Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 6
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR6 Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands Aðalfundur Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 11. maí, kl. 16 í sal Tannlæknafélags Íslands, Síðumúla 35. Dagskrá fundarins eru almenn aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. Atkvæðaréttur sjóðfélaga telst eftir eign þeirra og réttindum við síðastliðin áramót. Rétthafar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og atkvæðarétt. Aðalfundargögn má nálgast á vefsíðu sjóðsins, www.li.is/ls/ltfi, og hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans, Austurstræti 11. Virðingarfyllst, Stjórn Lífeyrissjóðs Tannlæknafélags Íslands Viðræður um 15 af 33 köfl- um í samningum við Evr- ópusambandið eru hafnar. Þar af er 10 lokið. Samn- ingsafstaða hefur verið samþykkt í 5 köflum í við- bót við það. Stefnt er að því að samningsafstaða í sjávarútvegsmálum verði tilbúin fyrir sumarfrí. Utanríkisráðherra kynnti skýrslu sína í gær. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra kynnti skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál í gær. Eins og við var að búast var hún efnis- mikil og fjöldi þingmanna tjáði sig um efni hennar. Raunar varð nokk- ur bið á því að umræður gætu haf- ist, þar sem nokkrar umræður urðu um fundarstjórn forseta. Jón Bjarnason hóf þá umræðu og spurði hverju sætti að ekki hefði enn farið fram utandagskrárum- ræða um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) sem hann óskaði eftir 21. febrúar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði að því miður hefði ekki gefist rúm til umræðunnar. Nú gæfist hins vegar færi á að ræða þennan þátt. Þetta þótti Jóni og fleiri þing- mönnum óeðlilegt, nóg væri annað í skýrslunni að ræða og Evrópumál- in væru það víðfeðm að þau verð- skulduðu sérumræðu. Fór enda svo að nánast öll umræðan snerist um aðildarviðræðurnar. Markmið í 20 köflum Málefnum í viðræðunum er skipt upp í 33 kafla. Í skýrslu Össurar kemur fram að viðræður eru hafn- ar í 15 af þeim og þar af lokið í tíu. Þar að auki hafa samningsmarkmið Íslands verið samþykkt í 5 köflum og kynnt ESB, en þeir bíða umfjöll- unar ríkjaráðstefnu. Samnings- markmið Íslendinga eru því sam- þykkt í 20 af 33 köflum. Össur sagði þetta sýna að við- ræðuferlið gengi vel. Margir stjórnarþingmenn tóku undir það mat ráðherrans. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, gaf hins vegar ekki mikið fyrir það að tek- ist hefði að ljúka viðræðum í jafn mörgum köflum og raun ber vitni. Kjötmestu kaflarnir væru allir eftir. „Það hefur ekkert gerst annað í þrjú ár annað en að við höfum lokað köflum sem ekkert þurfti að semja um,“ sagði Bjarni. Sumir þeirra hefðu varla verið fundarins virði, þar sem samhljómur íslenskrar stjórnsýslu og þeirrar evrópsku væri þegar svo mikill. Sjávarútvegur í sumar Össur sagði frá því að ítrekað hefði verið lögð á það áhersla af Íslands hálfu að viðræður um sjávarútveg hæfust sem fyrst. ESB hefði hins vegar ekki lokið umfjöllun um rýn- iskýrslu um kaflann og upphaf við- ræðna væri því óljóst. Í ofanálag stæði yfir endurskoð- un ESB á hinni sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnu. „Það veldur töfum og gerir viðræðurnar flóknari, þar sem þær reglur sem semja þarf um liggja ekki fyrir að fullu leyti.“ Össur sagði frumdrög samn- ingsafstöðu Íslands liggja fyrir, en þar væri fjallað um ákveðnar staðreyndir í íslenskum sjávarút- vegi. Þar mætti nefna þjóðhags- legt mikilvægi, fiskveiðistjórnun- arkerfið og ástand nytjastofna. Þetta hefði verið rætt í samninga- hópnum og stefnt væri að því að ljúka gerð samningsafstöðunnar fyrir sumarfrí. Sérstaða í landbúnaði Í skýrslu ráðherra er ítrekað að álit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis liggi til grundvallar samn- ingsmarkmiðum á sviði Alþingis. „Í samningsafstöðunni verður sérstöðu Íslands og íslensks land- búnaðar haldið á lofti, en hún er umtalsverð og gefur tilefni til að skoða lausnir sem ekki eru til stað- ar í núverandi löggjöf Evrópusam- bandsins, eða að þróa nýjar aðferðir á grunni þess sem fyrir er.“ Stefna utanríkisráðuneytisins er að hægt sé að leggja fram samn- ingsafstöðu Íslands fyrir haust- ið. Til að það takist þarf að leggja fram tímasetta aðgerðaráætlun um það hvernig hrinda á í framkvæmd landbúnaðarstefnu ESB við aðild. Framkvæmdastjórn ESB birti 12. október tillögur um sameig- inlega landbúnaðarstefnu fyrir skipulagstímabilið 2014 til 2020. Taka þarf mið af þeim breytingum í samningaviðræðum, að mati Öss- urar. Hann telur þó að þær hafi ekki mikil áhrif á grundvallarhagsmuni Íslands í viðræðunum. Allt hitt Af umræðum á Alþingi mátti glöggt sjá að Evrópumálin eru fyrirferð- armestu utanríkismál Íslendinga. Raunar svo fyrirferðarmikil að fátt annað komst að. Guðmundur Steingrímsson, þing- maður utan flokka, vakti, ásamt öðrum athygli á þessu. Hann sagði skýrsluna fyrst og fremst sýna að mikið starf væri unnið í utan- ríkisráðuneytinu. „Það afsann- ar þá klisju að utanríkisþjón- ustan geri ekkert nema að sinna Evrópusambandinu.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Árni Þór Sigurðsson, þingmað- ur Vinstri grænna, tókust á um það hvort aðild Íslendinga að hernað- arátökum í Líbíu hefði verið kynnt í ríkisstjórn fyrirfram og þá hve ítarlega. Þór Saari, þingmaður Hreyfing- arinnar, kallaði eftir umræðum um aðild Íslendinga að Atlantshafs- bandalaginu, sem hann sagði úrelta stofnun. Þá kallaði Bjarni Benediktsson eftir því að umræður færu fram um fleiri þætti skýrslunnar: þró- unarsamvinnu, samstarf við önnur lönd um jarðhita, norðurslóðamál og fleira. Samningaviðræður eru nær hálfnaðar Fimmtán kaflar ræddir – tíu lokið Samningskaflar Viðræður hafnar Viðræðum lokið 1. Frjálsir vöruflutningar* 2. Frjáls för vinnuafls okt. 2011 okt. 2011 3. Staðfesturéttur og þjónustufrelsi 4. Frjálsir fjármagnsflutningar 5. Opinber innkaup júní 2011 6. Félagaréttur des. 2011 des. 2011 7. Hugverkaréttur okt. 2011 okt. 2011 8. Samkeppnismál mar. 2012 9. Fjármálaþjónusta 10. Upplýsingasamf. og fjölmiðlar júní 2011 11. Landbúnaður og dreifbýlisþróun 12. Matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbr. 13. Sjávarútvegur 14. Flutningastarfsemi* 15. Orkumál mars 2012 16. Skattamál 17. Efnahags- og peningamál 18. Hagtölur * 19. Félags- og vinnumál* 20. Fyrirtækja- og iðnstefna des. 2011 des. 2011 21. Samevrópskt net des. 2011 des. 2011 22. Byggðastefna og samræming uppbyggingarsjóða 23. Réttarvarsla og grundvallarréttindi des. 2011 des. 2011 24. Dóms- og innanríkismál 25. Vísindi og rannsóknir júní 2011 júní 2011 26. Menntun og menning júní 2011 júní 2011 27. Umhverfismál 28. Neytenda- og heilsuvernd mars 2012 mars 2012 29. Tollabandalag 30. Utanríkistengsl 31. Utanríkis-, öryggis- og varnarmál mars 2012 mars 2012 32. Fjárhagslegt eftirlit* 33. Framlagsmál des. 2011 Samtals opið: 15 Þar af lokið: 10 *Samningsafstaða samþykkt og kynnt ESB. Umfjöllun bíður ríkjaráðstefnu ÞUNGT MÁL Utanríkismál Íslendinga hverfast um Evrópusambandsumsókn, ef marka má umræður á þingi í gær. Miklar deilur voru um skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og kröfðust margir þingmenn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga ætti umsóknina til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTASKÝRING: Skýrsla utanríkisráðherra um alþjóða- og utanríkismál Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Samningaviðræður um 31. kaflann, utanríkis-, öryggis- og varnarmál, tóku aðeins einn dag. Þær fóru fram á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB 30. mars, sem er nokkuð táknræn dagsetning í þessum málaflokki, þar sem Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið á þeim degi árið 1949. Skammur samnings- tími er, í skýrslunni, sagður til marks um hve mikla samleið Ísland eigi nú með aðildarríkjum ESB í þessum efnum, ekki síst í gegnum aðildina að Atlantshafsbandalaginu. Í skýrslunni kemur einnig fram að áhrif aðgangs að fríverslunarneti ESB við aðild, í stað núverandi fríverslunarsamninga, hafi verið greind. Almennt verði ekki mikil breyting á markaðsaðgangi til þriðju ríkja, komi til aðildar. Í kaflanum kemur einnig fram að framlag Íslendinga til þróunarsamvinnu mundi hækka við aðild og þá hafi verið rætt um skuldbindingar Íslands hvað varðar aðild að Evrópska þróunarsjóðnum ef til aðildar kemur. Herleysi Íslands áréttað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.