Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 4
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR4 Í blaðinu í gær kom fram að dans- hópurinn Area of Stylez hefði lent í öðru sæti í fyrstu þáttaröðinni af Dans dans dans. Það er ekki rétt þar sem Hanna Rún Óladóttir og Sigurður Þór Sigurðsson höfnuðu í öðru sæti. Þá var ranghermt á baksíðu blaðsins að hvorki Einar Bárðarson né Róbert Wessman hefðu lent í verðlaunasæti á hjólreiðamóti Cube Prologue á Krísu- víkurvegi á þriðjudagskvöld. Róbert var í öðru sæti í sínum aldursflokki. LEIÐRÉTT N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R 50% afsláttur VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson mun geta eignast allt að fjögra prósenta hlut í bandaríska samheitafyrirtækinu Watson ef afkoma fyrirtækisins verður viðunandi. Virði þess hlutar er um 250 milljónir evra, um 41,6 milljarðar króna. Gangi þetta eftir munu kröfuhafar Björgólfs, sem eru meðal annars þrotabú íslenskra banka, einnig fá auknar heimtur í bú sín. Enn eru tvö til þrjú ár þar til að skuldauppgjöri Björgólfs við kröfuhafa sína, sem tilkynnt var um sumarið 2010, verður að fullu lokið. Hann segir þá munu fá höfuðstól skuldanna greiddan en að þeir muni þurfa að gefa eftir vaxtatekjur. Gengið var frá kaupum Watson á Actavis, stærstu eign Björgólfs, á miðvikudag. Kaupverðið var 4,25 milljarðar evra, um 707 milljarð- ar króna. Þegar Novator, fjárfest- ingafélag Björgólfs, keypti Actav- is sumarið 2007 var kaupverðið 5,3 milljarðar evra, um 882 millj- arðar króna. Björgólfur segist því hafa tapað miklu á viðskiptunum. „Það hefur milljarður evra tap- ast. Það var eigið fé sem ég lagði í viðskiptin. Það hefur allt tapast.“ Í yfirlýsingu Björgólfs vegna skuldauppgjörs hans við lánar- drottnana, sem var birt sumarið 2010, sagði að „samkvæmt sam- komulaginu munu skuldir verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar eftir“. Deutsche bank, sem lánaði stærstan hluta þessa 4,1 milljarðs, um 682 milljarða króna, sem félög Björgólfs tóku að láni til að fjár- magna kaupin á Actavis, afskrif- aði 407 milljónir evra, um 68 milljarða króna, vegna lánveiting- arinnar í fyrra. Til viðbótar mun bankinn afskrifa um 257 millj- ónir evra, um 43 milljarða króna, vegna hennar á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Samtals nemur bókfært tap bankans því um 111 milljörðum króna. Spurður um hvernig þær afskriftir rími við yfirlýsingu hans frá 2010 um að kröfuhaf- ar fái allt sitt segir Björgólfur það fara eftir því hvort verið sé að ræða um höfuðstól eða vexti. „Deutsche bank var búinn að reikna sér rosalega mikla vexti á lánið allan þennan tíma. Þeir eru núna búnir að fá höfuðstólinn, og vel það, í reiðufé. En þeir þurfa að gefa vextina eftir.“ Björgólf- ur gerir einnig ráð fyrir því að Straumur og þrotabú Landsbank- ans og Glitnis, sem voru líka aðilar að skuldauppgjörinu, fái höfuðstól sinna krafna til baka. Hluti af samningnum um söluna á hlut Björgólfs í Actavis var að Novator gæti eignast hlut í fyrir- tækinu að nýju ef afkoma þess í framtíðinni yrði viðunandi. Björg- ólfur segir hlutinn geta orðið allt að fjögur prósent af heildarhlutafé Watson. Gangi þau áform eftir munu íslenskir kröfuhafar hans einnig fá meira greitt. „Íslensku bankarnir fengu fullt af reiðufé við söluna á Actavis og munu fá meira þegar og ef ég sel hlutinn í Watson, eða endurfjármagna hann. Ég mun líklega halda hlutn- um til framtíðar og þá mun ég ein- faldlega borga kröfuhöfunum það sem þeir eiga að fá.“ thordur@frettabladid.is Björgólfur getur eignast allt að fjögur prósent í Watson Björgólfur Thor Björgólfsson tapaði að eigin sögn milljarði evra á kaupum sínum á Actavis. Hann reiknar með því að kröfuhafar hans fái höfuðstól krafna að fullu endurgreiddan en þurfi að gefa eftir vaxtatekjur. UNDIRRITAÐ Fabrizio Campelli, yfirmaður fjárfestinga Deutsche bank, Paul Bisaro, forstjóri Watson, og Björgólfur Thor Björgólfsson undirrituðu samninga um kaup Watson á Actavis á miðvikudag. Kaupverðið er um 707 milljarðar króna. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 23° 22° 15° 20° 24° 14° 14° 22° 13° 24° 16° 32° 11° 14° 18° 13°Á MORGUN Strekkingur vestan til, annars víða hægari. SUNNUDAGUR Fremur hægur vindur um mestallt land. 2 4 7 867 7 7 8 5 6 6 6 7 5 55 6 4 2 1 4 5 5 5 5 3 3 4 5 6 5 12 VERTU TIL er vorið kallar á þig segir í þekktu ljóði. Veðrið næstu daga býður upp á útiveru til skiptis við inniverk og því þarf að grípa tækifærin þegar þau gefast. Í dag viðrar til útiveru í frekar björtu og stilltu veðri en síður á morgun þegar skil ganga yfi r landið með rigningu. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður „Tapaði eiginlega öllu sem ég átti“ Fyrir bankahrun var Björgólfur meðal annars stærsti eigandi Actavis og kjölfestufjárfestir í bæði Landsbanka Íslands og Straumi. Hann segir meiri- hluta eigna sinna frá þeim tíma tap- aðan. „Ég tapaði eiginlega öllu sem ég átti. En ég átti gríðarlega mikið til að byrja með og meirihlutinn af því er farinn. Ég er hins vegar að borga upp skuldir og byrja bara upp á nýtt. Ég hef búið til fullt af peningum í fortíðinni og geri það bara aftur.“ Í dag á Björgólfur hinn vænta hlut í sameinuðu Watson/Actavis, hlut í pólska símafyrirtækinu Play og hluti í íslensku félögunum Nova, Verne Holding og CCP. Samkvæmt skuldauppgjörinu frá því 2010 mun „arðurinn af þessum eignarhlutum og verðmæti, komi til sölu þeirra […] ganga til uppgjörs skuldanna“. Hann segist hafa trú á þeim eignum sem hann heldur enn á. „Ég er með góð spil á hendi og tel mig vera með góð tækifæri til að spila úr þeim.“ SÝRLAND, AP Stjórnvöld og upp- reisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sext- án manns að bana. Ríkisfjölmiðlar segja að sprengjur frá uppreisnarmönn- unum hafi sprungið fyrir slysni, en uppreisnarmennirnir fullyrða að stjórnarherinn haldi árásum sínum á almenna borgara áfram af miklum krafti. Eftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum hafa skoðað aðstæð- ur, en ekki gefið út neina yfirlýs- ingu um það sem gerðist. Í dag verður skýrt frá því að norski herforinginn Robert Mood verði yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna, sem eiga að fylgjast með því hvort stjórn- arherinn haldi vopnahlé, sem átti að hefjast 12. apríl og Bashir al- Assad forseti hefur lofað að hafa í heiðri. Starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna segir að hundrað friðar- gæsluliðar verði sendir til lands- ins fyrir miðjan maí. Hörð átök hafa engu að síður haldið áfram í landinu. - gb Ekkert lát á blóðbaðinu í Sýrlandi þrátt fyrir loforð um vopnahlé: Ásakanirnar hafa gengið á víxl EYÐILEGGING Miklar skemmdir eru í borginni Duma eftir sprengjuárásir. NORDICPHOTOS/AFP NORÐUR-KÓREA, AP Sex flugskeyti, sem sýnd voru með viðhöfn á her- sýningu í Norður-Kóreu nýverið, voru ekki alvöru flugskeyti held- ur eftirlíkingar. Og þær lélegar. Þetta fullyrða þýskir sérfræð- ingar, sem hafa skoðað grannt myndir af flugskeytunum. Þetta grefur verulega undan stórkarlalegum yfirlýsingum Norður-Kóreumanna um hern- aðarmátt ríkisins. Nú síðast á miðvikudaginn fullyrti Ri Yong Ho, aðstoðarmarskálkur í Norð- ur-Kóreu, að her landsins gæti sigrað Bandaríkin „í einu höggi“. - gb Blekkingar Norður-Kóreu: Flugskeyti sögð gerviflugskeyti SÝNDARVERULEIKI Sum flugskeytanna reyndust eftirlíkingar. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögregla stöðvaði háskaleik tveggja pilta, 17 og 16 ára, í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu á miðvikudagsnótt. „Sá eldri ók fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins meðan á því stóð,“ segir í tilkynningu. „Hafi þetta átt að vera einshvers konar leikur þá er sá leikur lífshættulegur.“ Fram kemur að piltunum hafi verið fylgt til síns heima og þar hafi enn fremur verið rætt við forráðamenn þeirra um alvar- leika málsins. - óká Forráðamenn voru upplýstir: Drengir gripnir við háskaakstur GENGIÐ 26.04.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,2402 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,70 126,30 203,42 204,40 165,95 166,87 22,303 22,433 21,946 22,076 18,696 18,806 1,5539 1,5629 194,46 195,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.