Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 10
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR10 SÍERRA LEÓNE, AP Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti lands- ins, var sakfelldur fyrir stríðs- glæpi í gær. Þúsundir manna, sem lifðu af blóðuga borgarastyrjöld í landinu, fylgdust með beinni útsendingu þegar Richard Lussick, aðaldóm- ari alþjóðlega stríðsglæpadóm- stólsins fyrir Síerra Leóne, las upp dómsúrskurðinn. Taylor var sakfelldur fyrir að hafa veitt uppreisnarsveitum í borgarastríðinu í Síerra Leóne stuðning og aðstoð við stríðsglæpi sína og í sumum tilvikum beinlínis tekið þátt í að skipuleggja glæpa- verkin. Uppreisnarmennirnir sýndu mikla grimmd, stunduðu morð, l imlestingar og nauðganir, þvinguðu börn til að taka þátt í grimmdarverkunum og hnepptu fólk í þrældóm. Mikið af þessum glæpum fellur undir glæpi gegn mannkyni. Fyrir stuðning sinn fékk Taylor ógrynnin öll af demöntum frá upp- reisnarmönnunum í Síerra Leóne: Blóðdemanta, sem svo hafa verið nefndir vegna þess að langvar- andi átök í Líberíu, Síerra Leóne og víðar í nágrannaríkjunum hafa ekki síst snúist um aðgang að þeim. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þjóðhöfðingi er sakfelldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. „Sakfelling Taylors sendir kraft- mikil skilaboð um að jafnvel fólk í æðstu embættum getur verið dreg- ið til ábyrgðar vegna alvarlegra glæpa,“ segir Elise Koppler hjá mannréttindasamtökunum Human Rights Watch. „Þetta er sigur fyrir fórnarlömbin í Síerra Leóne og alla þá sem leita réttlætis þegar verstu misþyrmingar eru framdar.“ „Ég er feginn því að sannleik- urinn sé kominn í ljós,“ segir Jusu Jarka, sem missti báða handleggi í átökunum í Síerra Leóne árið 1999 og var einn þeirra sem fylgdist með útsendingunni í gær. Áður en Taylor varð forseti Líb- eríu var hann alræmdur fyrir grimmdarverk sem uppreisnar- sveitir hans frömdu í borgarastyrj- öldinni þar í landi. Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóll- inn fyrir Síerra Leóne var stofn- aður í Síerra Leóne árið 2000. Að honum standa bæði Sameinuðu þjóðirnar og stjórnvöld í Síerra Leóne. Ákveðið var að réttarhöldin yfir Taylor færu fram í Hollandi af ótta við að óeirðir brytust út ef þau yrðu haldin annaðhvort í Síerra Leóne eða í Líberíu. gudsteinn@frettabladid.is Taylor sak- felldur fyrir stríðsglæpi Fyrrverandi forseti Líberíu hefur verið sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Hann studdi uppreisnarmenn í Síerra Leóne. Þjóðhöfðingi hefur aldrei verið sak- felldur fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum dómstól. SAKFELLDUR Í HAAG Íbúar í Síerra Leóne fylgdust með beinni útsendingu frá réttarhöldunum. NORDICPHOTOS/AFP 1989 Charles Taylor og liðsmenn hans gera uppreisn gegn Líberíustjórn. Í kjölfarið hófst sjö ára borgarastyrjöld sem kostaði meira en 200 þúsund manns lífið. 1997 Taylor kosinn forseti í Líberíu, að því er virðist af ótta almennings við að borgarastríðið myndi hefjast að nýju ef hann ynni ekki sigur. 1999 Uppreisn gegn Taylor hefst í Líberíu. Borgarastyrjöld hefst að nýju og stendur til 2003 með friðarsamn- ingum. Átökin kosta um 150 þúsund manns lífið. 2003 Alþjóðlegur dómstóll um stríðsglæpi í Síerra Leóne gefur út ákærur á hendur Taylor þar sem hann er sakaður um stríðs- glæpi í tengslum við borgarstyrjöldina, sem stóð í rúman áratug, 1991-2002, og kostaði meira en 50 þúsund manns lífið. Taylor flýr í útlegð til Nígeríu. 2006 Taylor handtekinn í Líberíu og fluttur til Haag, þar sem réttarhöld yfir honum hefjast árið eftir. Valdatími Charles Taylor – atburðarásin CHARLES TAYLOR ★★★★ „Djúpur sársauki ... sjaldséð einlægni.“ ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR, FRÉTTABLAÐINU „Mögnuð lesning.“ FREYR EYJÓLFSSON, RÁS 2 „Stórmerkileg ... tvímælalaust einhver mikilvægasta bók ársins.“ HRAFN JÖKULSSON, VIÐSKIPTABLAÐINU KO M IN Í K ILJ U! EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífs- ins (SA) hafa kynnt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem er að mörgu leyti frábrugðin þeirri áætlun sem stjórnvöld og Seðla- bankinn vinna eftir. „Áætlunin snýst um að afnema gjaldeyrishöftin á tímanum fram til áramóta. Í henni felast aðgerð- ir sem eiga að leysa vandamálið sem til staðar er áður en höftin yrðu formlega afnumin um ára- mótin og gjaldeyrisviðskipti gefin frjáls,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Vilhjálmur segir áætlun stjórn- valda ekki vera að ganga upp og bætir við að áætl- un SA sé ekki bara val- kostur við hana heldur mun betri áætlun. „Sem stendur er alltof lítið að gerast annað en að frum- vörp séu lögð fram um að herða höftin og refsing- ar við brotum við þeim. Það skortir ákveðni og trúverðugleika í þá áætl- un sem unnið er eftir,“ segir Vilhjálmur. Í áætlun sinni leggur SA til að Alþingi samþykki lög um afnám haftanna sem taki gildi um næstu áramót. Lögin myndu fela í sér heim- ildir til kaupa innlendra aðila á aflandskrónum, útgáfu ríkisins á evr- uskuldabréfum í skiptum fyrir ríkistryggð skulda- bréf í eigu erlendra aðila, heimildir banka til útgáfu evruskuldabréfa í skiptum fyrir innistæður í bönk- um, útgönguskatt og mótvægisað- gerðir fyrir þá hópa sem kynnu að lenda í vanda vegna mögulegs falls krónunnar. - mþl Framkvæmdastjóri SA segir áætlun stjórnvalda ekki ganga upp: SA kynnir áætlun um afnám hafta VILHJÁLMUR EGILSSON Strandveiðar að hefjast Um 250 höfðu sótt um strandveiði- leyfi til Fiskistofu um miðjan dag í gær. Strandveiðar hefjast miðvikudaginn 2. maí. SJÁVARÚTVEGUR Fleiri vegabréf gefin út Í mars síðastliðnum voru gefin út 4.024 íslensk vegabréf. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Til samanburðar voru gefin út 3.133 vegabréf í mars í fyrra. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um rúm 28 prósent milli ára. VEGABRÉFAÚTGÁFA KJARAMÁL Miðstjórn ASÍ mót- mælir þeirri ákvörðun ársfundar Framtakssjóðs Íslands að hækka laun stjórnarmanna sjóðsins um 80 prósent, úr 100 þúsund krón- um á mánuði í 180 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin er úr takt við þann veruleika sem almennt launafólk býr við, segir í ályktun miðstjórn- arinnar. Þá fer hækkunin alger- lega gegn markmiðum ASÍ um siðferði og samfélagslega ábyrgð í ákvörðunum um lífeyrissjóðina, að mati miðstjórnarinnar. - bj Laun stjórnarmanna hækka: ASÍ mótmælir launahækkun ÞYRSTUR API Hann Tong, sjö ára simp- ansi í Taílandi, fékk sér góðan slurk úr vatnsbunu sem starfsmaður dýragarðs sprautaði til hans. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.