Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 28
6 • LÍFIÐ 27. APRÍL 2012
DAGUR Í LÍFI KRISTRÚNAR
09.00 Vöknum við Baltasar. Hann
fyrir daginn, hann fer svo í stólin
tek mig til fyrir daginn.
10.00 Ég fæ mér morgunmat og
agalega svangur þegar hann vak
saman um heimsmálin, þangað
12.00 Set Baltasar í útiföt eftir ve
vagninn sinn að sofa. Ég fer í gö
Annars er ég að læra að nota tím
14.00-14.30 Baltasar vaknar. Hann
hafa sofið úti í ferska loftinu. Þá
drekka.
15.00 Fáum heimsókn eða förum
að fara og fá okkur gott kaffi. Ba
sig og spjalla við vinkonur möm
17.00 Baltasar drekkur aftur og é
18.00 Kvöldmatur.
20.00 Við erum yfirleitt hjá ömmu
21.00 Baltasar fer í bað eða sturt
nudd sem hann elskar og síðan
22.00 Baltasar leikur sér í stólnum
fær svo að drekka aftur.
23.00 Baltasar sofnaður á slaginu
06.00 Næsta morgun. Baltasar vi
Hann heldur svo áfram að sofa t
ÞETTA VAR BESTA
STUND LÍFS MÍNS
Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem eignaðist frumburðinn
Baltasar Börk í byrjun mars vissi ekki hver faðir drengsins var fyrr
en í vikunni sem leið. Hún ræðir meðgönguna, samband sitt við
Svein Andra Sveinsson, föður drengsins, og bjarta framtíðina.
KRISTRÚN ÖSP BARKARDÓTTIR
ALDUR: 22 ára
HJÚSKAPARSTAÐA: Einhleyp
BÖRN: Baltasar Börkur Sveinsson
LÍKAMSRÆKTIN: Þessa dagana eru
það göngutúrar með soninn í vagn-
inum.
TÍMARITIÐ: Finnst skemmtilegt að
kíkja í hin ýmsu erlendu tískutímarit.
SJÓNVARPSÞÁTTURINN: Desperate
Housewives
Hvernig var meðgangan og hve-
nær kom prinsinn, Baltasar Börk-
ur, í heiminn? Meðgangan gekk
rosalega vel, ég upplifði þreytu og
skapsveiflur af og til, annars leið mér
mjög vel mest allan tímann. Sonur-
inn kom svo í heiminn þann 2. mars
eða viku fyrir tímann.
Hvernig upplifðir þú fæðinguna?
Fæðingin gekk eins og í sögu.
Ég var komin með góða verki um
klukkan fjögur um nóttina og fékk
prinsinn í fangið fjórum klukku-
stundum síðar.
Ég var ofboðslega spennt, var
ekkert kvíðin enda búin að undir-
búa mig vel og lesa mér mikið til um
fæðingar. Þetta var besta stund lífs
míns og mér fannst allt ferlið í kring-
um fæðinguna yndislegt og rosalega
spennandi. Ég fékk ofsalega góða
og persónulega þjónustu á sjúkra-
húsinu á Akureyri, það er sko ekki
hægt að kvarta yfir ljósmæðrunum
þar.
Hafði það áhrif á þig á meðgöng-
unni og í fæðingunni að þú viss-
ir ekki hver faðir drengsins var. Það
hlýtur að hafa tekið á? Nei, í raun-
inni ekki og þá kannski vegna þess
að þetta er mín fyrsta meðganga og
ég hef ekki upplifað það að ganga
í gegnum þetta með maka. Hins
vegar er enginn eins stoltur af börn-
unum sínum og sjálfir foreldrarnir og
það var mjög leiðinlegt að deila því
ekki með neinum á meðgöngunni
eða í fæðingunni.
Finnur þú miklar breytingar á
þér eftir að þú varðst móðir? Ég
finn engar breytingar líkamlega, ég
fór í sömu þyngd tveimur vikum eftir
fæðinguna og ég var fyrir meðgöngu
og slapp við allan bjúg. Ég var orðin
heldur þreytt í bakinu á meðgöng-
unni en það fór um leið og hef ég
ekki fundið fyrir því síðan ég átti.
Ég hef aðallega breyst andlega. Ég
hugsa allt öðruvísi núna, veit ekki
hvernig ég get lýst því en ég er til
dæmis orðin ofboðslega skipulögð.
Ég veit hreinlega ekki við hvað ég
var alltaf upptekin alla daga og allan
daginn áður en ég eignaðist barn.
Hvað kom þér mest á óvart þegar
þú gekkst með Baltasar og þegar
hann fæddist? Hversu sterk tengsl
mín við ófætt barn mitt urðu á með-
göngunni, datt ekki í hug að hægt
væri að elska barn svona mikið án
þess að hafa séð það eða kynnst.
Hver var viðstaddur fæðingu
drengsins? Móðir mín og systir voru
viðstaddar og veittu mér yndis legan
stuðning. Fæðingin hefði ekki verið
eins án þeirra.
Nú hefur verið fjallað mikið um
þig og þitt einkalíf í fjölmiðlum
– hvernig tekur þú því og hvaða
skoðun hefur þú á því? Ég hef allt-
af verið ofboðslega opin manneskja
og eins og ein góð vinkona mín segir
þá er aldrei lognmolla í kringum mig
og það er líklega það sem gerir fólk
forvitið því varla hefði umfjöllunin
verið svona mikil síðustu ár ef eng-
inn hefði haft áhuga á því að fylgj-
ast með mér.
Mér fannst athyglin ekki leiðin-
leg þegar ég var sautján ára gömul
þegar allt byrjaði, hins vegar varð
það fljótt þreytandi sérstaklega
þegar DV ákvað að vera með ein-
hvers konar eineltisherferð gegn
mér.
Mér finnst reyndar enn alveg ótrú-
legt að fólk nenni að skrifa og lesa
heilu færslurnar um mig og spá í því
hvað ég sé að gera en kannski er
það hrós og merki um að fólk telji
mig lifa spennandi lífi. Það virðist
alltaf rata í fréttirnar þegar Íslend-
ingar ná sér í þekkta, erlenda maka,
svo held ég að þetta hafi bara undið
upp á sig eftir það í mínu tilfelli. Ég
hef allavega aldrei þurft að öskra
eftir eða biðja um athygli fjölmiðla
á nokkurn hátt það er nokkuð víst.
Gróa á Leiti – lætur þú kjaftasög-
urnar hafa áhrif á þitt jafnvægi og
vellíðan?
Ég tel mig mjög sterka manneskju
og hef haldið mínu striki þrátt fyrir
kjaftaganginn. Á meðgöngunni var
mér hins vegar ekki alveg sama og
ef ég á að segja alveg eins og er
þá olli það mér töluverðri vanlíðan
hvernig fjallað var um mig stans-
laust þrátt fyrir að ég hefði grátbeð-
ið þessa ákveðnu fjölmiðla um að
slaka á í þessum fréttaflutningi, svo
ekki sé talað um athugasemdakerfi á
NIVEA PURE & NATURAL FIRMING
Nýja NIVEA Pure & Natural Firming
kremið sem inniheldur lífrænt
Burdock þykkni og lífræna Arganolíu
endurnýjar, nærir, eykur teyjanleika,
mýkir, styrkir og stinnir húðina, auk
þess að gefa góðan raka.
NIVEA KYNNIR: