Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 2
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Markmið: Ný tt Sk yr .is Ert þú með markmið? Segðu frá því á www.skyr.is. Þú gætir unnið flug og gistingu fyrir tvo innanlands eða gjafabréf. PRÓTEINRÍKT OG FITULAUST AÐ KEPPA Á ÓLYMPÍU- LEIKUNUM Í LONDON Í SUMAR Jakob Jóhann Sveinsson H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 2 -0 3 5 3 Einar, ætla bændur ekki að reyna að mjólka þetta eitthvað meira? Nei, bændur vilja auðvitað mjólka kúna, en umfram allt vilja þeir gera vel við kúnna. Samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ er lítri af nýmjólk eina varan í matarkörfunni sem kostar það sama í öllum verslunum, 115 krónur. Einar Sigurðsson er forstjóri Mjólkursamsölunnar. Vinnuálag í starfi mínu er mikið Ég finn fyrir streitu í starfi mínu Ég er uppgefin/n að loknum vinnudegi Meirihluti finnur fyrir miklu vinnuálagi og streitu ■ Nær alltaf ■ Oft ■ Stundum ■ Sjaldan ■ Aldrei 5737 6 19 3035 16 4131 11 17 STJÓRNSÝSLA Forstöðumenn ríkis- stofnana upplifa meira álag og streitu í starfi nú en fyrir fimm árum. 94 prósent þeirra telja nær alltaf eða oft mikið álag í starfi sínu. Þetta kemur fram í könnun á störfum og starfsskilyrðum for- stöðumanna ríkisstofnana, sem gerð var á vegum fjármálaráðu- neytisins, Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. „Könnunin var einnig gerð árið 2007 og það er mjög áberandi hvað það hafa orðið miklar breyt- ingar á starfsumhverfi forstöðu- manna á þessum tíma,“ segir Ómar H. Kristmundsson, prófess- or í stjórnmálafræði, sem vann að skýrslunni. Rúmur helmingur forstöðu- manna segir gott jafnvægi milli vinnu sinnar og einkalífs. Aðeins 25 prósent forstöðumanna í æðstu stjórnsýslu voru þessarar skoðun- ar, en hlutfall þeirra var 92 pró- sent fyrir fimm árum. Þá voru 35 prósent forstöðumanna heilbrigð- isstofnana á því að jafnvægi væri á milli vinnu og einkalífs, en 59 pró- sent voru þeirrar skoðunar fyrir fimm árum. Þá taka átta af hverjum tíu for- stöðumönnum vinnutengd verk- efni iðulega með sér heim og sex- tíu prósent segjast nær alltaf eða oft vera uppgefin að loknum vinnu- degi. Þetta hlutfall var 40 prósent fyrir fimm árum. Um 90 prósent forstöðumann- anna eru á heildina litið ánægð í starfi sínu, og tæpur helming- ur segist mjög ánægður. Níu af hverjum tíu telja einnig að góður starfsandi sé ríkjandi innan stofn- unar sinnar. Þá segir Ómar að veruleg óánægja sé með kaup og kjör og forstöðumenn séu ekki sáttir við núverandi fyrirkomulag í launa- málum. Óánægja þeirra hefur aukist milli kannana, 80 prósent eru óánægð og tíu prósent ánægð. Árið 2007 voru fimm af hverjum tíu óánægðir en þrír af hverjum tíu ánægðir með laun sín. Algeng- ast er að forstöðumenn telji að launin séu ekki í samræmi við ábyrgð, vinnuframlag og álag, en launaóánægjan eykst með auk- inni stærð stofnunarinnar. Þrír af hverjum fjórum forstöðumönnum eru óánægðir með fyrirkomulag við ákvörðun launa. 25 prósent telja að ráðuneyti eigi að ákveða launin, 15 prósent að stjórn stofn- unarinnar eigi að gera það, 28 pró- sent telja að semja eigi um laun í kjarasamningum en 32 prósent vilja annað fyrirkomulag. thorunn@frettabladid.is Undir meira álagi og ósáttari við laun Forstöðumenn ríkisstofnana eru undir meira álagi nú en fyrir fimm árum. Flestir taka vinnuna oft með sér heim og meirihluti er oft uppgefinn að loknum vinnudegi. 80 prósent eru óánægð með launin, en 90 prósent ánægð í starfi. DÓMSTÓLAR Sextán ára fangelsis- dómur yfir Reduoane Naoui sem varð manni að bana á skemmti- staðnum Monte Carlo í júní 2011 var stað- festur í Hæsta- rétti í gær. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem stendur óraskaður, var Naoui einnig dæmdur til að greiða dótt- ur mannsins sem hann réðist á tæplega 3,1 milljón króna í bætur, auk vaxta. Maðurinn sem Naoui stakk í hálsinn með hnífi lést á spítala tæpum hálfum mánuði eftir árásina. - óká Stakk mann í hálsinn: Hæstiréttur staðfesti 16 ára fangelsisdóm REDOUANE NAOUI 50 40 30 20 10 0 Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands SKOÐANAKÖNNUN Tæplega helmingur aðspurðra svaraði því til í nýrri skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar að hann myndi greiða Þóru Arnórsdóttur atkvæði sitt í komandi forseta- kosningum. Þóra hefur 49% fylgi, Ólafur Ragn- ar Grímsson mælist með 34,8% fylgi og Ari Trausti Guðmundsson 11,5% fylgi. Þrjú prósent aðspurðra hyggjast kjósa Herdísi Þorgeirsdótt- ur en innan við eitt prósent aðspurðra þá Ástþór Magnússon, Jón Lárusson og Hannes Bjarna- son. Sami hópur fólks var spurður um afstöðu sína til frambjóðendanna 17. apríl, áður en Ari Trausti tilkynnti um framboð sitt. Könn- unin bendir til að Ari Trausti sæki fylgi sitt til óákveðinna í fyrri könnun en þriðjungur stuðn- ingsmanna hans ætlaði að kjósa Þóru en 11% Ólaf Ragnar. Kannað var nú hvað vegur þyngst í ákvörðun svarenda um það hverjum þeir ætla að greiða atkvæði sitt. Þekking og reynsla frambjóðenda vegur þyngst ásamt heiðarleika frambjóðand- ans. Þekking og reynsla Ólafs Ragnars vegur þungt í ákvörðun svarenda en það nefnir 61% þeirra sem styðja forsetans. Heiðarleika nefna 18% stuðningsmanna hans. Þóru er helst talið til tekna framkoma og heiðarleika nefna 45%. Þekking og reynsla Þóru nefna 24% svarenda. Könnunin var send á 1.961 þátttakanda og alls svöruðu 1.379. Svarhlutfallið var 70%. - shá Forsetaslagurinn er milli þriggja frambjóðenda, er niðurstaða könnunar: Þóra með afgerandi forystu Fylgi forsetaframbjóðenda ■ Ari Trausti Guðmundsson ■ Ástþór Magnússon ■ Hannes Bjarnason ■ Herdís Þorgeirsdóttir ■ Jón Lárusson ■ Ólafur Ragnar Grímsson ■ Þóra Arnórsdóttir 49,034,811,5 0,8 0,3 3,0 0,6 % DANMÖRK Að meðaltali var til- kynnt um 200 reiðhjólaþjófnaði dag hvern í Danmörku á árunum 2007 til 2010. Það jafngildir því að reiðhjóli sé rænt á áttundu hverri mínútu. Vefur Politiken segir frá þessu. Afar sjaldgæft er að reiðhjóla- þjófnaðir upplýsist, en árið 2010 gekk dómur í 277 málum, sem jafngildir innan við hálfu pró- senti af tilkynntum þjófnuðum. Hjólaeigendur eru flestir tryggðir fyrir þjófnaði og nema greiðslur tryggingafélaga vegna slíkra mála hálfum sjötta millj- arði íslenskra króna. - þj Bífræfnir þjófar í Danmörku: Hjóli rænt með 8 mínútna bili HJÓLAÓÐ ÞJÓÐ Danir eru ein mesta reiðhjólaþjóð heims. Þar eru reiðhjóla- þjófnaðir landlægt vandamál. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UMHVERFISMÁL Átta manna hópur sérfræðinga frá Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Íslenskri erfðagreiningu hafa sent flutningsmönn- um þingsályktunartillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera opið bréf, þar sem spurt er hvaða upplýsingar eða rök liggja að baki því að til- lagan um bannið sé endurupptekin á þinginu. Sambærileg tillaga var flutt á þinginu 2010-2011 og hópurinn bendir á að 37 sérfræðingar í erfða- fræði og skyldum greinum hafi í athugasemdum við þá tillögu sýnt fram á að nú þegar séu í gildi ströng lög og reglur um erfðabreyttar lífverur og því sé tillagan óþörf. Samkvæmt þingsályktunartillögunni skal skipa starfshóp sem vinni að breytingum á lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að banna útiræktun á erfðabreyttum plöntum eigi síðar en 1. janúar næst- komandi. Rökin eru að nauðsynlegt sé að leggja slíka ræktun af til að „vernda hreinleika íslenskr- ar náttúru og með tilliti til siðferðislegrar skyldu núlifandi kynslóðar til að koma í veg fyrir að einkenni hennar glatist“. Áttmenningarnir spyrja af hverju aðstandendur tillögunnar taki ekki tillit til álits helstu sérfræð- inga þjóðarinnar um efnið enda hafi ekkert nýtt komið fram eftir að álit 37 manna hópsins var skrifað. - shá Átta sérfræðingar furða sig á tillögu um bann við útiræktun erfðabreyttra lífvera: Segja engin ný rök komin fram GRÓÐURHÚS ORF LÍFTÆKNI Inniræktun er óumdeild en hug- myndir um útiræktun, ekki síst hjá ORF Líftækni, hafa valdið deilum. MYND/ORF LÍFTÆKNI STJÓRNMÁL Stjórnmálasamtökin Dögun hófu í gær undirskrifta- söfnun gegn kvótafrumvarpi rík- isstjórnarinnar. Samtökin hvetja stjórnvöld til að virða loforð í kvótamálum og hvetja forseta Íslands til þess að synja frum- varpinu annars staðfestingar. Í tilkynningu frá samtökunum segir að báðir ríkisstjórnarflokk- arnir hafi verið á þeirri skoðun að leggja ætti niður kvótakerfið og taka upp nýtt kerfi. Í nýju frumvarpi sé öllum úrbótum sem lofað var kastað fyrir róða. - þeb Stjórnmálasamtökin Dögun: Undirskriftalisti gegn frumvarpi STJÓRNMÁL Upptaka ríkisdals og flatur tuttugu prósenta flatur skattur eru meðal stefnumála Hægri grænna, flokks fólksins, sem kynntu forystu sína og stefnu sína í gær. „Hægri grænir standa fyrir lága skatta, sem minnst ríkis- afskipti og friðsöm milliríkjavið- skipti og náttúruvernd númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Guðmund- ur Franklín Jónsson, formaður flokksins. Meðal stefnumála er einnig að hætta aðildarviðræðum við ESB og leggja niður tolla og vörugjöld. Fram kom á fundinum að stefnu- skrá flokksins er 75 kaflar og rúmlega þúsund blaðsíður. Fram kom að 1.100 manns hafa skráð sig í Hægri græna. - jmg Hægri grænir kynna stefnu: Vilja ríkisdal og 20% flatan skatt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.