Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 18
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is ACE FREHLEY, fyrrum gítarleikari rokksveitarinnar Kiss, á afmæli í dag. „Ameríka er risastór.“61 Richard Nixon fæddist árið 1913 og var 37. forseti Bandaríkjanna. Hann sat á forsetastóli frá árinu 1969 til 1974, en sagði af sér emb- ætti eftir Watergate-hneykslið svokallaða. Nixon hlaut strangt uppeldi þar sem foreldrarnir voru kvekarar. Fjölskyldan var ekki efnuð og gekk Nixon í kvekaraskóla í heimabyggð sinni. Hann var duglegur í félagslífi skólans auk þess sem hann kenndi í sunnudagaskóla. Nixon kynntist konu sinni, Thelmu Pat Ryan, árið 1940 og bað hennar strax á fyrsta stefnumóti. Þau eignuðust tvær dætur. Ferill Nixons í forsetaembætti var umdeildur, en hann er eini forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem hefur sagt af sér emb- ætti.Hann lést 22. apríl 1994 og var lagður til hinstu hvílu fimm dögum síðar, við hlið konu sinnar, við bókasafn Richards Nixon í borginni Yorba Linda í Kaliforníu. ÞETTA GERÐIST: 27. APRÍL 1994 Richard Nixon jarðsettur Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN GUÐJÓNSSON Haukanesi 5, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðju- daginn 24. apríl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. maí kl 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bergþóra Guðbjörnsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, ÞÓRUNN NANNA RAGNARSDÓTTIR frá Vogi við Raufarhöfn, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 20. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 30. apríl kl. 13.00. Jóhann Hólmgrímsson Sigríður Jóhannsdóttir Jón Skúli Indriðason Hólmgrímur Jóhannsson Ingibjörg María Gylfadóttir Svanhvít Jóhannsdóttir Djamel Seba Ragnar Axel Jóhannsson Olga Friðriksdóttir Ingvaldur Jóhannsson Ásdís Hallgrímsdóttir Ingunn Ragnarsdóttir Már Óskarsson Gunnar Ragnarsson Ásthildur Ágústsdóttir Heiðar Ragnarsson Sigrún Guðjónsdóttir og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÓSKARSSON Hlévangi, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. apríl. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Stefán Atli Þorsteinsson Kristín Ása Davíðsdóttir Ingibjörg Jóna Þorsteinsdóttir Haukur Örn Jóhannesson Vilfríður Þorsteinsdóttir Halldór Rósmundur Guðjónsson Ósk Þorsteinsdóttir Baldur Ingi Ísberg barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KOLBRÚN SIGURÐARDÓTTIR Hvannarima 16, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, Hringbraut, 20. apríl sl. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. maí kl. 13.00. Kristján H. B. Ólafsson Bryndís Björk Kristjánsdóttir Jóhann Örn Arnarson Einar Sigurður Kristjánsson Soffía Eðvarðsdóttir Guðni Magni Kristjánsson Margrét Einarsdóttir og barnabörn. Merkisatburðir 1682 Pétur mikli var krýndur Rússakeisari tíu ára gamall, ásamt hálfbróður sínum Ívan. 1915 Gullfoss sigldi frá Reykjavík til New York og kom til baka mánuði síðar. Þetta var fyrsta ferð skips með íslenskri áhöfn á milli Íslands og Ameríku frá því á dögum Leifs heppna. 1944 Bestu hátíðarljóð fyrir lýðveldishátíðina þann 17. júní voru valin „Land míns föður“ eftir Jóhannes úr Kötlum og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Unni Benediktsdóttur Bjarklind sem kallaði sig Huldu. 1961 - Síerra Leóne fékk sjálfstæði frá Bretum. 1970 - Tógó fékk sjálfstæði frá Frökkum. 1977 - Önnur goshrina Kröfluelda hófst og stóð í þrjá daga. „Óður til Bellini er yfir- skrift nýrrar óperusýningar sem Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir í Tjarnarbíói í kvöld og annað kvöld klukkan 20. Hún er samsteypa úr tveimur Bell- ini-óperum, La Sonnambula og I Puritani. „Við völdum þessar óperur því Bellini er talinn meistari bel canto-tímabils- ins sem einkennist af ljóð- rænum óperusöng og hent- ar vel fyrir ungar raddir,“ segir Sigurjóna Sverris- dóttir, verkefnisstjóri og heldur áfram. „Við erum með sautján ástríðufulla söngvara á sviðinu og Krist- ján (stórsöngvari og eigin- maður hennar) gat platað vini okkar frá Ítalíu til að vinna með okkur. Þeir eru Maria Francesca Siciliani og Roberto Manfredini sem unnu sem listrænir stjórn- endur í Teatro Massimo Bellini í Catania um ára- raðir. Við vorum svo hepp- in að fá Randver Þorláksson sem leikstjóra með Sicili- ani og Hlín Gunnarsdóttur sem ráðgjafa um leikmynd og búninga. Jóhann Bjarni Pálmarsson lýsir sýningarn- ar og Íslenska óperan styður við framtíðarsöngvarana og lánar okkur búninga og leik- muni.“ - gun Ungar raddir í óperu Á SVIÐINU Nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz flytja Óð til Bellini. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvaða áhrif hefur sífellt meiri notkun upplýsingatækni í daglegu lífi lands- manna á íslenska tungu? Þessi spurn- ing verður til umræðu á ráðstefnunni Máltækni fyrir alla sem fer fram í dag í stofu 101 í Odda, byggingu Háskóla Íslands, milli kl. 13 og 17. „Þessi þróun er að eiga sér stað sífellt hraðar og það nýjasta er að menn eru byrjaðir að stjórna tölv- um og tækjum með tungumálinu. Það verður gert með ensku nema eitthvað verði að gert,“ segir Eirík- ur Rögnvalds- son, prófessor í íslensku og stjórnarfor- maður Mál- tækniseturs, og heldur áfram: „Það þýðir að það verður til ákveðið svið í daglegu lífi okkar þar sem við getum ekki notað móður- málið. Og það er yfirleitt talin forsenda fyrir lífs- möguleikum tungumála að þau séu nothæf á öllum sviðum.“ Eiríkur segir að íslenskunni standi kannski ekki bráð hætta af þessari þróun en þó heilmikil óbein hætta. Spurður hvernig bregðast eigi við svarar Eiríkur: „Fyrsta skrefið er einfaldlega að menn átti sig á málinu. Ég held að almenn vitund um þetta sé alls ekki nógu mikill. Við munum hins vegar auðvitað aldrei geta þýtt öll tæki og tól yfir á íslensku. Við þurf- um því að skilgreina hvað er algjör- lega nauðsynlegt fyrir okkur að geta gert á íslensku og reyna að tryggja að tæknin vinni með tungumálinu en ekki á móti því. Á þessum vanda eru þó engar einfaldar lausnir.“ Ráðstefnan í dag er á vegum Íslenskrar málnefndar, Máltækni- seturs og META-NORD verkefnisins, sem er samstarfsverkefni Norður- landa og Eystrasaltslanda um eflingu og kynningu á máltækni. Ráðstefnan er öllum opin en meðal ræðumanna á henni verða Harald- ur Bernharðsson, varaformaður Íslenskrar málnefndar, Sabine Kirch- meier-Andersen, framkvæmdastjóri dönsku málnefndarinnar, Jón Guðna- son, lektor við Háskólann í Reykjavík, og Jón Eðvald Vignisson, tæknistjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Clara. Þá mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flytja ávarp. Þá verður á ráðstefnunni kynnt ný skýrsla um stöðu íslenskrar máltækni sem nefnist Íslensk tunga á stafrænni öld. Í skýrslunni er meðal annars að finna samanburð á tæknilegum stuðn- ingi við 30 tungumál sem hliðstæðar skýrslur hafa verið gerðar um. Leið- ir sá samanburður í ljós að íslenska stendur næstverst þessara tungumál hvað varðar málföng, svo sem hug- búnað og gagnasöfn. magnusl@frettabladid.is ÍSLENSK MÁLNEFND OG MÁLTÆKNISETUR: RÁÐSTEFNA UM ÍSLENSKA TUNGU Framfarir í upplýsingatækni skapa áskorun fyrir íslenskuna SNJALLSÍMI OG SPJALDTÖLVA Í skýrslu sem kynnt verður á málþinginu í dag um áhrif sífellt meiri notkunar á upplýsingatækni í daglegu lífi landsmanna kemur fram að hætta geti steðjað að íslenskri tungu sé ekki gripið til aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EIRÍKUR RÖGNVALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.