn. „Á okkar tímum er mikið álag á fólki. Flestir þurfa að vinna mikið og sinna öllu með hraði hingað og þangað um bæinn. Því er dýrmætt að geta stimplað sig út og dekrað við sjálfan sig með hvíld, heilnæmu fæði, fræðslu, hreyfingu, útivist og skemmtun,“ segir Monika sem með líðandi tónum hörpunnar kenndi fólki að slaka enn betur á en ella. „Öllum er nauðsynlegt að hvílast vel eftir daglega streitu og enda- lausar kröfur. Síðast en ekki síst hafa fjölmargar áhyggjur dunið á þjóðinni síðustu misseri. Tónlist gefur okkur andlega næringu og fer inn á til finninga sviðið, en sál og til- finningar er ekki hægt að aðskilja frá líkamanum. Því þykir mér jákvætt að hugað er að öllum þáttum vellíðunar á Heilsuhótelinu, sem svo eykur enn á ánægjulega og árangursríka dvöl,“ segir Monika. Að sögn Moniku er samfélagið á Heilsuhótelinu skemmtilegt og hún líkir innrauðum hitaklefa við pínulitla félagsmiðstöð þar sem gott var að láta sér líða vel með fólki frá öllum heimshornum. „Ég féll kylliflöt fyrir innrauða klefanum sem er byggður á japanskri tækni. Þar svitnar maður undan inn- rauðum geislum sem fara djúpt inn í vöðva og vefi líkamans og losa um eiturefni sem koma út með svitanum. Þá hefur verið rannsakað að tveir tíundu hlutar svitans séu útskilnaður þungmálma og eiturefna,“ upplýsir Monika sem nú er farin að lesa grannt innihaldslýsingar matvæla eftir dvölina á Heilsuhótelinu. „Ég vil ekki eitra líkamann aftur og neita nú að borða gúmmí í hvaða formi sem er,“ segir hún hlæjandi og á meðal annars við uppáhaldsísinn sinn. „Hans mun ég aldrei aftur njóta því við nánari skoðun reyndist ísinn minn uppfullur af gúmmíi og auka- efnum.“ Monika er kökumanneskja en á Heilsuhótelinu er sneitt hjá öllum sykri og hvítu hveiti. „Það tók satt að segja á og ég var slæpt fyrstu vikuna. Síðan fann ég fyrir hreinni orku og hreinni tilfinn- ingu sem gerði mig tvíeflda á eftir.“ Hún segir sér hafa komið á óvart hvað Heilsuhótelið er hlýlegt, fallegt og rúmgott, og að starfsfólkið hafi allt lagt sig fram við að gera dvölina sem besta. „Þá er ég heilluð af þeirri stað- reynd að nú sé að finna þorp heilsu, vellíðunar og mennta á stað sem var áður herstöð með neikvæðum tilfinn- ingum stríðsrekstrar.“ Og Monika ætlar aftur á Heilsu- hótelið. „Bestu meðmælin eru auðvitað þau að flestir koma aftur og aftur. Mig langar aftur og mun koma að ári liðnu með hörpuna mína til slökunar.“ HREIN OG TÆR ORKA Monika Abendroth, hörpuleikari og farar- stjóri, kolféll fyrir inn- rauðum hitaklefa á Heilsuhótelinu og segir hann hafa minnt sig á pínulitla félagsmiðstöð þar sem líkaminn fékk úthreinsun eiturefna í bland við skemmtilegan félagsskap fólks úr öllum heimshornum. MYND/VALLI HLUSTAR Á LÍKAMANN HEILSUHÓTEL KYNNIR Hljóðfæraleikarinn og fararstjórinn Monika Abendroth fór með hörpu sína, líkama og sál á Heilsuhótelið á vordögum. Hún segist nú harðneita að borða gúmmí af nokkurri sort og hefur gefið uppáhaldsísinn sinn upp á bátinn. HEILSUHÓTEL ÍSLANDS – NÆSTU NÁMSKEIÐSTREITU OG ÞREYTU GEFIÐ HORNAUGA Á HEILSUHÓTELI Heilsuhótel Íslands hefur sl. þrjú ár unnið með fólki sem vill bæta eigin lífsstíl, draga úr streitu og bæta svefn. Heilsunámskeið (detox) tvær vikur 4.-18. maí (örfá pláss laus) 1.-15. júní (laus pláss) 6. – 20. júlí 3. – 17. ágúst Munið að panta tímanlega. Heilsuhelgi – skóli lífsins 18.-20. maí. Tilboðsverð, 2 fyrir 1. Kr. 45.000 helgin. Fæði, hreyfing og fræðsla innifalin. Slökun og skemmtilegur tími. Hættum að reykja Biðskráning í síma 5128040. Sumarið 2012 – opnir dagar Frá 22. júní-27. ágúst 2012. Val um 3, 4, eða 7, 14 daga. Aðgengi að Heilsulind. Bláa lónið. Hollt og gott fæði, fræðsla og hreyfing. Spennandi og uppbyggilegur val- kostur fyrir alla. Kynnist þessu einstaka hóteli. Nánari upplýsingar www.heilsuhótel.is heilsa@heilsuhotel.is Sími 512 8040

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.