Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 16
16 27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúk- linga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geisla- meðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabba- meinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á Landspítala Fyrsti línuhraðall okkar Íslend- inga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions- manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Land- spítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhrað- all. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað lands- mönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Land- spítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línu- hraðli árið 2010. Ástand ríkisfjár- mála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjár- veitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri stað- ið. Það ber tæknimönnum spítal- ans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir upp- fylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhalds- kostnaður mikill og kaup á vara- hlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helm- ingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameð- ferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tæki Mikil þróun hefur verið á liðn- um árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starf- ræktir eru 56 línuhraðlar í Dan- mörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Nor- egi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli? Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línu- hröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúnings- meðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreif- ingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkam- ann. Öndunarstýrð geislameð- ferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líf- færa eða krabbameinsæxla veld- ur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameð- ferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðli Eins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjár- magna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabba- meinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans“ og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför“, safnar fjármagni til kaup á línu- hraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamátt- ur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans“ sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn. Heilbrigðismál Garðar Mýrdal forstöðumaður geislaeðlisfræðideildar LSH Jakob Jóhannsson yfirlæknir geislameðferðar krabbameina LSH Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala ‘F an ta ’, th e ‘F an ta ’ b ot tle a nd ‘ Pl ay o n’ a re re gi st er ed tr ad em ar ks o f T he C oc a- C ol a C om pa ny . © 2 0 12 T he C oc a- C ol a C om pa ny
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.