Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 14
14 27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Fyrir síðustu alþingiskosningar höfðu Vinstri grænir svör á reiðum höndum við því hvernig ætti að nýta fiskimiðin við landið svo réttlátt væri. Núna þrem- ur árum seinna hefur svörunum verið snúið á hvolf og látið eins og kosninga- stefnan hafi aldrei verið til. Flokkurinn taldi vorið 2009 nauðsynlegt að breyta úthlutun kvótans í framhaldi af áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna. Það yrði að innkalla kvótann og endurúthluta honum eftir nýju kerfi þar sem „jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sam- eiginlegu auðlind“ eins og segir í tillögu flokksins að nýju ákvæði í 1. grein laga um stjórn fiskveiða. Þetta er rakið í ítar- legri stefnu flokksins Hafið bláa hafið. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fer þar með sjávarútvegsráðuneytið. For- maður flokksins Steingrímur J. Sigfús- son, er ráðherra málaflokksins. Hann hefur allt í hendi sér til að framfylgja stefnunni, enda hefur samstarfsflokk- urinn lýst sig sammála henni. Liðlega 70% kjósenda eru sammála áformum um innköllun veiðiheimilda og endurút- hlutun þeirra á jafnræðisgrundvelli og gegn markaðsverði. Það hefur enginn flokkur um áratugaskeið haft eins óum- deilt umboð þjóðarinnar til þess að framfylgja stefnu sinni í jafnveigamiklu máli. Það hefur enginn flokksformað- ur haft annað eins tækifæri til þess að vinna verkið sem hann bað um að fá að vinna. Það hefur aldrei verið eins skýrt hvernig kjósendur vildu að leyst yrði úr langvarandi deilumáli. Þá bregður svo við að Steingrímur snýr við blaðinu. Nú skulu 95% af kvót- anum verða áfram til a.m.k. næstu 20 ára hjá þeim sem hafa haft hann hingað til. Jafnræðið er gleymt, en einokun- in og misréttið eiga að vera áfram. Það sorglega er að enginn stöðvaði Stein- grím nema hann sjálfur. Flokkurinn hefur verið talinn standa fyrir hugsjón- ir umfram hagsmunagæslu. Annað er komið á daginn. Hagsmunir útgerðar- valdsins sem beitir saklaust fólk refsi- aðgerðum í skjóli einokunar sinna á veiðiheimildum eru teknir fram fyrir hag almennings. Þessi blekkingarleikur í sjávarútvegsmálum á eftir að draga dilk á eftir sér. Traust á forystu ríkisstjórn- arinnar og flokka þeirra mun fylgja þverrandi virðingu þeirra fyrir eigin fyrirheitum. Blekkingarleikur Steingríms Sjávarút- vegsmál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Aðalfundur ÍFR 2012 Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. maí 2012 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin B rottfall nemenda úr framhaldsskólum er meira hér á landi en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Einhver teikn munu vissulega vera um að þróunin sé heldur í rétta átt en hitt en engu að síður er staðan ekki viðunandi. Þegar leitað er skýringa á því hvers vegna þessu sé svona farið er ýmist bent á skóla eða heimili. Því hefur verið haldið fram að skólarnir mæti ekki þörfum nemenda og/eða þörfum atvinnulífsins sem skyldi, að námsframboð framhaldsskóla sé of einhæft og að til dæmis starfsnám skorti. Allt eru þetta áreiðanlega þættir sem gera að einhverju leyti að verkum að hluti nemenda telur sig ekki eiga nægilega mikið erindi í fram- haldsskóla. Þessar skýringar duga þó ekki einar og sér. Ummæli Sigríðar Huldar Jónsdóttur, skólameistara Verk- menntaskólans á Akureyri, í við- tali við Akureyri vikublað hafa vakið athygli en hún sagði þar að dæmi væru um að foreldrar eða forráðamenn þvinguðu börn til að hætta námi í framhaldsskólum til að vinna fyrir heimilinu eða þiggja atvinnuleysisbætur og leggja þær til heimilisins. Ástæðu- laust er að rengja orð skólameistarans en þau lýsa menningu þar sem ekki er borin virðing fyrir námi, nám sem á að vera unglingi ávísun á meiri lífsgæði er látið víkja fyrir skammtímasjónarmiðum. Spekin um að bókvitið verði ekki í askana látið og að skóli lífs- ins sé hinn eini sanni skóli er hér lífseig, svo ekki sé meira sagt. Fyrir fáeinum áratugum var nám eftir skólaskyldu fyrst og fremst á færi hinna efnameiri og jafnvel eftir að kjör almennings voru orðin þannig að það væri í raun á færi flestra að hafa börn sín í fæði og húsnæði gegnum framhaldsskólanám þá þótti ekki manndóms- bragur yfir öðru en að unglingar stæðu sjálfir, að minnsta kosti að einhverju leyti, undir kostnaði við að ganga í framhaldsskóla. Tilboð um vel launaða vinnu varð þannig til þess að margir lögðu áform um framhaldsskólanám á hilluna. Enn er það svo að nám víkur of oft fyrir möguleikum á tekjum. Meðan framboð á atvinnu var hér mikið og þeir sem réðu sig til starfa höfðu góða möguleika á að pressa upp laun voru þeir þannig margir sem sneru baki við námi sem í fljótu bragði virtist ekki auka möguleika á atvinnu og tekjum. Þessi staða er ekki lengur uppi en menningin sem setur námið í annað sæti er enn fyrir hendi. Menningarvandinn er meiri en þessi. Það er gömul saga (og gömul tugga kannski líka) að hér skorti fjölbreytileika í framhalds- skólana. Það er mikil einföldun að kenna skólunum einum um það. Hér ríkir einfaldlega ekki sú menning fagvitundar sem þekkist í rótgrónum borgar- og iðnaðarsamfélögum. Þannig gera fjölda- margar starfsgreinar enga kröfu um menntun þeirra sem við fagið vinna og því fátt sem kallar á að efnt sé til kostnaðar við að stofna til og halda úti námi í slíkum greinum. Til lengri tíma litið er fjárfesting í námi góð fjárfesting, bæði fyrir samfélagið og fyrir einstaklingana. Ekki verður dregið úr brottfalli úr framhaldsskólum öðruvísi en með viðhorfsbreytingu í átt til aukinnar virðingar fyrir menntun. Of lítil virðing fyrir menntun leiðir til þess að ungmenni hætta námi til að afla tekna: Nám er nauðsyn SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Ekki sú vitlausasta Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf lítið fyrir þá skoðun Þórs Saari að það væri vitlaus hugmynd að draga umsókn- ina að ESB til baka, en Unnur hefur lagt fram tillögu þess efnis. „Ég er algjörlega ósammála háttvirtum þingmanni um þetta og tel að það væri hægt að finna margt heimskulegra,“ sagði Unnur. Hún bætti því við að það að sækja um aðild að ESB með Vinstri græn búin að lýsa því yfir að þau vilji bara kíkja í pakkann væri „að mínu mati ennþá vitlausara en sú tillaga sem ég haf lagt fram hér á þinginu …“ Þetta heitir að hafa mikla trú á eigin tillögu. Hættir kvenna Margir lýstu ánægju á þingi í gær með að kona væri orðin biskup. Ein þeirra var Jónína Rós Guðmunds- dóttir, þingmaður Samfylkingar, sem hvatti karla til dáða. „Þjóðin er orðin leið á stórkarlalegu karpi og vill alvöru rökræður, sam- vinnu og aðrar leiðir sem eru að hætti kvenna.“ Alvöru rökræður Um tuttugu mínútum eftir að hún sleppti orðinu fór Ólína Þorvarðar- dóttir í pontu. Eftir hamingjuóskir til biskups ræddi hún dóm Landsdóms. Undir þeirri ræðu varð Ragnheiði Ríkharðsdóttur svo heitt í hamsi að hún kallaði nokkrum sinnum fram í sem varð til þess að Ólína hækkaði róm sinn, undir klingjandi hljómi forsetabjöllunnar. Þegar Ólína gekk úr pontu sagði hún stundarhátt að Ragnheiður væri „eins og götustelpa í þingsal“ en Ragnheiður svaraði á móti: „Margur heldur mig sig“. Ætli þetta séu þeir hættir kvenna sem Jónína kallaði eftir? kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.