Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 27. apríl 2012 29
Elijah Wood ætlar að spila í
fyrsta sinn sem plötusnúður utan
Bandaríkjanna á tónlistarhátíð í
Norður-Írlandi í júní.
Lord of the Rings-leikarinn
mun spila með félaga sínum
Zach Cowie en saman skipa
þeir hljómsveitina Wooden Wis-
dom. Þeir ætla að gefa launin
sem þeir fá fyrir spilamennsk-
una til tónlistarseturs í Belfast.
„Hann er frábær
leikari og plötu-
snúður. Ég hef séð
hann á sviði í Los
Angeles,“ sagði
skipuleggjandi
hátíðarinnar við
Contactmu-
sic. Wood,
sem er 31
árs, lauk
nýverið
við leik
sinn í The
Hobbit.
Spilar sem
plötusnúður
Sinead O‘Connor hefur aflýst
öllum tónleikum sínum á þessu ári.
Samband hennar og eiginmanns
hennar hefur verið stormasamt og
sjálf hefur hún átt við þunglyndi
að stríða.
„Eins og þið vitið var ég í alvar-
legri lægð frá desember til mars
og læknirinn minn ráðlagði mér
að fara ekki í tónleikaferð. Ég vildi
ekki valda vonbrigðum því ferðin
hafði þegar verið skipulögð vegna
plötunnar minnar. Því miður huns-
aði ég þessi ráð og reyndi að vera
sterkari en ég er,“ sagði O´Connor
sem spilaði á Iceland Airwaves-
hátíðinni í fyrra.
Aflýsir öllum tónleikum
HÆTT VIÐ Sinéad O´Connor hefur aflýst tónleikaferð sinni vegna veikinda.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Framhald á ævisögu
Tom Bower, sem skrifaði ævisögu Simons
Cowell, segir að þeir Cowell séu enn þá vinir
þrátt fyrir að ýmislegt vandræðalegt úr einka-
lífi Cowells hafi verið afhjúpað í sögunni, þar á
meðal botox-notkun hans.
Cowell, sem er dómari í X-Factor, hafði sam-
band við Bower þegar hann frétti að hann ætlaði
að skrifa ævisöguna og bauðst til að aðstoða
hann. „Ég flaug með honum í einkaþotunni
hans. Ég var á snekkjunni hans og heim-
sótti hann til Los Angeles,“ sagði Bower,
sem útilokar ekki að skrifa annað bindi
af ævisögunni.
SIMON COWELL Dómarinn hefur fyrir-
gefið Bower fyrir skrif hans í ævisögunni.
PLÖTUSNÚÐUR
OG LEIKARI
Elijah Wood spilar
í fyrsta sinn sem
plötusnúður utan
Bandaríkjanna.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 27. apríl 2012
➜ Upplestur
18.00 Kynning á nýrri bókaútgáfu,
Draumsýn, og upplestur úr fyrstu bók
hennar, Lukkunnar pamfíll, verður í
verslun Eymundsson í Austurstræti.
Borðið verður upp á veitingar.
➜ Málþing
13.00 Ráðstefnan Máltækni fyrir alla
verður haldin í stofu 101 í Odda, bygg-
ingu Háskóla íslands. Íslenska mál-
nefndin, Máltæknisetur og META-NORD
verkefnið standa fyrir málþinginu sem
er öllum opið.
➜ Tónlist
22.00 Hljómsveitin MOOD spilar á
Café Rosenberg.
22.00 Leonard Cohen Tribute tónleikar
verða haldnir á Græna Hattinum, Akur-
eyri. Hljómsveitin The Saints of Boogie
Street fagnar nýútkomnum disk sínum
til heiðurs Cohen. Miðaverð er kr. 1.500.
23.00 Hljómsveitin Blágresið blíða
heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Göran von Sydow talar á loka-
fundi Evrópuraðar Alþjóðamálastofn-
unar í stofu 101 í Lögbergi. Umræðuefni
Görans verður stjórnmálavæðing
Evrópusamrunans og fer fyrirlesturinn
fram á ensku.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.
Paolo Gargiulo
Lektor í tækni og
verkfræðideild
Doktorspróf frá TU,
Tækniháskóla Vínarborgar
Sérsvið:
Heilbrigðisverkfræði
Verkfræðingur á
heilbrigðistæknideild
LSH
Hrafnhildur Hekla
Eiríksdóttir
Stúdent frá MR 2008
Tækni- og verkfræðideild, 3. ár
Áhersla í námi:
Heilbrigðisverkfræði
Áhugamál: Knattspyrna
og harmonikkuleikur
www.hr.is
Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu
vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi?
Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tækni-
greinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf.
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ
Velkomin í HR