Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 38
FÖSTUDAGUR 27. apríl 2012 8
ÚTBOÐ
Ný stafræn sjónvarpsdreifing RÚV
Ríkiskaup, f.h. Ríkisútvarpsins (RÚV) óska eftir þátttöku áhuga-
samra aðila til að taka þátt í forvali fyrir samkeppnisviðræður
fyrir stafræna sjónvarpsdreifingu (DVB).
RÚV hyggst leggja niður núverandi hliðrænt dreifikerfi sjónvarps
fyrir árslok 2014. RÚV leitar því að samstarfsaðila til að bjóða upp
á hagkvæma og áreiðanlega DVB. RÚV er tilbúið til að festa kaup
á sjónvarpsdreifikerfi, gera langtímasamning um dreifiþjónustu
eða stofna til sameignarfélags með þjónustuveitanda. Að auki
kemur til greina að kerfið verði afhent RÚV til reksturs eða rekið
af samstarfsaðila í skemmri eða lengri tíma.
Áhersla er lögð á að tryggja að áhorfendur njóti DVB-þjónustu
með hámarksgæðum. Þjónustan skal geta dreift sjónvarpsdag-
skrá í staðalgæðum (SDTV) og í háskerpu (HDTV) auk þess að
dreifa nokkrum útvarpsdagskrám. Þjónustan á að vera tilbúin
til notkunar í áföngum á næstu 2-4 árum, í upphafi með eina
SDTV-rás (sem breytist í HDTV-rás innan fjögurra ára) og eina
HDTV-rás auk útvarpsdagskránna.
Til viðbótar er þörf á að senda dagskrá RÚV til sjófarenda á haf-
svæðunum umhverfis Ísland. Það er kostur að sami aðili útvegi
þá þjónustu.
RÚV leitar eftir tæknilega óháðri lausn þannig að ekki er gerð
krafa um tiltekna gerð dreifikerfis. Það skal þó vera í samræmi
við evrópska DVB-staðla sem og tilmæli Nordig og EBU.
Það skal vera einfalt og ódýrt fyrir notendur að hefja notkun
þjónustunnar og innheimta áskriftargjalda hjá notendum dag-
skrár RÚV er ekki heimil.
Þjónustan skal í þessum áfanga ná til 99,9% landsmanna að
lágmarki þannig að í raun nái hún til meginhluta láglendis Ís-
lands. Þjónustan skal vera aðgengileg á heimilum, í fyrirtækjum,
opinberum byggingum og á sumarhúsasvæðum. Lágmarks-
þjónustusvæðið verður nánar skilgreint sem hnitsettir punktar.
Það er fyrirséð að þjónustan geti, auk dagskrár RÚV, sent út aðra
dagskrá. Á það er litið sem kost fyrir notendur.
Verkefninu er skipt í þrjá meginþætti, það er miðkerfi, flutning
og dreifingu. Tillaga að lausn skal hið minnsta samanstanda
af dreifiþættinum en má einnig innihalda miðkerfi og flutning.
Rekstur þessara eininga má vera hluti lausnarinnar. Bjóðandi
skal gera ráð fyrir að RÚV verði handhafi tíðniheimildar fyrir
DVB-T/T2-dreifingu sem nýta má við þjónustuna. Hliðræna sjón-
varpsdreifikerfið á að starfrækja samhliða DVB-þjónustunni í sex
mánuði á hverju svæði.
RÚV rekur nú FM-útvarpssendakerfi á 100 stöðum til að senda
út tvær dagskrárrásir, langbylgjusenda á tveimur stöðum og 110
eigin sendastaði. Núverandi sjónvarpsdreifikerfi samanstendur af
um 180 sendum. Yfir 90% af útvarpssendunum eru á sama stað
og sjónvarpssendar.
Rekstur útvarpsdreifkerfisins, sendastaða og núverandi sjón-
varpsdreifikerfis getur átt margt sameiginlegt með rekstri
stafræns kerfis. Það getur verið hagkvæmt að sameina rekstur
allra kerfanna í einn pakka og eru bjóðendur hvattir til að gera
tillögu að þannig lausn.
Þátttakendur forvalsins þurfa að uppfylla strangar fjárhags- og
tæknilegar kröfur auk annarra hæfiskrafna. Í kjölfar forvalsins
mun val tilboðs frá hæfum bjóðendum byggist á verð-, tækni- og
gæðamælikvörðum sem notaðir verða til að velja hagkvæmustu
og gagnlegustu lausnina fyrir RÚV og notendur þess.
Hægt verður að nálgast forvalsgögn á vef Ríkiskaupa eftir
7. maí nk. og skal skila tilboðum til Ríkiskaupa eigi síðar en
14. júní.
Forval nr. 15233 fyrir
samkeppnisviðræður
Útboð Nudd
TANTRA NUDD
Ekta vígsla í leyndardóma Tantra með
Tantra nuddi. Einstæð upplifun fyrir
pör, konur og karla. 112 Reykjav. S. 698
8301 www.tantra-temple.com
NUDD OG HEILSA
HEILSURÁÐGJÖF - NÆRINGARFRÆÐI.
Tekið á allkonar kvillum og sjúkdómum.
Einkatímar og námskeið. Opið frá 12-18
alla virka daga nema sun. S. 823 8280.
www.nuddogheilsa.is
Nudd tilboð í dag, tímapantanir. Uppl.
í s. 616 6469. Nuddstofan Svæði 105
Holtin.
Slökunarnudd/heilnudd, opið 9-17,
Nuddstofan svæði 112. Uppl. S:823
5669 eða 693 0348.
Þjónusta
Reykstopp með árangri
s:694 5494
Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur
og sérfræðingur í EFT www.theta.is
HEIMILIÐ
Húsgagnaviðgerðir
Húsgagna og
innréttingalökkun
Viltu hressa upp á gömlu
húsgögnin í stað þess
að kaupa ný???
Sprautulökkum: innhurðir,
eldhúsinnréttingar, stóla
baðinnréttingar, borð, skápa,
skenka, kommóður, rúmgafla.
Smiðjuborg ehf Smiðjuvegi 11
S:894 1867
Dýrahald
Strýhærðir Þýskir bendar (Vorsteh),
þessir fjórir strákar eru til sölu. Foreldrar
eru Kragborg Mads og Yrja. Frábærir
fjölskyldu og veiðihundar. Henta mjög
vel til rjúpna-anda og gæsaveiða.
Einnig öflugir í mink. Ættbókarfærðir
frá HRFI Uppl. Í síma 861-4502
Miniature Pincher ættbók HRFÍ Mjög
blíðir og góðir 10 vikna hvolpar óska
eftir GÓÐUM framtíðarheimilum uppl.
sími 552 1231 & 659 5415
HÚSNÆÐI
Húsnæði í boði
Gistiheimili -
Guesthouse
www.leiguherbergi.is
1-2 manna herb.og stúdíó
Funahöfða 17a -19 Rvk og
Dalshraun 13 Hfj M/ baði.
eldh., þurrkara og þvottavél.
824 4535.
Room for rent 1-2 person and
studio. Funahöfða 17a -19 Rvk
and Dalshraun 13 Hfj Whith
Bath, kitch, washing room incl.
Uppl/info í S. 824 4535.
www.leiguherbergi.is
Íbúð til leigu í nágrenni Egilsstaða,
Upplýsingar í síma 892 1850
Stórt og bjart herb. m. öllum húsg. til
leigu á rvk-vegi í HFJ. Öll aðstaða. s.
899 7004.
Falleg 2ja herb. íbúð til leigu í
Borgarhverfi í Grafarvogi frá og með 01.
maí n.k. S. 899 7012
Húsnæði óskast
Stór studíó eða 2ja herb. íbúð óskast
strax á stór Reykjarvíkursvæðinu. Uppl.
s. 845 7090.
Þrítugur karlmaður óskar eftir 2-3
herb. íbúð fyrir sig og besta vin sinn,
hundinn Bassa. Helst miðsvæðis í Rvk.
Greiðslugeta 100 þús á mán + trygging.
Uppl. s: 866 9096
Sumarbústaðir
Til sölu lóðir í Grímsnesi / Kerhrauni
verð er aðeins kr.375 pr fm. sími 896
0587.
Til leigu vel búnir 2-4 manna bústaðir,
55 km. frá Rvk. Heitur pottur. S. 663
2712.
Atvinnuhúsnæði
Dalvegur, Kópavogi
Til leigu 75fm jarðhæð á góðum stað
við Dalveg í Kópavogi. Uppl. í s. 696
8054.
Til Leigu skrifstofu herbergi lítil og stór
við Ármúla góð bílastæði og hagstætt
verð uppl. 899 3760.
Geymsluhúsnæði
Geymslur.com
Frá kr. 3990 hjá Ikea í Garðabæ og
Fiskislóð í Reykjavík. S. 555 3464
www.geymslaeitt.is
Sér geymslur frá 5 til 17 m2. Aðgangur
8-22 alla daga. Búslóðir - fyrirtæki -
iðnaðarm. Upphitað og öryggisvöktun.
S: 564-6500.
www.buslodageymsla.is
Búslóðageymsla Olivers 150 kr. á dag
hvert bretti. Starfað í yfir 25 ár. S. 567
4046 & 892 0808.
ATVINNA
Atvinna í boði
Sumarvinna
Óskum eftir hressu og duglegu
starfsfólki við afgreiðslu
og móttöku ferðamanna
á Jökulsárlóni. Um er að
ræða Zodiac bátsferðir um
lónið. Einnig óskum við eftir
skipstjóra/leiðsögumanni,
smáskiparéttindi skilyrði.
Umsóknir sendast á netfangið
geirsson@hotmail.com
STÁLVÍK
Zatrudnimy Stolarzy i
pracownikow budowlanych
OKKUR VANTAR STARFSMENN
Trésmiði -Verkamenn
Email stalvik@stalvik.is
Smiðir
Óska eftir smiðum, góð
verkefnastaða.
Uppl. s. 821 9661
Kokkur eða matráður og afgreiðsla í
verslun, Laugarvatn, sumarvinna. S.
696 9696.
Bílaleigan Hassó óskar eftir starfskrafti
í sumar. Þarf að vera samviskusamur,
geta unnið sjálfstætt, kunna góð skil
á ensku og vera með bílpróf. Reynsla
af sambærilegu starfi er kostur. Nánari
upplýsingar í síma 618-0560.
Lítið verktakafyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu óskar eftir manni
með meirapróf. Akstur, tækjavinna og
önnur störf. Upplýsingar gefnar milli
8-16 í símum 8644890 og 8936959.
Workers wanted part or full time.
For construction work. For more info
plan10@simnet.is
Óska eftir vönum, duglegum og
áráðalegum beitningamönnum á
suðurnesjum. S. 897-5554
TILKYNNINGAR
Tilkynningar
HALLÓ HALLÓ
Haldiði ekki að kjellinn hafi gleymt
Leddaranum á Celtic síðustu helgi. Fór
bara heim á bolnum. S: 8538503.
AA fundur Hverfisgötu karla föstudag
kl. 19:30 að Héðinsgata 1-3 Rvk. Minni
á neyðarsíma deildarinnar 848 9931.
Einkamál
Spjalldömur 908 5500
Opið allan sólarhringinn.
Engin bið nema þegar talað er.
ALLT SPORTIÐ Á ÞÍNUM HEIMAVELLI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
GEFÐU
VATN
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3