Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Föstudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið 27. apríl 2012 98. tölublað 12. árgangur M argrét V. Helgadóttir, verk-efnastjóri í tölvudeild Marels, var nýlega kjörin formaður stjórnar SAMFOK (Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík). Hún hefur í mörg ár eldað kjúklingarétt sem er afar vinsæll á heimili hennar. Uppskriftina má rekja til matreiðslu-klúbbsins Nýir eftirlætisréttir, sem var vinsæll klúbbur þegar Margrét flutti að heiman og fór að búa. Hún segir réttinn hafa verið einn af spariréttum fjölskyld-unnar í mörg ár. „Við bjuggum lengi í Danmörku og vorum gjarnan með kjúk-ling í matinn sem sparimat. Þar varð þessi réttur oft fyrir valinu um helgar og þegar góða gesti bar að garði.“ Elsta dóttir Margrétar dvaldi sem skiptinemi á Kosta Ríka fyrir tveimur árum. Þar lifði hún á hrísgrjónum og banönum í heilt ár að sögn Margrétar. Þegar fór að styttast í heimkomu hennar var hún spurð hvaða mat hana langaði mest að borða fyrsta kvöldið sitt á Íslandi. „Ég bjóst að sjálfsögðu við ósk um ís-lenskan fisk eða lambakjöt og kartöflur. En í staðinn sagðist hún að sjálfsögðu vilja fá kjúklingaréttinn góða. Hungraða skiptinemann var víst farið að dreyma hann úti undir lokin. Og að sjálfsögðu var kjúklingarétturinn á borðum fyrir ungfrúna fyrsta kvöldið á Íslandi.“Formaður stjórnar SAMFOK er kosinn til tveggja ára í senn en Mar-grét sat áður í stjórn samtakanna. Hún segir markmið sitt vera fyrst og fremst að halda áfram því góða starfi sem sinnt hefur verið undanfarin ár hjá samtökunum. „Af stærri málum má hins vegar nefna sameiningar hjá grunnskólum borgarinnar. Það fer mikil vinna í að fylgjast með þeim málum enda afar mikilvægt málefniÞar skiptir mikl á GAMALDAGS MATUR Í NÝJUM BÚNINGISPARIMATUR Hefðbundið hráefni er uppistaðan í einföldum og ljúffengum kjúklingarétti sem er uppáhald fjölskyldunnar. HOLLAR TREFJARTrefjar eru nauðsynlegar fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Þær er hægt að fá úr fjölmörgum fæðutegundum. Trefjar eru í grænmeti, rótarávöxtum og flestum aldinum, hnetum og baunum. Ýmis fræ hafa í sér trefjar en svo er einnig um hýðishrísgrjón og aðrar heilkornsmatvörur. Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu kr. NÝ TT 27. APRÍL 2012 ESKIMO-STÚLKAN Í HÖRPUNNI MAGNAÐAR MÆÐGUR Í DÓTTURFÉLAGINU SÆLAR Í SUMARSKAPI Milljónir af pitsum Um fjórar milljónir pappakassa undan pitsum eru notaðar hér á landi árlega. Kassarnir eru endurvinnanlegir. fólk 3 NÝ ÍSLEN SK KILJA Fallegust í heimi Söngkonan Beyoncé var valin fallegasta kona í heimi af lesendum tímaritsins People. popp 28 FÓLK Alexander Harðarson frí- stundaleiðbeinandi spilar stöðu hægri skyttu með eina hjóla- stólahand- boltaliði lands- ins. Í liðinu, sem starfar undir merkj- um íþrótta- félagsins HK, eru um fimm- tán manns og markaði það tímamót þegar HK ákvað að bjóða upp á íþróttir fyrir fatlaða innan félagsins. Þar sem liðið er það eina sem starfrækt er á landinu þurfa Alexander og félagar hans að ferðast út fyrir landsteinana til að geta keppt í íþróttinni. „Það er búið að bjóða okkur á mót í Lundi í Svíþjóð næsta vetur og stefnan er tekin þangað í des- ember,“ segir Alexander. - sm / síða 34 Hjólastólahandbolti hjá HK: Geta ekki keppt nema erlendis ÞJÓÐKIRKJAN Agnes M. Sigurðardóttir, verðandi bisk- up Íslands, segir fjárhagsvanda kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt sé að halda öllum kirkjunum gang- andi og starfseminni þar innandyra. „Það þarf að segja upp fólki og það er stórmál sem er byrjað að takast á við,“ segir Agnes. „Þar kemur til dæmis inn lækkun sóknargjaldanna, sem er mun meiri en það sem var lagt upp með.“ Hún segir einhverja samninga þó hafa náðst upp á við í því samhengi. „En það má ekki hætta þar, það verður að nást sátt í þessu máli, því það er auðvitað ekki gott ef mörgum kirkjum verður lokað. En vandamálin eru bara til að takast á við þau,“ segir hún. Agnes segir brýnt að endurvekja traust almenn- ings á kirkjunni, en slíkt muni taka tíma. „Þetta er eins og þegar þú verður fyrir áfalli í lífinu eða missir traust á eitthvað eða einhvern, þá tekur tíma að vinna sig upp aftur,“ segir hún. „En þá verður maður líka að taka sjálfan sig í gegn til að leyfa sér að treysta upp á nýtt. Og það tekur tíma.“ Þá segir Agnes að nauðsynlegt sé að vekja athygli á starfi kirkjunnar út á við og auka samstarf við aðrar stofnanir. - sv / sjá síðu 12 Næsti biskup segir endurvakningu á trausti kirkjunnar munu taka tíma: Óhjákvæmilegt að loka kirkjum BJART MEÐ KÖFLUM víða á landinu í dag og úrkomulítið. Vindur verður hægur og frekar svalt í veðri, 2 til 5 stig norðan til en 5 til 8 stig sunnanlands. VEÐUR 4 6 7 5 5 4 ATVINNULÍF Einn af hverjum þrem- ur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjól- stæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoð- kerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda.“ Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðug- leikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launa- tengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnu- daga það ár. Má því ætla að launa- greiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að við- bættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfir- vinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu Þriðjungur þeirra sem hafa leitað til starfsendurhæfingarsjóðs nefnir geðræn vandamál sem aðalástæðu skertrar starfsgetu og fjarveru frá vinnumarkaði. Launagreiðslur í veikindum skipta tugum milljarða á ári. Landsdómur sögunnar Það er merkilegt réttlæti að dæma mann sekan fyrir brot á fundarsköpum, skrifar Pavel Bartoszek. skoðun 15 milljarðar króna voru greiddir til fólks í veikindafríi árið 2008. SVAVA JÓNSDÓTTUR HJÁ VIRK 34 ALEXANDER HARÐARSON Einum sigri frá titlinum Grindvíkingar gerðu góða ferð til Þorlákshafnar í gær. sport 30 KRAFTAR Í KÖGGLUM Úrslitakeppni Skólahreysti fór fram í troðfullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Katrín Unnur Ólafsdóttir úr Foldaskóla var búin með 58 armbeygjur þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Lið Holtaskóla í Reykjanesbæ bar sigur úr býtum í keppninni. Lið Heiðarskóla varð í öðru sæti og lið Hagaskóla í því þriðja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.