Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 10
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR10
SÍERRA LEÓNE, AP Mikill fögnuður
braust út meðal íbúa í Freetown
í Síerra Leóne þegar Charles
Taylor, fyrrverandi forseti lands-
ins, var sakfelldur fyrir stríðs-
glæpi í gær.
Þúsundir manna, sem lifðu af
blóðuga borgarastyrjöld í landinu,
fylgdust með beinni útsendingu
þegar Richard Lussick, aðaldóm-
ari alþjóðlega stríðsglæpadóm-
stólsins fyrir Síerra Leóne, las upp
dómsúrskurðinn.
Taylor var sakfelldur fyrir að
hafa veitt uppreisnarsveitum í
borgarastríðinu í Síerra Leóne
stuðning og aðstoð við stríðsglæpi
sína og í sumum tilvikum beinlínis
tekið þátt í að skipuleggja glæpa-
verkin.
Uppreisnarmennirnir sýndu
mikla grimmd, stunduðu morð,
l imlestingar og nauðganir,
þvinguðu börn til að taka þátt í
grimmdarverkunum og hnepptu
fólk í þrældóm. Mikið af þessum
glæpum fellur undir glæpi gegn
mannkyni.
Fyrir stuðning sinn fékk Taylor
ógrynnin öll af demöntum frá upp-
reisnarmönnunum í Síerra Leóne:
Blóðdemanta, sem svo hafa verið
nefndir vegna þess að langvar-
andi átök í Líberíu, Síerra Leóne
og víðar í nágrannaríkjunum hafa
ekki síst snúist um aðgang að þeim.
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni
sem þjóðhöfðingi er sakfelldur
fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum
dómstól.
„Sakfelling Taylors sendir kraft-
mikil skilaboð um að jafnvel fólk í
æðstu embættum getur verið dreg-
ið til ábyrgðar vegna alvarlegra
glæpa,“ segir Elise Koppler hjá
mannréttindasamtökunum Human
Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir
fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla
þá sem leita réttlætis þegar verstu
misþyrmingar eru framdar.“
„Ég er feginn því að sannleik-
urinn sé kominn í ljós,“ segir Jusu
Jarka, sem missti báða handleggi í
átökunum í Síerra Leóne árið 1999
og var einn þeirra sem fylgdist
með útsendingunni í gær.
Áður en Taylor varð forseti Líb-
eríu var hann alræmdur fyrir
grimmdarverk sem uppreisnar-
sveitir hans frömdu í borgarastyrj-
öldinni þar í landi.
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóll-
inn fyrir Síerra Leóne var stofn-
aður í Síerra Leóne árið 2000. Að
honum standa bæði Sameinuðu
þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra
Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin
yfir Taylor færu fram í Hollandi af
ótta við að óeirðir brytust út ef þau
yrðu haldin annaðhvort í Síerra
Leóne eða í Líberíu.
gudsteinn@frettabladid.is
Taylor sak-
felldur fyrir
stríðsglæpi
Fyrrverandi forseti Líberíu hefur verið sakfelldur
fyrir stríðsglæpi. Hann studdi uppreisnarmenn í
Síerra Leóne. Þjóðhöfðingi hefur aldrei verið sak-
felldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól.
SAKFELLDUR Í HAAG Íbúar í Síerra Leóne fylgdust með beinni útsendingu frá
réttarhöldunum. NORDICPHOTOS/AFP
1989 Charles Taylor og liðsmenn hans gera uppreisn gegn
Líberíustjórn. Í kjölfarið hófst sjö ára borgarastyrjöld
sem kostaði meira en 200 þúsund manns lífið.
1997 Taylor kosinn forseti í Líberíu, að því er virðist af ótta
almennings við að borgarastríðið myndi hefjast að
nýju ef hann ynni ekki sigur.
1999 Uppreisn gegn Taylor hefst í Líberíu. Borgarastyrjöld
hefst að nýju og stendur til 2003 með friðarsamn-
ingum. Átökin kosta um 150 þúsund manns lífið.
2003 Alþjóðlegur dómstóll um stríðsglæpi í Síerra Leóne
gefur út ákærur á hendur Taylor þar sem hann er sakaður um stríðs-
glæpi í tengslum við borgarstyrjöldina, sem stóð í rúman áratug,
1991-2002, og kostaði meira en 50 þúsund manns lífið. Taylor flýr í
útlegð til Nígeríu.
2006 Taylor handtekinn í Líberíu og fluttur til Haag, þar sem réttarhöld yfir
honum hefjast árið eftir.
Valdatími Charles Taylor – atburðarásin
CHARLES
TAYLOR
★★★★
„Djúpur sársauki ... sjaldséð einlægni.“
ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
FRÉTTABLAÐINU
„Mögnuð lesning.“
FREYR EYJÓLFSSON, RÁS 2
„Stórmerkileg ... tvímælalaust
einhver mikilvægasta bók ársins.“
HRAFN JÖKULSSON, VIÐSKIPTABLAÐINU
KO
M
IN
Í K
ILJ
U!
EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífs-
ins (SA) hafa kynnt áætlun um
afnám gjaldeyrishafta sem er
að mörgu leyti frábrugðin þeirri
áætlun sem stjórnvöld og Seðla-
bankinn vinna eftir.
„Áætlunin snýst um að afnema
gjaldeyrishöftin á tímanum fram
til áramóta. Í henni felast aðgerð-
ir sem eiga að leysa vandamálið
sem til staðar er áður en höftin
yrðu formlega afnumin um ára-
mótin og gjaldeyrisviðskipti gefin
frjáls,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur segir áætlun stjórn-
valda ekki vera að ganga
upp og bætir við að áætl-
un SA sé ekki bara val-
kostur við hana heldur
mun betri áætlun. „Sem
stendur er alltof lítið að
gerast annað en að frum-
vörp séu lögð fram um að
herða höftin og refsing-
ar við brotum við þeim.
Það skortir ákveðni og
trúverðugleika í þá áætl-
un sem unnið er eftir,“ segir
Vilhjálmur.
Í áætlun sinni leggur SA til að
Alþingi samþykki lög um afnám
haftanna sem taki gildi
um næstu áramót. Lögin
myndu fela í sér heim-
ildir til kaupa innlendra
aðila á aflandskrónum,
útgáfu ríkisins á evr-
uskuldabréfum í skiptum
fyrir ríkistryggð skulda-
bréf í eigu erlendra aðila,
heimildir banka til útgáfu
evruskuldabréfa í skiptum
fyrir innistæður í bönk-
um, útgönguskatt og mótvægisað-
gerðir fyrir þá hópa sem kynnu að
lenda í vanda vegna mögulegs falls
krónunnar. - mþl
Framkvæmdastjóri SA segir áætlun stjórnvalda ekki ganga upp:
SA kynnir áætlun um afnám hafta
VILHJÁLMUR
EGILSSON
Strandveiðar að hefjast
Um 250 höfðu sótt um strandveiði-
leyfi til Fiskistofu um miðjan
dag í gær. Strandveiðar hefjast
miðvikudaginn 2. maí.
SJÁVARÚTVEGUR
Fleiri vegabréf gefin út
Í mars síðastliðnum voru gefin út
4.024 íslensk vegabréf. Þetta kemur
fram á vef Þjóðskrár Íslands. Til
samanburðar voru gefin út 3.133
vegabréf í mars í fyrra. Fjölgar því
útgefnum vegabréfum um rúm 28
prósent milli ára.
VEGABRÉFAÚTGÁFA
KJARAMÁL Miðstjórn ASÍ mót-
mælir þeirri ákvörðun ársfundar
Framtakssjóðs Íslands að hækka
laun stjórnarmanna sjóðsins um
80 prósent, úr 100 þúsund krón-
um á mánuði í 180 þúsund krónur
á mánuði.
Hækkunin er úr takt við þann
veruleika sem almennt launafólk
býr við, segir í ályktun miðstjórn-
arinnar. Þá fer hækkunin alger-
lega gegn markmiðum ASÍ um
siðferði og samfélagslega ábyrgð
í ákvörðunum um lífeyrissjóðina,
að mati miðstjórnarinnar. - bj
Laun stjórnarmanna hækka:
ASÍ mótmælir
launahækkun
ÞYRSTUR API Hann Tong, sjö ára simp-
ansi í Taílandi, fékk sér góðan slurk úr
vatnsbunu sem starfsmaður dýragarðs
sprautaði til hans. NORDICPHOTOS/AFP