Fréttablaðið - 24.04.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGGrænir bílar ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 20124
MERCEDESBENZ S 250 CDI
BLUEEFFICIENCY VERÐLAUNAÐUR
Mercedes-Benz S 250 CDI Blue-EFFICIENCY var útnefndur Grænn bíll ársins
2012 á alþjóðlegu bílasýningunni í New York á dögunum.
Mercedes-Benz S 250 CDI Blue-EFFICIENCY þótti bera af í flokki á þriðja tug
bifreiða hvaðanæva úr heiminum sem kepptu um titilinn.
Þetta er í annað sinn sem bifreið frá Mercedes-Benz hlýtur þennan eftir-
sótta titil. Þannig bar Mercedes-Benz E 320 BlueTEC sigur úr býtum árið
2007.
Að þessu sinni hreifst dómnefndin meðal annars af lítilli bensíneyðslu og
útblæstri vélar í Mercedes-Benz S 250 CDI Blue-EFFICIENCY. Eyðslan er 5,7
lítrar á hverja 100 kílómetra. Útblástur nituroxíðs er 0,149 g/km. Auk þess
þykir bifreiðin glæsileg á að líta.
GT Group ehf. á Selfossi hefur
undirritað samning við Foton
Motors í Kína um sölu á rafbílum
til Íslands.
FLYTJA KÍNVERSKA
RAFBÍLA TIL LANDSINS
GT Group ehf. á Selfossi hefur
undirritað samning við Foton
Motors í Kína um sölu á rafbílum
til Íslands og hugsanlega til ríkja
innan Evrópusambandsins.
Að sögn Benedikts G. Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
GT Group ehf., stendur til að
flytja inn fjölskyldubíla og minni
sendibíla.
Fyrir rekur GT Group ehf. fjölda
hópferðabíla og bílasmiðju og er
umboðsaðili fyrir Yutong fólks-
flutningabíla sem er einn stærsti
framleiðandi fólksflutningabíla á
heimsvísu.
Foton Motors er umsvifamikill
bílaframleiðandi með höfuð-
stöðvar í Peking. Fyrirtækið fram-
leiðir árlega milli sjö til átta
þúsund bíla.
Frá þessu er greint í Sunnlenska
fréttablaðinu og á vef fib.is.
HVAÐ ÞARF MÖRG TRÉ TIL
AÐ KOLEFNISJAFNA BIF
REIÐ SEM GENGUR FYRIR
JARÐEFNAELDSNEYTI?
Bílar losa frá sér mismikið
koltvíoxíð við brennslu jarðefna-
eldsneytis. Það er svo verkefni
gróðurs jarðar að umbreyta því
í súrefni með ljóstillífun og við-
halda þannig lífinu á jörðinni.
Kolefnisjöfnun er hugtak sem
ruddi sér til rúms hér á landi fyrir
nokkrum árum og kepptust ýmis
fyrirtæki við að bjóða kolefnis-
jöfnun bifreiða sem þýddi að við
kaup á bifreið myndi ákveðinn
fjölda trjáa vera gróðursettur til
að vega upp á móti útblæstri
hennar.
Á vef orkuseturs; orkusetur.is má
finna reiknivél sem reiknar út
hversu mörgum trjám þarf að
planta til að kolefnisjafna bifreið
eftir tegund og stærð.
Til að kolefnisjafna Skoda
Octavia, mest selda bíl landsins
árið 2011, þarf að planta á bilinu
1300 til 2000 trjám, allt eftir
því hvaða vélarstærð eða gerð
Octavia er valin.
Heimild: www.orkusetur.is