Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 8
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR8
Inntökupróf í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun
verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. júní 2012.
Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið.
Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið og er skráning opin til
og með 20. maí 2012. Skráning fer fram á netinu, www.laeknadeild.hi.is. Próftökugjald
er 15.000 kr.
Skráning í inntökuprófið getur farið fram þótt nemandi hafi ekki lokið stúdentsprófi en
þá skal skila staðfestingu til skrifstofu Læknadeildar um að stúdentsprófi verði lokið áður
en inntökupróf hefst. Staðfesting þarf að berast eigi síðar en 20. maí 2012.
Þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sam-
bærilegu prófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. Umsóknin telst því ekki gild
fyrr en staðfest afrit af stúdentsprófskírteini eða rafrænt stúdentsprófskírteini úr Innu
hefur borist skrifstofu Læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um prófið og dæmi
um prófspurningar má finna á heimasíðu
Læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is
Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo
daga, með þremur tveggja tíma próflotum
hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða
prófsins birtist í einni einkunn sem verður
reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað
er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar
en um miðjan júlí.
Árið 2012 fá 48 nemendur í læknisfræði
og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í Lækna-
deild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa
skráð sig hjá Nemendaskrá fyrir 1. ágúst.
Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í Lækna-
deild, eiga þess kost að skrá sig, innan
sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn
greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum
Háskóla Íslands.
Inntökupróf í Læknadeild HÍ
Læknisfræði og sjúkraþjálfun
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ
MANNRÉTTINDI Breyta þarf lögum
til að auðveldara sé að saksækja
fyrir hatursáróður á samfélags-
miðlum og öðrum vefsíðum sem
ekki teljast til hefðbundinna fjöl-
miðla, að mati Margrétar Steinars-
dóttur, framkvæmdastjóra Mann-
réttindaskrifstofu Íslands.
„Fæstir gera sér kannski grein
fyrir því en fáein orð á Facebook
eða Twitter geta kveikt hugmyndir
og sáð fræjum í huga þeirra sem
eru veikir fyrir,“ sagði Margrét
í erindi sem hún hélt á opnum
fundi innanríkisráðuneytisins um
hatursáróður.
Hún nefndi dæmi um ungan
sænskan mann sem hafði látið
hatursfull ummæli falla á Twitter-
samfélagsmiðlinum um afrísk-
ættaðan knattspyrnumann. Tíu
dögum eftir að ummælin féllu
hafði hann verið dæmdur í 56 daga
fangelsi.
Margrét sagði nauðsynlegt að
breyta ákvæði hegningarlaga um
hatursáróður þannig að hægt sé að
saksækja þá sem láti frá sér slík-
an áróður á grundvelli almanna-
hagsmuna án þess að kæra þurfi
að koma til. Hún benti á að í Sví-
þjóð sé sérstakur saksóknari sem
hafi meðal annars slíka glæpi á
sínu forræði.
„Ég þekki dæmi um að fólk hafi
leitað til lögreglunnar og ætlað
að kæra það sem það taldi vera
hatursáróður, en verið sagt að það
hefði ekki lögvarða hagsmuni og
gæti því ekki kært,“ sagði Margrét.
Logi Kjartansson, lögfræðingur
hjá stjórnsýslusviði Ríkislögreglu-
stjóra, sagði ekki þurfa lagabreyt-
ingu til. Hver sem er geti komið
ábendingum um meint lögbrot til
lögreglu án þess að vera tengdur
málinu. Lögreglan hafi hins vegar
takmarkaða möguleika til að fylgj-
ast með og treysti því á ábending-
ar frá borgurunum um meintan
hatursáróður á netinu.
Logi sagði þó rétt að rannsókn
vissra brota færi aðeins af stað
að kröfu einhvers sem teldi brot-
ið á sér. Það eigi til dæmis við um
nafnlaus skrif á netinu sem geti
talist ærumeiðandi.
Margrét sagði einnig mikilvægt
að breyta fjölmiðlalögum, sem sett
voru í fyrra, til að hægt sé að sak-
sækja fjölmiðla og fjölmiðlafólk
fyrir að breiða út hatursáróður.
Í dag er aðeins hægt að saksækja
fjölmiðla og fjölmiðlafólk fyrir að
hvetja til refsiverðrar háttsemi
með útbreiðslu slíks áróðurs.
brjann@frettabladid.is
Of erfitt er að
saksækja fyrir
hatur á netinu
Auðvelda á saksókn fyrir hatursáróður á samfélags-
miðlum segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrif-
stofu. Dæmi um að lögreglan neiti að taka við kæru.
Lagasetning er ekki alltaf lausnin segir ráðherra.
FORDÓMAR Íslenskir lögreglumenn ættu að bregðast við og stöðva brot á lögum
sjái þeir skilti með hatursáróðri í mótmælum hér á landi segir Logi Kjartansson, lög-
fræðingur hjá Ríkislögreglustjóra. NORDICPHOTOS/AFP
„Siðferðisbrestur verður ekki lagaður með lagasetningu,“
sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á málþingi
innanríkisráðuneytisins um hatursáróður.
„Ef til vill trúum við of mikið á lög og reglur. Allar heil-
brigðar manneskjur hafa meðfæddan siðferðisáttavita
innra með sér sem vísar í rétta átt, burt séð frá
lögum, og stundum á móti lögum,“ sagði hann í
setningarávarpi.
Siðferðisbrestur ekki lagaður með lögum
NOREGUR, AP Meðan fólk, sem lifði
af árásir Anders Behrings Brei-
vik í sumar, skýrði frá skelfilegri
reynslu sinni við réttarhöldin í
Ósló, komu tugir þúsunda saman í
miðborginni og sungu lítið barna-
lag, sem hryðjuverkamaðurinn
hafði reynt að koma óorði á.
„Við erum ekki hérna hans
vegna, heldur vegna okkar sjálfra,“
sagði Eskil Pedersen, leiðtogi ung-
liðahreyfingar Verkamannaflokks-
ins, í ávarpi sínu til mannfjöldans.
Norðmenn hafa upp til hópa
hneykslast mjög á kaldlyndi fjölda-
morðingjans. Þeir hafa brugðist
við með því sýna afdráttarlausan
stuðning við allt það sem hann er
á móti. Í staðinn fyrir að tjá reiði
sína gagnvart Breivik þá kepp-
ast þeir um að lýsa stuðningi við
umburðarlyndi og lýðræði.
Breivik sagði við réttarhöldin
í síðustu viku að lagið, sem heitir
Regnbogabörn, sé dæmigert fyrir
tilraunir fjölmenningarsinna til að
innræta börnum skoðanir sínar.
Breivik hefur viðurkennt að hafa
drepið 77 manns í sprengjuárás í
Ósló og skotárás á Úteyju, þar sem
ungliðahreyfing Verkamanna-
flokksins var með tjaldbúðir. - gb
Fjörutíu þúsund manns komu saman í Ósló til að mótmæla hryðjuverkum:
Sungu barnalag gegn Breivik
FJÖLMENNUR ÚTIFUNDUR Eskil
Peder sen, leiðtogi ungliðahreyfingar
Verkamannaflokksins, ávarpar mann-
fjöldann. NORDICPHOTOS/AFP
ATVINNA Atvinnulausum hefur
fækkað um 1.000 frá fyrsta árs-
fjórðungi 2011. Að meðaltali voru,
á fyrsta ársfjórðungi 2012, 12.700
manns án vinnu og í atvinnu-
leit. Það jafngildir 7,2 prósentum
vinnuaflsins. Þetta kemur fram í
tölum frá Hagstofu Íslands.
Konum án atvinnu hefur hins
vegar fjölgað um 800 á þessu
tímabili, en 1.800 færri karlar eru
atvinnulausir nú. Fjöldi fólks utan
vinnumarkaðar var 47.300, sem er
aukning um 2,4 prósent frá fyrra
ári eða um 1.100 manns. - kóp
7,2 prósent eru án vinnu:
Atvinnulausum
konum fjölgar
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í
gær dóm Héraðsdóms Reykjavík-
ur yfir 26 ára gamalli konu sem
var dæmd fyrir að stinga fyrr-
verandi kærasta sinn í öxlina.
Áverkana hlaut maðurinn eftir
að hann hafði dregið konuna á
hárinu og kýlt hana.
Konan var dæmd í 12 mánaða
fangelsi en 9 eru skilorðsbundnir.
Kona fékk 12 mánaða dóm:
Stakk mann
Telur þú að niðurstaða Lands-
dóms sé lituð af pólitík?
JÁ 53,2%
NEI 46,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Myndir þú vilja kafa í gjánni
Silfru?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
KJÖRKASSINN
Fæstir gera sér
kannski grein fyrir því
en fáein orð á Facebook eða
Twitter geta kveikt hugmyndir
og sáð fræjum í huga þeirra
sem eru veikir fyrir.
MARGRÉT STEINARSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI MANNRÉTTINDA-
SKRIFSTOFU ÍSLANDS