Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 27. apríl 2012 29 Elijah Wood ætlar að spila í fyrsta sinn sem plötusnúður utan Bandaríkjanna á tónlistarhátíð í Norður-Írlandi í júní. Lord of the Rings-leikarinn mun spila með félaga sínum Zach Cowie en saman skipa þeir hljómsveitina Wooden Wis- dom. Þeir ætla að gefa launin sem þeir fá fyrir spilamennsk- una til tónlistarseturs í Belfast. „Hann er frábær leikari og plötu- snúður. Ég hef séð hann á sviði í Los Angeles,“ sagði skipuleggjandi hátíðarinnar við Contactmu- sic. Wood, sem er 31 árs, lauk nýverið við leik sinn í The Hobbit. Spilar sem plötusnúður Sinead O‘Connor hefur aflýst öllum tónleikum sínum á þessu ári. Samband hennar og eiginmanns hennar hefur verið stormasamt og sjálf hefur hún átt við þunglyndi að stríða. „Eins og þið vitið var ég í alvar- legri lægð frá desember til mars og læknirinn minn ráðlagði mér að fara ekki í tónleikaferð. Ég vildi ekki valda vonbrigðum því ferðin hafði þegar verið skipulögð vegna plötunnar minnar. Því miður huns- aði ég þessi ráð og reyndi að vera sterkari en ég er,“ sagði O´Connor sem spilaði á Iceland Airwaves- hátíðinni í fyrra. Aflýsir öllum tónleikum HÆTT VIÐ Sinéad O´Connor hefur aflýst tónleikaferð sinni vegna veikinda. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Framhald á ævisögu Tom Bower, sem skrifaði ævisögu Simons Cowell, segir að þeir Cowell séu enn þá vinir þrátt fyrir að ýmislegt vandræðalegt úr einka- lífi Cowells hafi verið afhjúpað í sögunni, þar á meðal botox-notkun hans. Cowell, sem er dómari í X-Factor, hafði sam- band við Bower þegar hann frétti að hann ætlaði að skrifa ævisöguna og bauðst til að aðstoða hann. „Ég flaug með honum í einkaþotunni hans. Ég var á snekkjunni hans og heim- sótti hann til Los Angeles,“ sagði Bower, sem útilokar ekki að skrifa annað bindi af ævisögunni. SIMON COWELL Dómarinn hefur fyrir- gefið Bower fyrir skrif hans í ævisögunni. PLÖTUSNÚÐUR OG LEIKARI Elijah Wood spilar í fyrsta sinn sem plötusnúður utan Bandaríkjanna. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 27. apríl 2012 ➜ Upplestur 18.00 Kynning á nýrri bókaútgáfu, Draumsýn, og upplestur úr fyrstu bók hennar, Lukkunnar pamfíll, verður í verslun Eymundsson í Austurstræti. Borðið verður upp á veitingar. ➜ Málþing 13.00 Ráðstefnan Máltækni fyrir alla verður haldin í stofu 101 í Odda, bygg- ingu Háskóla íslands. Íslenska mál- nefndin, Máltæknisetur og META-NORD verkefnið standa fyrir málþinginu sem er öllum opið. ➜ Tónlist 22.00 Hljómsveitin MOOD spilar á Café Rosenberg. 22.00 Leonard Cohen Tribute tónleikar verða haldnir á Græna Hattinum, Akur- eyri. Hljómsveitin The Saints of Boogie Street fagnar nýútkomnum disk sínum til heiðurs Cohen. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Hljómsveitin Blágresið blíða heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Göran von Sydow talar á loka- fundi Evrópuraðar Alþjóðamálastofn- unar í stofu 101 í Lögbergi. Umræðuefni Görans verður stjórnmálavæðing Evrópusamrunans og fer fyrirlesturinn fram á ensku. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Paolo Gargiulo Lektor í tækni og verkfræðideild Doktorspróf frá TU, Tækniháskóla Vínarborgar Sérsvið: Heilbrigðisverkfræði Verkfræðingur á heilbrigðistæknideild LSH Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir Stúdent frá MR 2008 Tækni- og verkfræðideild, 3. ár Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur www.hr.is Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tækni- greinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir öflugt atvinnulíf. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ Velkomin í HR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.