Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 12
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR12
Þ
jóðkirkjan fær nýjan
biskup í sumar. Sú sem
tekur við embættinu
eftir þrettán ára setu
Karls Sigurbjörns-
sonar, er prófasturinn Agnes M.
Sigurðardóttir. Netheimar loguðu
eftir að niðurstöður kosningarinn-
ar voru ljósar á miðvikudag og voru
ófáir sem töldu upp þær mikilvægu
stjórnunarstöður landsins sem
væru smátt og smátt að fyllast af
konum. Agnes er fyrsta konan sem
verður biskup hér á landi.
Hún segist því finna til sér-
stakrar ábyrgðar að takast á við
jafnréttismál innan kirkjunnar.
„Innan kirkjunnar er gild jafn-
réttisstefna, við þurfum bara að
fara eftir henni. Ég mun beita
mér fyrir því. Þegar við ætlum að
breyta einhverju má ekki gleyma
því sem kirkjan er búin að sam-
þykkja sjálf. Kirkjuþing er búið
að samþykkja stefnu í hinum og
þessum málum og henni verður að
fylgja fast eftir,“ segir hún.
Allt spennandi sem pabbi gerði
Agnes er alin upp innan kirkjunn-
ar. Móðir hennar var ljósmóðir og
faðir hennar prestur á Ísafirði.
Hún vissi snemma að hún ætlaði
að verða prestur eins og hann.
„Mér fannst allt sem hann var að
gera svo ofboðslega spennandi,“
segir hún. „En svo hef ég líka allt-
af haft gríðarlega mikinn áhuga á
fólki og lífi fólks. Mér finnst svo
gaman að vita hvernig það tekst
á við líf sitt, hvernig lífi það lifir
og hvernig það tengist öðru fólki.“
Agnes hefur mikla og ólíka
reynslu af störfum innan kirkj-
unnar. Hún hefur unnið sem sér-
þjónustuprestur, sóknarprestur,
sveitaprestur, prestur í sjávar-
plássi, sem og í Reykjavík á árum
áður. „Svo fékk ég auðvitað mikla
reynslu sem barn. Ég er alin upp
í kirkjunni og hef lifað og hrærst
í henni síðan ég man eftir mér,“
segir hún.
Agnes hefur búið á Bolungarvík
síðustu 18 ár og í 40 ár á Vestfjörð-
um. Hún segir því fylgja blendnar
tilfinningar að flytja í burtu.
„Þetta hefur verið mjög góður
tími,“ segir hún. „Fólkið fyrir
vestan er auðvitað gull af manni
og það verður mikill söknuður
að vera ekki í jafn miklu sam-
bandi við það fólk. En ég vonast
auðvitað til að ég haldi nú sam-
bandi samt sem áður, og ég verð
auðvitað biskupinn þeirra eins
og allra annarra. Svo ég á erindi
áfram vestur.“
Agnes á þrjú uppkomin börn.
Tvö búa í Reykjavík, þar sem
einnig búa móðir hennar og syst-
ir, sem og margir af hennar gömlu
vinum og kunningjum. Hún segir
tilfinninguna að búa ein í bisk-
upsbústaðnum á Bergstaðastræti
góða. „Ég hef búið ein í Bolungar-
vík síðan 2004, svo það verður
ekkert nýtt. En hér á ég á marga
góða að.“
Róleg yfir prestabanni
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa
tekið fyrir samskipti leik- og grunn-
skóla við trúarsöfnuði á öðrum for-
sendum en vegna fræðslu sem teng-
ist námskrá. Hvað finnst Agnesi um
að flytjast til borgarinnar og vera
æðsti embættismaður stofnunar
sem má ekki koma þar inn á öðrum
forsendum en fræðilegum?
„Mér líður bara ágætlega með
það. Ég held að þetta sé allt vel
meint og ég þarf bara að fá að heyra
í fólki til að sjá þessi sjónarmið. Ég
hef persónulega ekki orðið vör við
þessi vandamál, maður gengur bara
inn og út úr skóla í Bolungarvík
eins og maður vill,“ segir hún. „Mér
finnst þetta mál hafa verið rætt
eins og einhverjir séu óttaslegnir.
Og ég hef kosið að lifa ekki í ótta
og láta ekki stjórnast af honum. Ég
get orðið hrædd og óttaslegin, en ég
læt það ekki stjórna lífi mínu. Þess
vegna vil ég ekki að ótti stjórni,
hvorki kirkjunni né öðrum stofn-
unum þjóðfélagsins. Og alls ekki
að kirkjan noti ótta til að stjórna,
heldur þvert á móti.“
Verður að vera traustsins verð
Úrsögnum úr þjóðkirkjunni hefur
fjölgað gríðarlega á undanförnum
árum. Þá koma sér í lagi holskeflur
úrsagna þegar biskupsmálið svo-
kallaða kemst í hámæli í fjölmiðl-
um. Traust almennings gagnvart
kirkjunni hefur samhliða minnkað
jafnt og þétt samkvæmt skoðana-
könnunum og segir Agnes nauð-
synlegt að endurvekja það traust.
„Við þurfum að leggja meiri
áherslu á að koma því á framfæri
að kristniboð er ekki bara tal og
predikanir, eða boð um það hvern-
ig þú átt að lifa lífi þínu nákvæm-
lega, heldur þarf að sýna það í
verki. Og þegar fólk sér að verk-
in eru ekki í samræmi við orðin,
þá minnkar traustið. Kannski var
það einmitt það sem gerðist,“ segir
Agnes. „Þetta er eins og þegar
maður verður fyrir áfalli í lífinu
eða missir traust á eitthvað eða
einhvern, þá tekur tíma að vinna
sig upp aftur. En þá verður maður
líka að taka sjálfan sig í gegn til að
leyfa sér að treysta upp á nýtt. Og
það tekur tíma.“
Agnes segir hlutverk kirkjunnar
nú að sýna að hún sé traustsins
verð og því sé mikilvægt að koma
á framfæri því starfi sem sinnt er
innan vébanda hennar. „Það eru
svo margir að leggja sig fram við
að gera líf okkar betra og eru til-
búnir til þjónustu ef eitthvað ber
út af,“ segir hún. „Svo þurfum við
að vanda okkur betur í því sem
við gerum, segjum og hvernig
við komum fram. Við viljum ekki
vera með yfirgang, boð og bönn,
heldur samtal. Ég held að það sé
mjög mikilvægt að við hlustum.
Af hverju var þetta fólk að segja
sig úr kirkjunni? Með hvað var það
óánægt?“
Agnes vill leggja áherslu á að
málum sem samþykkt eru á kirkju-
þingi og á öðrum vettvangi kirkj-
unnar verði framfylgt. Það sé einn
þáttur í því að auka trúverðugleika
kirkjunnar sem stofnunar.
Einhverjum kirkjum lokað
„Auðvitað vitum við að sumt kost-
ar peninga. En annað kostar fyrst
og fremst það að maður verður að
hafa einhverja hugsun ofarlega í
huga. Kirkjan á til dæmis í gríðar-
legum fjárhagslegum vanda, eins
og aðrar stofnanir og einstaklingar
í þjóðfélaginu, en það þýðir ekki að
stinga hausnum í sandinn yfir því.
Það verður að takast á við þau mál
eins og önnur.“
Agnes segir nær óhjákvæmi-
legt að starfsemi einhverra kirkna
leggist af, sökum peningaskorts.
„En það er merkilegt það sem við
erum að sjá með sumar af þessum
gömlu kirkjum í eyðibyggðum. Þær
eru í mjög góðu standi því að þang-
að koma afkomendur þeirra sem
þar áttu áður heima, til að gera
upp þessi hús og eiga samfélag um
kirkjuna sína,“ segir Agnes. „Þann-
ig að kirkjan sameinar fólk og
kannski mun það líka verða þann-
ig ef kirkjur í byggð eiga í vanda;
að fólk, sem þykir vænt um kirkj-
una sína, komi og vilji leggja henni
lið. Á það þarf bara að láta reyna.“
Agnes segir fjárhagsvanda
kirkjunnar orðinn slíkan að erfitt
sé að halda kirkjunum gangandi og
starfseminni þar innandyra. „Það
þarf að segja upp fólki og það er
stórmál sem er byrjað að takast
á við,“ segir hún. „Þar kemur til
dæmis inn lækkun sóknargjald-
anna, sem er mun meiri en það
sem var lagt upp með. Því bæði
hafa þau verið skert, það er ríkið
innheimtir fyrir kirkjuna, og síðan
er ekki öllu skilað til baka. Það er
verið að vinna í þeim málum og það
hafa aðeins náðst samningar upp á
við. En það má ekki hætta þar, það
verður að nást sátt í þessu máli,
því það er auðvitað ekki gott ef
mörgum kirkjum verður lokað. En
vandamálin eru bara til að takast
á við þau.“
Agnes telur kirkjuna hafa þróað
verkferla til að taka á kynferðis-
brotamálum í rétta átt síðan bisk-
upsmálið kom fyrst upp árið 1996.
Hún vonast til þess að fólk hafi
lært af mistökunum sem voru gerð
í því máli og geti nú horft fram á
veginn.
Allt getur gerst
„Kirkjan er búin að reyna að
læra af mistökunum og hvernig
á að takast á við erfið mál. Hluti
af vandamálinu ´96 var að það
voru ekki til neinir svona ferlar
og menn kunnu ekki að takast á
við svona erfitt mál. Sérstaklega
þegar um æðsta yfirmann kirkj-
unnar var að ræða. Hvað gerir
maður þegar maður veit ekki
hvernig á að takast á við málin
í lífinu? Maður reynir að hugsa
sjálfur, en maður reynir líka að
leita sér hjálpar og ráðgjafar. Og
það hefur kirkjan reynt að gera, þó
það hafi tekið öll þessi ár,“ segir
hún.
Agnes er sammála því að bisk-
upsmálið sé vissulega svartur
blettur á sögu kirkjunnar. „En lífið
er svo flókið og það er svo margt
sem getur komið upp á. Maður á
ekki alltaf að gapa af undrun yfir
því sem gerist. Maður á að gera
ráð fyrir því að allt geti gerst í
lífinu, eitthvað sem manni dettur
ekki í hug að geti gerst.“
Aðspurð segir hún að um síð-
ustu áramót hafi það verið eins
fjarri henni og mögulegt er að hún
tæki við embætti biskups Íslands.
Margt hafi á daga hennar drifið
í gegn um tíðina og hún sé löngu
hætt að láta sér bregða. „En það
er svo margt sem er svona í lífinu.
Og nú er bara að takast á við það.“
12 sporin í allar kirkjur
Agnes segist ekki hafa miklar
áhyggjur af vaxandi trúleysi Íslend-
inga. Margar leiðir séu til að finna
Guð vilji fólk það, en grunnforsend-
an sé að fólk sé tilbúið að leita.
„Fyrir vestan hef ég mikið notað
12 spora kerfið sem andlegt ferða-
lag fyrir alla. Þar hefur maður séð
tugi manna finna Guð. Svo er önnur
leið að fara í guðsþjónustu og svo
framvegis. Það verður hver og einn
að finna það út sjálfur,“ segir hún.
Agnes vill innleiða 12 spora kerf-
ið í allar kirkjur og söfnuði. „Lífið
er ekki bara vandamál eða tóm
gleði. Það er ekki þannig að maður
fari í 12 sporin bara vegna þess að
maður hafi lent í einhverjum áföll-
um eða eigi við mikil vandamál að
stríða. Þetta er fyrir alla.“
Þá vill hún auka samstarf kirkj-
unnar við aðrar stofnanir sem eru
að vinna með fólki. „Maður sér
þetta í minni söfnuðum, þar sem
samvinna er svo mikilvæg, vegna
þess að það eru allir að vinna að
því sama; að reyna að bæta lífið
og hafa það skemmtilegt. Og kirkj-
an er nú sannast sagna bara mjög
skemmtileg og það er gaman að
vera kirkjunnar þjónn.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Agnes M. Sigurðardóttir er nýkjörin biskup Íslands
Maður á að gera ráð fyrir því að
allt geti gerst í lífinu, eitthvað
sem manni dettur ekki í hug að
geti gerst.
Gaman að vera kirkjunnar þjónn
Kona hefur verið kjörin leiðtogi þjóðkirkjunnar í fyrsta sinn. Prófasturinn og verðandi biskupinn frá Vestfjörðum, Agnes M. Sigurðar-
dóttir, sagði Sunnu Valgerðardóttur frá flutningum úr bæ í borg, fjárhag kirkjunnar og vandamálunum sem eru til að takast á við þau.
NÝR BISKUP Agnes M. Sigurðardóttir segist vilja innleiða 12 spora kerfið í allar kirkjur og söfnuði. Hún segir kerfið vera fyrir alla,
ekki bara þá sem hafa lent í einhverjum áföllum í lífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN