Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 30
8 • LÍFIÐ 27. APRÍL 2012 samband sonar míns við föður sinn skipta miklu máli. Ég hef aldrei skilið mæður sem banna börnum sínum að umgangast pabba sinn þrátt fyrir erfiðleika sem hafa átt sér stað þeirra á milli. Svo lengi sem hann er góður við barnið þá mun ég virða barnsföður minn. Færðu stuðning frá fjölskyldu þinni? Ég fæ rosalega mikinn stuðn- ing frá báðum foreldrum mínum, systur minni og öðrum í fjölskyld- unni. Heiðdís vinkona mín hefur líka stutt mig og hjálpað ómetanlega mikið. Áður en ég fór að kom- ast með hann út var orðið frekar þreytandi að vera inni en hún kom í heimsókn á hverjum einasta degi til okkar, ásamt öllu öðru sem hún hefur hjálpað mér með og gert fyrir mig. Hvernig var þitt uppeldi og æska? Ég ólst upp á Akureyri hjá föður mínum og móður ásamt tveim systk- inum. Pabbi minn er ofboðslega ró- legur og traustur maður sem alltaf er hægt að leita til og fá góð ráð hjá, mamma er hlý og góð kona sem vill öllum vel, hún er mikil húsmóðir og það hefur alltaf verið glansandi hreint heimilið og besti matur í heimi á boðstólnum, ég ætla tileinka mér öll húsráðin hennar enda alltaf að læra af henni. Mamma og pabbi voru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt með okkur systkinin, ég man helst eftir ferðum sem við fórum gjarnan í sveitina með vinafólki mömmu og pabba ásamt vetrarferðum, þar vorum við í gömlu húsi við fjallsrót, eyddum svo deginum í að labba upp fjallið og renna okkur svo niður á sleðum og snjóþotum. Ég mun skapa góðar æskuminningar fyrir son minn rétt eins og foreldrar mínir gerðu fyrir mig, mér þykir mjög vænt um þær. Eru mamma þín og pabbi ánægð með þá staðreynd að Sveinn Andri er faðir fal lega drengsins? Já, ég held að þau séu sátt með það. Hvar sérðu ykkur mæðgin eftir tíu ár? Vonandi skánar staðan í þjóðfélaginu svo við unga fólkið höfum tök á að kaupa framtíðar- húsnæði. Ég sé okkur fyrir mér í fallegu húsnæði í góðu bæjarfélagi nálægt okkar nánustu, ég komin í framtíð- arstarfið og Baltasar Börkur væri glaður og ánægður í skólanum sínum og í lífinu almennt. Hvert stefnir þú eftir fæðingar- orlof? Ég er í fullu fjarnámi í orlof- inu, ætla svo í dagskóla eftir orlof til að klára það sem ég á eftir til stúdentsprófs og að því loknu ætla ég í háskóla. Ertu opin fyrir að hleypa öðrum manni inn í líf ykkar nú þegar þú ert orðin móðir? Eini karlmaður- inn í mínu lífi alla meðgönguna var Hermann, samkynhneigður besti vinur minn sem ég kýs reyndar að kalla konuna mína. Við bjugg- um saman nær alla meðgönguna en hann reyndist mér ótrúlega vel. Þrátt fyrir nokkur rifrildi og brjálæð- isköst þá stóð hann svo sannarlega þétt við bakið á mér og gerir enn í dag nú þegar sonur minn er kom- inn í heiminn. En ef sá rétti birtist er það bara jákvætt en ég verð róleg þangað til. Hvaða kosti þarf maður að bera til að þú opnir hjarta þitt á ný? Fyrst og fremst barngóður og í öðru lagi stabíll í lífinu. En að þér Kristrún Ösp. Ertu að upplifa drauma þína? Allt sem ég vil vera að gera þessa stundina er í gangi. Ég held að við eigum okkur drauma allt okkar líf, um leið og einn rætist kemur annar upp í hug- ann. Ég ætla því að halda áfram að láta gamla og nýja rætast. Nú býrðu á Akureyri – er það framtíðarheimili þitt? Mér hefur alltaf þótt mjög vænt um Norður- landið, það var ekki nógu spenn- andi fyrir mig áður en núna þegar ég er komin með barn og er að fara að mennta mig næstu árin þá er það mjög góður kostur að vera hér í kringum flest alla sem við elskum. Fyrirsætuferillinn þinn – stefn- ir þú á fleiri fyrirsætustörf í fram- tíðinni? Nei, ég hef sagt lokið við fyrirsætustörf nema þá kannski á fjölskyldumyndum í framtíðinni. Takk fyrir að deila reynslu þinni með okkur Kristrún. Eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Komdu fram við náungann eins og þú vilt að sé komið fram við þig. Fallegra gerist það ekki. Móðir og sonur á góðri stundu. MYNDIR/HEIÐA.IS hversu mikið þeir fylgdust með. Við töluðum samt saman af og til, til þess að athuga með hvort annað. Ég var lengur en ég gerði mér grein fyrir að jafna mig á sam- bandsslitunum. Eftir að ég náði því held ég að samskiptin hafi orðið góð okkar á milli. Ég held við séum fínir vinir og vonandi náum við að rækta vinasambandið enn meira í framtíðinni. Er Baltasar líkur pabba sínum ? Já, það er mikill svipur svo er Baltasar Börkur ofboðslega róleg- ur og yfirvegaður og mjög spek- ingslegur. Heldur þú að þið Sveinn Andri eigið eftir að taka saman aftur í framtíðinni ? Nei, það er ekki inni í myndinni hjá okkur. Ég held að við höfum gert okkar tilraun til þess að vera saman og hún gekk ekki upp því miður. Hvers óskar þú þér þegar þú horfir fram á við? Það er sjald- an planið held ég að vera einstæð með barn, og ég hafði ekki hugs- að mér að það yrði þannig. Það er erfitt og getur tekið á. Lífið væri hins vegar ekki skemmtilegt ef það væri auðvelt. Ég er hætt að spá fram í tímann, það hefur sýnt sig að maður veit ekkert hverju von er á! En ef v ið ræðum samband Baltasars og föður hans? Ég tel Framhald af síðu 7 10 ára Hjallabrekku 1, 200 Kópavogi Okkur þætti vænt um að sjá þig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.