Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 46
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR26
lifsstill@frettabladid.is
26
Varanleg förðun verður
sífellt vinsælli hérlendis,
en tilgangur hennar er að
draga fram kosti andlitsins
og skerpa á því sem þegar
er til staðar.
TÍSKA „Eftirspurnin hefur auk-
ist ofboðslega hjá konum á öllum
aldri. Elsta konan sem hefur verið
hjá mér er 94 ára og svo alveg niður
í tvítugt,“ segir Úndína Sigmunds-
dóttir, meistari í snyrtifræði og sér-
fræðingur í varanlegri förðun.
Varanleg förðun nýtur vaxandi
vinsælda hér á landi að sögn Únd-
ínu og Ingibjörg Th. Sigurðardóttir
og Margrét G. Jónsdóttir á snyrti-
stofunni Bonita taka undir það.
„Ég ætlaði aldrei að bæta við mig
þessu námi en svo var eftirspurnin
orðin svo mikil að ég neyddist eig-
inlega til þess. Það virðist vera að
um leið og ein kemur í varanlega
förðun þá fylgi fimm á eftir henni,“
segir Ingibjörg. Tinna Miljevic á
snyrtistofunni Morgunfrú segir
vinsælast að konur fái sér tattú á
augabrúnirnar. „Það verður samt
sífellt vinsælla að koma í eyeliner.
Hann virðist vera í tísku núna,“
segir hún.
Tinna segir ungar stelpur sækja
í varanlega förðun í meiri mæli
eftir að hún varð svona náttúruleg
en að sögn Úndínu er mikið lagt
upp úr því að förðunin líti eðlilega
út. „Þetta á að draga fram kosti
andlitsins og skerpa á því sem
er þegar til staðar en ekki vera
þannig að sértu ómáluð sé áber-
andi að þú sért með tattú,“ segir
hún. Úndína vinnur alfarið við
að kenna og gera varanlega förð-
un og svokölluð „medical tattoo“
undir merkjum fyrirtækis síns
sem ber heitið Ný ásýnd og á Dek-
urstofunni í Kringlunni. „Nám-
skeiðin hjá mér eru frekar löng og
veigamikil og gerðar eru strangar
kröfur til þeirra sem þau sækja,“
segir Úndína. Hún er með alþjóð-
legt kennarapróf í varanlegri
förðun og sú eina hérlendis sem
er með kennarapróf frá hinu virta
hollenska merki Nouveau Contour
sem er notað af öllum helstu
sérfræðingum heims í faginu.
Litafræðin á bak við förðunina
er mikil og Úndína segir mikil-
vægt að velja réttan lit fyrir hvern
viðskiptavin. Litirnir eru sett-
ir undir efsta lag húðarinnar og
ganga þar af leiðandi út með tím-
anum. „Það þurfa allir að koma og
láta bæta í litinn á eins til tveggja
og hálfs árs fresti og þá er alltaf
hægt að forma upp á nýtt og breyta
eftir því hvernig tískustraumarnir
liggja,“ segir Úndína að lokum.
tinnaros@frettabladid.is
MEÐ EYELINER AÐ EILÍFU
NÁMSKEIÐ Í VARANLEGRI FÖRÐUN Erla Björk Stefánsdóttir frá Naglameistaranum er ein þeirra sem hafa farið á námskeið í varan-
legri förðun hjá Úndínu. „Ég er búin að starfa við förðun í 20 ár og var sífellt farin að fá fleiri fyrirspurnir um varanlega förðun, svo
ég ákvað að fara að læra þetta,“ segir Erla. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FYRIR EFTIR
Þessi kona ákvað að fá sér varanlega
förðun á augabrúnir og svokallaðan
eyeliner í kringum augun.
HEILSA Berglind Sigmarsdóttir,
fjögurra barna móðir og áhuga-
manneskja um heilsu og matar-
gerð, er höfundur bókarinnar
Heilsuréttir fjölskyldunnar sem
er nýkomin út.
Berglind hefur mikla reynslu
af því að elda hollan mat og
laga uppáhaldsrétti barnanna
að hollara og næringarrík-
ara mataræði. Í bókinni nýtur
hún aðstoðar eiginmanns síns,
landsliðskokksins Sigurðar
Gíslasonar. „Það er mikil
matar ást á heimilinu og okkur
langaði að taka þetta skrefi
lengra og hafa hollari heimilis-
mat,“ segir Berglind. „Við vild-
um gera þennan mat sem allir
eru að borða barnvænni og þó
að þetta sé hollt vildum við hafa
þetta girnilegt líka. Ég sá mik-
inn mun á krökkunum mínum,
þar á meðal syni mínum sem
er með Tourette-sjúkdóminn,
og mig langaði að deila þessu
með þeim sem vilja bjóða upp á
hollari mat.“ - fb
Hollt og girnilegt
HÖFUNDUR Berglind Sigmarsdóttir er höfundur bókarinnar Heilsuréttir fjölskyld-
unnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HEILSA Rannsókn sem birt var í
tímaritinu Quarterly Journal of
Experimental Psychology sýnir
fram á að hollt sé að tala við
sjálfan sig.
Vísindamenn frá Háskólanum í
Wisconsin-Madison og Háskólann
í Pennsylvaníu gerðu nokkrar til-
raunir þar sem þeir fengu sjálf-
boðaliða til að leita eftir ákveðinni
mynd í myndastafla. Helmingur-
inn átti að leita að myndinni í
þögn á meðan hinum helmingnum
var sagt að þylja heiti hlutarins á
myndinni meðan á leitinni stóð.
Rannsóknin sýndi fram á að þeir
sem þuldu nafn hlutarins í sífellu
voru töluvert fljótari að finna
umbeðna mynd en þeir sem þögðu
þunnu hljóði.
Gott fyrir heilann
að tala við sjálfan sig
EKKI SKRÍTIÐ Það að tala við sjálfan sig getur bætt heilsu fólks. NORDICPHOTOS/GETTY TÍSKA Almenningi gefst nú tæki-
færi til að fylgjast með The
Annual Met Ball í fyrsta sinn í ár.
Viðburðurinn fer fram þann 7. maí
næstkomandi og verða margar
af þekktustu stjörnum heims þar
samankomnar.
Tískuspekingarnir William Nor-
wich og Elettra Wiedemann munu
svo upplýsa áhorfendur hver er
hvað og hverju gestirnir klæðast.
The Met Ball er einn af stærstu
tískuviðburðum ársins og þar
koma saman stór nöfn úr tísku-
heiminum, leiklist sem og auð-
menn. Hægt verður að fylgjast
með útsendingu frá The Met frá
klukkan 18.30 til 20.30 á vefsíðum
Vogue.com, Metmuseum.org og
Amazon.com.
Sýnt beint
frá Met Ball
ALLIR MEÐ Bein útsending verður frá
rauða dreglinum á The Annual Met Ball
í ár. Stjörnur á borð við Orlando Bloom
og Miröndu Kerr sóttu viðburðinn í fyrra.
NORDICPHOTOS/GETTY
ALLT FYRIR TÍSKUNA Huffington Post greinir frá því að konur láta í auknum
mæli setja púða í hæla sína og táberg til að geta betur þolað háu hælana sína.
Aðgerðafjöldinn jókst um 21 prósent á milli ára þrátt fyrir verulega sýkingahættu.
LOKSIN
S
FÁANLE
GAR
AFTUR
!