Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 16
16 27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR
Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá
línuhröðlum verið sú tækni sem
mest hefur verið notuð fyrir
geislameðferð krabbameinssjúk-
linga.
Geislameðferð hefur skilað
umtalsverðum árangri. Vaxandi
fjárfestingar nágrannaþjóða
okkar í tækjabúnaði fyrir geisla-
meðferð vitna um að litið sé á
geislameðferð sem öflugan og
hagkvæman kost fyrir krabba-
meinssjúka.
Tveir línuhraðlar
eru á Landspítala
Fyrsti línuhraðall okkar Íslend-
inga var settur upp í K-byggingu
Landspítala árið 1989, en fyrir
honum var safnað með sölu Lions-
manna á rauðri fjöður árið 1985.
Áður hafði geislameðferð á Land-
spítala verið framkvæmd með
kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði
hlutverki sínu fram til ársins 1995
en þá var keyptur nýr línuhrað-
all. Árið 2004 var enn keyptur
nýr línuhraðall til að taka við af
tækinu sem hafði þjónað lands-
mönnum í 15 ár, sem er mjög góð
ending á þess konar tækjabúnaði.
Árið 2012 eru því í notkun á Land-
spítala tveir línuhraðlar, annar
frá árinu 1995 (17 ára tæki) og
hinn frá árinu 2004 (8 ára).
Í áætlunum Landspítala var
gert ráð fyrir endurnýjun á línu-
hraðli árið 2010. Ástand ríkisfjár-
mála í kjölfar efnahagshrunsins
2008 og niðurskurður á fjár-
veitingum Landspítalans komu í
veg fyrir að við þetta væri stað-
ið. Það ber tæknimönnum spítal-
ans og starfsfólki við meðferðina
gott vitni að tekist hefur að halda
áfram meðferð með þetta gömlu
tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit
línuhraðlanna sýnir að þeir upp-
fylla enn þær kröfur sem gerðar
voru til þeirra þegar þeir voru
keyptir. Nú þegar er viðhalds-
kostnaður mikill og kaup á vara-
hlutum í gömul tæki orðin fjárhag
spítalans erfið.
Gert er ráð fyrir að um helm-
ingur þeirra sem greinist með
krabbamein þurfi að fá geislameð-
ferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar
geislameðferðir á Landspítala
á árinu 2011 voru 600 og komu
sjúklingar í 10.754 heimsóknir á
geisladeildina til að fá meðferð
gefna.
Breytingar sem vænta má
með nýju tæki
Mikil þróun hefur verið á liðn-
um árum í tækni línuhraðlanna
og notkun þeirra við meðferð. Á
Norðurlöndum hafa stjórnvöld
fjárfest í búnaði til að nýta þessa
hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir
krabbameinssjúklinga. Starf-
ræktir eru 56 línuhraðlar í Dan-
mörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir
hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Nor-
egi (einn línuhraðall fyrir hverja
109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru
starfræktir 67 línuhraðlar (einn
línuhraðall fyrir hverja 137 þús.
íbúa). Meðferðardeildir erlendis
sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri
fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri
tækni á eins til tveggja ára fresti
og fylgja þróun.
Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást
með nýjum ljóseindalínuhraðli?
Bætt tækni línuhraðla gefur kost
á auknum möguleikum í meðferð
og sérhæfingu fyrir ákveðnar
tegundir krabbameina. Síðustu
ár hafa komið fram í nýjum línu-
hröðlum tæknilegir möguleikar
eins og styrkmótuð snúnings-
meðferð, sem gefur kost á aukinni
nákvæmni við þrívíða geisladreif-
ingu í líkama sjúklings og gefur
mikilvæga möguleika við geislun
í kviðarholi og víðar um líkam-
ann. Öndunarstýrð geislameð-
ferð gefur kost á að stöðva geislun
þau sekúndubrot sem hreyfing líf-
færa eða krabbameinsæxla veld-
ur óhagstæðri legu. Þannig gefst
kostur á að minnka geislaálag á
heilbrigðan vef. Betri tækni er
við myndstýrða geislameðferð
(IGRT) sem eykur nákvæmni
innstillinga geislareita. Vélrænn
stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur
kost á stereotaktískri geislameð-
ferð þar sem unnt er að geisla
mjög smá rúmmál með háum
geislaskömmtum.
Framsýnir menn safna nú
fjármagni til kaupa á línuhraðli
Eins og kunnugt er þá er hafin af
miklum krafti söfnun til að fjár-
magna kaup á nýjum línuhraðli
fyrir geislameðferð krabba-
meinssjúklinga. Þannig er komin
af stað fjáröflun undir merkjum
„Bláa naglans“ og félag manna
sem fengið hafa krabbamein
í blöðruhálskirtil, „Framför“,
safnar fjármagni til kaup á línu-
hraðli. Þessir aðilar eiga þakkir
skildar fyrir að leggja í þá miklu
vinnu sem hér er hafin. Um er að
ræða háa upphæð. Samtakamátt-
ur Íslendinga hefur áður skilað
ótrúlegum árangri og í þessari
söfnun mun vissulega reyna á.
Það er mikilvægt að vel sé tekið
á móti sölufólki „Bláa naglans“
sem nú er komið af stað og að
samtakamáttur þjóðfélagsins
komi þessu máli í höfn.
Heilbrigðismál
Garðar
Mýrdal
forstöðumaður
geislaeðlisfræðideildar
LSH
Jakob Jóhannsson
yfirlæknir
geislameðferðar
krabbameina LSH
Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal
fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala
‘F
an
ta
’,
th
e
‘F
an
ta
’ b
ot
tle
a
nd
‘
Pl
ay
o
n’
a
re
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
o
f T
he
C
oc
a-
C
ol
a
C
om
pa
ny
. ©
2
0
12
T
he
C
oc
a-
C
ol
a
C
om
pa
ny