Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 19
Margrét V. Helgadóttir, verk-efnastjóri í tölvudeild Marels, var nýlega kjörin formaður
stjórnar SAMFOK (Samtök foreldra
grunnskólabarna í Reykjavík). Hún
hefur í mörg ár eldað kjúklingarétt
sem er afar vinsæll á heimili hennar.
Uppskriftina má rekja til matreiðslu-
klúbbsins Nýir eftirlætisréttir, sem var
vinsæll klúbbur þegar Margrét flutti að
heiman og fór að búa. Hún segir réttinn
hafa verið einn af spariréttum fjölskyld-
unnar í mörg ár. „Við bjuggum lengi í
Danmörku og vorum gjarnan með kjúk-
ling í matinn sem sparimat. Þar varð
þessi réttur oft fyrir valinu um helgar
og þegar góða gesti bar að garði.“ Elsta
dóttir Margrétar dvaldi sem skiptinemi
á Kosta Ríka fyrir tveimur árum. Þar
lifði hún á hrísgrjónum og banönum í
heilt ár að sögn Margrétar. Þegar fór
að styttast í heimkomu hennar var hún
spurð hvaða mat hana langaði mest
að borða fyrsta kvöldið sitt á Íslandi.
„Ég bjóst að sjálfsögðu við ósk um ís-
lenskan fisk eða lambakjöt og kartöflur.
En í staðinn sagðist hún að sjálfsögðu
vilja fá kjúklingaréttinn góða. Hungraða
skiptinemann var víst farið að dreyma
hann úti undir lokin. Og að sjálfsögðu
var kjúklingarétturinn á borðum fyrir
ungfrúna fyrsta kvöldið á Íslandi.“
Formaður stjórnar SAMFOK er
kosinn til tveggja ára í senn en Mar-
grét sat áður í stjórn samtakanna.
Hún segir markmið sitt vera fyrst og
fremst að halda áfram því góða starfi
sem sinnt hefur verið undanfarin ár
hjá samtökunum. „Af stærri málum
má hins vegar nefna sameiningar
hjá grunnskólum borgarinnar. Það
fer mikil vinna í að fylgjast með þeim
málum enda afar mikilvægt málefni.
Þar skiptir miklu máli standa vörð um
hagsmuni barnanna.“ Annað mál sem
er Margréti afar hugleikið er gera ís-
lenska skólaforeldra meðvitaðri um
hlutverk sitt. Þar horfir hún fyrst og
fremst til Danmerkur en danskir skóla-
foreldrar eru að hennar mati frábærir.
„Eftir sex ára dvöl í Danmörku lærir
maður að vera meðvitaðri um hlutverk
sitt og skyldur sem foreldri í samstarfi
á milli heimilis og skóla. Mér fannst
aðdáunarvert að upplifa hvernig for-
eldrar litu á það að taka þátt í skóla-
samstarfinu sem sjálfsagðan hluta af
foreldrahlutverkinu. Við erum að tala
um 100% mætingu á alla fundi og við-
burði á vegum skólans.“ Hún segir
þó heilmikið hafa áunnist í þessum
málum hérlendis undanfarin ár þótt
Íslendingar geti lært mikið af öðrum
nágrannaþjóðum.
GAMALDAGS MATUR
Í NÝJUM BÚNINGI
SPARIMATUR Hefðbundið hráefni er uppistaðan í einföldum og ljúffengum
kjúklingarétti sem er uppáhald fjölskyldunnar.
VINSÆLL RÉTTUR
Margrét V. Helgadóttir
er nýkjörinn formaður
SAMFOK.
MYND/VILHELM GUNNARSSON
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
HOLLAR TREFJAR
Trefjar eru nauðsynlegar fyrir eðlilega líkamsstarfsemi.
Þær er hægt að fá úr fjölmörgum fæðutegundum. Trefjar
eru í grænmeti, rótarávöxtum og flestum aldinum, hnetum
og baunum. Ýmis fræ hafa í sér trefjar en svo er einnig um
hýðishrísgrjón og aðrar heilkornsmatvörur.
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
kr.
NÝ
TT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is