Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 20
Margherita pizza er nefnd eftir ítölsku drottningunni Margher-ita. Þegar henni var boðin pitsa
var hún borin fram með litum ítalska
fánans, rauðum tómötum,
hvítum mozzarella-osti og
grænu basil.
Pizza romana er hins
vegar borin fram með
tómötum, mozzarella-
osti, ansjósum, óreganó-
kryddi og ólífuolíu.
Pizza viennese er með
tómötum, mozzarella-
osti, pylsu, óreganói og
ólífuolíu.
Pizza capricciosa er
með mozzarella, tómöt-
um, sveppum, ætiþistlum,
skinku og ólífuolíu.
Pizza quattro formaggi er með fjórum
tegundum af ostum en þeirra á meðal
er mozzarella og gorgonzola en aðrir að
eigin vali.
Pizza bianca in Rome, er án tómata
en með olífuolíu, salti og fersku rósmar-
ín en þannig er hún borin fram í Róm.
Margir búa til pizza bianca og bæta við
mikilli hvítlauksolíu og mozzarella-osti.
Pizza alla casalinga – heitir í raun-
inni ömmupitsa eða pitsa húsfreyjunnar.
Botninn er mjög þunnur.
Ofan á hann eru settir
tómatar úr dós, press-
aður hvítlaukur, mozz-
arella-ostur og ólífuolía.
Botninn er bakaður þar til
osturinn fer að sjóða og
botninn verður stökkur.
Frutti di mare la pizza
er sjávarréttapitsa. Á
hana er sett tómat-pasta-
sósa, risarækjur, bláskel,
smokkfiskur, hvítlaukur,
ólífuolía, mozzarella-
ostur, steinselja, salt og
pipar.
Pizza Parma ber nafn frá hinni frægu
hráskinku frá Parma. Á pitsuna er sett
pitsusósa, mozzarella-ostur, klettasalat
(ruccolasalat), parmaskinka, parmes-
anostur, furuhnetur og góð ólífuolía.
Athugið að salatið og skinkan eru sett á
pitsuna eftir að hún kemur úr ofninum.
ÍTÖLSK PITSUHEITI
FRÆGAR PITSUR Margir þekkja ítölsk nöfn á pitsum á veitingahúsum, enda
eru þau notuð um allan heim. Ágætt er að leggja þessi heiti á minnið og finna
út hvaða uppáhaldspitsan heitir á heimstungumálinu.
PIZZA MARGHERITA
Ber nafn sitt af ítalskri
drottningu.
FÓLK|
4–5 kjúklingabringur, skorn-
ar í bita eða heill kjúklingur,
brytjaður smátt
2 dósir Cream of Chicken,
súpudósir frá t.d. Campell
Lítil dós af sýrðum rjóma eða
grískri jógúrt – bara hvað er
til í ísskápnum.
Spergilkál, spínat eða annað
grænmeti
Karrí
Sítrónusafi
Brauðrasp
Rifinn ostur
Örlítil smjörklípa
Steikið bringurnar á pönnu eða
grillið/sjóðið heilan kjúkling og
brytjið niður. Smyrjið eldfast
form og setjið kjúklingakjöt í
botninn á fatinu og grænmetið
þar ofan á. Ég nota yfirleitt
spergilkál en það er tilvalið að
bæta spínati saman við, svepp-
um eða öðru grænmeti. Hellið
Cream of Chicken súpunum í
skál og blandið saman við sýrða
rjómann eða grísku jógúrtina.
Það er smekksatriði hvað sósan
á að vera þykk. Ég nota yfirleitt
250–300 g af sýrðum rjóma
eða grískri jógúrt. Bætið við
þetta smá karríi og sítrónu-
safa ef hann er til. Sítrónan
gerir réttinn ferskari. Hellið
síðan sósunni yfir kjúklinginn
og grænmetið í eldfasta mótinu.
Stráið brauðraspi yfir sósuna
og rifnum osti þar yfir. Það er
gott að setja smá smjörklípur
hér og þar yfir ostinn. Hitið í
ofni við 175°C í 25–30 mín-
útur eða þangað til osturinn
er vel bráðnaður og rétturinn
er fallega gullinn. Rétturinn er
borinn fram með hrísgrjónum.
Það er mjög gott að hafa einnig
hvítlauksbrauð og hrásalat.
KJÚKLINGARÉTTUR
HUNGRAÐA
SKIPTINEMANS
AÐALRÉTTUR FYRIR 5 MANNS
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
Næstu föstudaga verða birtar hér uppskriftir af uppáhalds-pitsu hinna ýmsu matgæðinga. Pitsurnar eiga það sameigin-legt að vera gerðar úr Wewalka-pitsudeigi. Sverrir Víðir
Hauksson skoraði á Guðrúnu Högnadóttur hjá Opna háskólanum,
að gefa lesendum uppskrift að uppáhaldspitsunni sinni sem kemur
hér.
HOLL OG SPENNANDI
LÍFRÆN LAUGALÆKJAR KRYDDPYLSUSÆLA
SKORAR Á SIGURJÓN
GÓÐGÆTI KYNNIR Wewalka-pitsudeig er hægt
að útbúa á margvíslegan hátt.
PITSUÁSKORUN
1 pakki XXL Wewalka deig
2 kryddpylsur frá Pylsumeistar-
anum við Laugalæk, t.d. með sól-
þurrkuðum tómötum og sveppum
2 rauðlaukar
2 stórir portobello-sveppir (Frú
Lauga)
Ólífuolía
Ferskt rósmarín
Rauðar piparflögur
Hlynsíróp
Mozzarella-ostur
Sjávarsalt og pipar
Rúlla út pitsubotninum, bursta
létt með olíu og krydda botn-
inn með rósmaríni, rauðum
piparflögum og ögn af sjávarsalti.
Skerið kryddpylsurnar í þykka
báta (langsum tvisvar og síðan
í þykkar sneiðar) og léttsteikja
á pönnu í góðri ólífuolíu. Skerið
rauðlaukinn í þunnar sneiðar og
látið mýkjast í olíu á pönnu í um
það bil 2 mínútur. Skvetta ögn
af hlynsírópi yfir laukinn í lokin.
Skera sveppi þunnt og steikja í
olíu – sáldra yfir sjávarsalti, pipar
og rósmarín. Raða fyrst lauknum
á botninn, síðan kryddpylsunni,
sveppum og mozzarella-osti
að lokum. Baka í um það bil 20
mínútur – og njóta!
Ég ætla að skora á tvöfaldan
meistarann – Sigurjón Þórðarson,
ráðgjafa hjá Capacent.
FLOTT PITSA Guðrún Högna-
dóttir með uppáhaldspitsuna.
MYND/STEFAN
3 áleggstegundir
ostafylltar brauðstangir
eða hvítlauksbrauð
15” PIZZA
Við erum á
Þú hringir
við bökum
þú sækir
Sími
567 1770
Ögurhvarf 2
203 Kópavogi Opið alla daga kl. 10-23
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu
fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um
veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði.
Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur
upp á að bjóða.
MATUR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður
auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í
formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir