Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 21
| FÓLK| 3MATUR Það örvar matarlyst barna að gefa þeim tækifæri til að útbúa matinn sinn sjálf og eykur líkurnar á að þau smakki óð og uppvæg ný og framandi hráefni. Þannig er pitsugerð heima í eld- húsi spennandi upplifun fyrir bragðlauka allra í fjölskyldunni og kærkomið ævin- týri fyrir sköpunarkraft barna. Oftar en ekki koma börn hinum full- orðnu á óvart þegar þau galdra fram fagurskreyttar pitsur þar sem skinka, paprika, ananas, ólífur og fleira gómsætt verða sem litapensill í höndum þeirra. Á sama tíma verður forvitnilegt að smakka ansjósur, þistilhjörtu eða gráðaost og útkoman ein dásemdar minning um ókomna tíð. Gerum börnum okkar því glaðan dag í eldhúsinu heima og leyfum litlum höndum að sjá um pitsugerðina í kvöld. Það er öruggt mál að vandað verð- ur til verksins og að bitinn verður dísæt upplifun fyrir alla sem að borðinu koma. ■ þlg BARNSLEGA SÆT- IR PITSUGALDRAR SKAPANDI MATARGERÐ Það er hátíðarstund í eld- húsinu þegar börn fá frjálsar hendur við pitsugerð. Slíkur sælkeramatur gleður bæði sál og svanga maga. HAMINGJUSTUND Ósvikinn áhugi, gleði og nostursemi skín úr andlitum barna við pitsugerð, enda sjá þau hráefnið sem upplagt myndefni til að skapa úr. Ekki skemmir fyrir að borða má gómsætt listaverkið á eftir. NORDIC PHOTOS/GETTY FAGUR FISKUR ÚR OFNI Til- breyting frá hefðbundnu, hring- laga pitsuformi er skemmti- leg og hægt að skera út öll heimsins undur í pitsudeig, eins og þennan girnilega fisk. Þá er beinlínis aðkallandi fyrir káta krakka að gera fiskinn sem skrautlegastan og smakka á litríku góðgætinu. NORDIC PHOTOS/GETTY Íslendingum hefur lengi fundist gott að fá sér pitsu og mörgum finnst þægilegt að koma við á pitsustað og grípa með sér eina rjúkandi heita á leiðinni heim. Eins og flestir vita er pitsan sett í pitsukassa en þeir eru búnir til úr bylgjupappa sem er endurvinnanlegur. Honum má skila í bláa grenndargáma Sorpu sem eru staðsettir á um 80 grenndarstöðvum á höfuðborgar- svæðinu. „Við erum nýbúin að útvíkka bláa grenndargáminn okkar og nú má setja smáar bylgjupappaumbúðir eins og dagblöð, tímarit og pitsukassa í hann. Þannig að íbúum er velkomið að skila pitsukössunum sínum þangað,“ segir Ragna Halldórsdóttir, deildarstjóri markaðs- og fræðsludeildar hjá Sorpu. Ragna leggur áherslu á að matarleifar ættu ekki að vera í pitsukössunum. „Fitu- brákin af pitsunni er í lagi en sneiðar eða skorpuafganga verður að losa. Ef matarleifarnar fylgja með menga þær endurvinnslufar- veginn. Allir aðskotahlutir í endurvinnslufarvegi eru óæskilegir þannig að við ítrekum við íbúa að kassarnir séu tómir.“ Ragna gerði fyrir nokkrum árum óformlega könn- un á því hversu mikill fjöldi pitsukassa er í umferð á einu ári og fékk þær upplýsingar að þeir væru allt að fjórar milljónir. „Við áætluðum þennan fjölda út frá tölum sem við fengum frá pitsustöðum og Kassagerðinni. Þetta eru þó nokkurra ára gamlar tölur og ég get ekki sagt til um hvort þær hafa hækkað eða lækkað.“ Ragna segir að þau séu ekki með neinar tölur um það hversu mörgum af öllum þessum pitsukössum eða bylgjupappa almennt er skilað í endurvinnslu. Allar bylgjupappaumbúðir eru sterkar og góðar og trefjarnar í pappanum eru sérstaklega sterkar þannig að það má endurvinna hann allt að sjö sinnum. Allur bylgjupappi sem er sendur frá Sorpu fer til endur- vinnslufyrirtækis í Svíþjóð þar sem búnar eru til nýjar umbúðir úr honum. PITSUKASSAR VELKOMNIR Í GRENNDARGÁMA MIKIÐ BORÐAÐ Fjórar milljónir pitsukassa eru í umferð á hverju ári á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.