Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 44
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Svar við bréfi Helgu, leik- gerð samnefndrar metsölu- bókar Bergsveins Birgis- sonar, verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur Egilsson segir verk- ið fela í sér dramatíska bar- áttu sem höfði til hjartans. „Ég sá kannski ekki leikritið strax þegar ég las bókina, en ég fann að mig langaði til að færa þessa sögu á svið,“ segir Ólafur Egilsson, höf- undur leikgerðar bókarinnar Svars við bréfi Helgu sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur las bókina þegar hún kom út fyrir jól í hittiðfyrra og færði það í tal við Magnús Geir Þórðar- son leikhússtjóra að færa verkið upp á fjalirnar. „Hann hafði líka lesið bókina og leist vel á, svo úr varð að ég hafði samband við Berg- svein og bar undir hann drög að leikgerðinni. Hann lét til leiðast og ég hef legið yfir þessu allt síðast- liðið ár. Nú á bara eftir að koma í ljós hvernig til hefur tekist.“ Svar við bréfi Helgu er þriðja skáldsaga Bergsveins Birgisson- ar og sló óvænt í gegn þegar hún kom út hjá Bjarti fyrir jólin í hitti- fyrra. Hún hlaut einróma lof útgef- enda og seldist í hátt í tíu þúsund eintökum. Verkið fjallar um Bjarna, sem skrifar bréf til konunnar sem honum bauðst að fylgja til borgar- innar forðum, og veltir fyrir sér hvort hann hafi gert rétt að taka jörðina fram yfir ástina. Minn- ingar úr sveitinni, vangaveltur um lífið og tilveruna og rammíslenskt fólk fléttast inn í safaríkar frá- sagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Ólafur segir það liggja misvel fyrir bókum að verða færðar upp á svið. Frásagnarform bókar Bergsveins og sérstakt tungutak hafi bent til að það yrði ekki auð- sótt að laga söguna að sviðinu. „En það er annað sem kallar á mann í bókinni og er dramatískt í eðli sínu: það birtist í henni svo skýr barátta, sem hefur sterka sammannlega skírskotun og höfðar til hjartans. Það er verið að takast á við spurningar sem við veltum eilíflega fyrir okkur; hvað ef við hefðum breytt öðruvísi og hvort það sé orðið of seint að snúa við. En sagan fjallar ekki síður um hvernig það er að búa í fámenni, átthagafjötrana og hina römmu taug til heimaslóðanna; tilfinningar sem allir Íslendingar ættu að geta tengt við.“ bergsteinn@frettabladid.is Spurningar sem við veltum eilíflega fyrir okkur www.tskoli.is Uppskerudagur Opið hús í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, laugardaginn 28. apríl kl. 13:00 – 16:00. ÚR SVARI VIÐ BRÉFI HELGU Sigrún Edda Björnsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. Sagan segir frá tímabili í lífi bóndans Bjarna, þegar hann fellur fyrir húsfreyjunni á næsta bæ. SVAR VIÐ BRÉFI HELGU Höfundur: Bergsveinn Birgisson Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Frank Þórir Hall Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Gunnar Hansson. FRAMHALDSLÍF CHARLOTTE Vegna fjölda áskorana verða tvær aukasýningar í Þetta er lífið – og om lidt er kaffen klar!, söngsýningu Charlotte Bøving i Iðnó í maí. Charlotte var tilnefnd til Grímuverðlauna sem besta söngkonan fyrir frammistöðu í verkinu. Aukasýningarnar verða í Iðnó 17. og 20. maí. Úskriftarsýning nemenda á listnámsbraut Borgarholts- skóla var opnuð í Brimhúsinu við Reykjavíkurhöfn í gær. Á sýningunni eru verk eftir nemendur sem hafa sérhæft sig í prent- og skjámiðlun og sýna meðal annars ljósmynda- verk, skjáverk, vefsíður og þrívíddarverk. Útskriftarsýning í Brimi ÚTSKRIFTARSÝNING Sýnd eru meðal annars ljósmyndaverk, skjáverk, vefsíður og þrívíddarverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.