Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 40
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR20
BAKÞANKAR
Sifjar
Sigmars -
dóttur
Ekkert kvart og kvein
Heilsufríkið, sálfræðingurinn og pistlahöfundurinn
Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, lætur
líkamsræktarletingja heyra það.
Hraðmótið að ná hápunkti
Úrslitin í NBA deildinni hefjast um helgina
eftir stutta og strembna deildarkeppni
Meðal annars efnis:
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
LÁRÉTT
2. merki, 6. pot, 8. tala, 9. viðmót, 11.
mannþyrping, 12. skermur, 14. vél,
16. hvað, 17. örn, 18. gröm, 20. tveir
eins, 21. tafl.
LÓÐRÉTT
1. hróss, 3. spil, 4. einkunnarorð, 5. á
nefi, 7. markmið, 10. sæ, 13. svif, 15.
titra, 16. húðpoki, 19. gelt.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. tákn, 6. ot, 8. sjö, 9. fas,
11. ös, 12. skjár, 14. mótor, 16. ha, 17.
ari, 18. erg, 20. ðð, 21. skák.
LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. ás, 4. kjörorð, 5.
nös, 7. takmark, 10. sjó, 13. áta, 15.
riða, 16. hes, 19. gá.
Ég tók með
gúllassúpu
fyrir þig Jói! Þú
ert svo ræfils-
legur þessa
dagana!
Mamma!!
Þú verður að
borða Jói!
Ég held að
Kamilla gefi
þér ekki nóga
næringu!
Ég fæ
plenty!
Sérðu ekki
að ég er
með svo
góðan forða
að ég er
með sveran
björgunar-
hring!
Vitleysa
Jói! Þú ert
eins og
spýta!
Mamma!
Ég er
saddur!
Smá
hjálp
kannski?!
Eina
skeið fyrir
mömmu,
Jói!
Hér kemur
flugvélin …
vrúúúmmm
Palli!
Ég er stolt af
þér!
Ég vissi að
þolinmæði mín
myndi borga sig
einn daginn!
Þetta tók sinn tíma,
en þú ert loksins
byrjaður að sýna
frumkvæði með því
að strauja fötin þín!
Hvað
segirðu?
ÚTFARARSTOFA DIDDA Ég er líka
frekar
svöng.
Athugum
hvort það
sé opið hjá
þeim.
Voðalega er
skólataskan þín
troðin í dag.
Já, ég sagði
þér að
það væri
dótadagur í
dag.
Já... Og mér datt
ekki neitt í hug
til að fara með.
Babaa
Ætlaðirðu að fara með
litlu systur þína??
Já, það eru allir
búnir að sjá
greiðusafnið
mitt.
AAAAAAAHHH!
Heimasíða hótelsins lofaði hlýjum mót-tökum, framúrskarandi þjónustu, ljúf-
fengum mat og mjúkum rúmum. Steven
Preddy lét því slag standa og bókaði róman-
tískan helgarpakka fyrir sig og makann.
Töskunum var skellt í skottið, hundinum í
aftursætið og svo var ekið af stað. Helgin
fór þó öðruvísi en á horfðist. Þrátt fyrir
fögur fyrirheit fengu ekki allir jafnhlýjar
móttökur á Chymorvah-hótelinu í Cornwall
á Englandi. Hundurinn var jú velkominn.
Makinn var það hins vegar ekki.
Í JANÚAR á síðasta ári voru eigendur hót-
elsins dæmdir til að greiða Steven Preddy
og Martyn Hall 3.600 pund í skaðabætur.
Hótelhöldurunum var fundið að sök að hafa
brotið á mannréttindum Steven og Martyn
er þeir neituðu þeim um gistingu á þeim for-
sendum að samkynhneigð gengi gegn trúar-
sannfæringu þeirra.
BRESK stjórnvöld vinna nú að lagafrum-
varpi sem heimila á giftingar samkyn-
hneigðra. En þótt lög þar í landi leyfi
ekki mismunun á grundvelli kynhneigð-
ar stendur til að gefa einum krika sam-
félagsins undanþágu frá nýju hjúskap-
arlögunum. Ekki á að leyfa giftingar
samkynhneigðra á vegum kirkjunnar
eða annarra trúarsamtaka.
VIÐ Íslendingar eigum til að berja
okkur á brjóst yfir meintri víðsýni
í garð samkynhneigðra. Að ýmsu leyti
megum við vera stolt af sjálfum okkur. For-
sætisráðherra landsins er lesbía án þess
að það þyki tiltökumál. Ísland varð níunda
landið í heiminum til að leyfa hjónabönd
samkynhneigðra. Gay pride er fjölskylduhá-
tíð jafnvinsæl og 17. júní. En víða má gera
betur. Hérlendis er prestum heimilt að gefa
saman einstaklinga af sama kyni. Þeim er
hins vegar í sjálfsvald sett hvort þeir geri
það.
BARÞJÓNN gæti ekki neitað homma um
afgreiðslu á bjór. Ekki frekar en blökku-
manni eða gyðingi. Hvers vegna kirkj-
unni líðst að neita einum þjóðfélagshóp um
þjónustu sína er með ólíkindum. Í vikunni
var nýr biskup þjóðkirkjunnar kjörinn. Við
slík tímamót er við hæfi að viðhorf kirkj-
unnar til samkynhneigðra sé sett á dag-
skrá á ný. Og hvort sem við stöndum innan
eða utan kirkjunnar kemur umræðan okkur
við. Afsláttur kirkjunnar á mannréttind-
um er ekki einkamál hennar heldur mál
samfélagsins alls.
SJÁLFSMYND okkar Íslendinga er löskuð.
Liðin er sú tíð að við getum kallað okkur
mesta efnahagsundur í heimi; lítið hefur
frést af fallegustu konum í heimi eftir að
Icelandair seldi þær túristum í „dirty week-
end“-pökkum. Staða mest „líbó“ þjóðar í
heimi er hins vegar laus. Hlotnist okkur hún
verður Ísland sannarlega best í heimi.
Hundurinn inni, makinn úti