Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 50
27. apríl 2012 FÖSTUDAGUR30 sport@frettabladid.is ATLETICO MADRID OG ATHLETIC BILBAO munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA eftir sigur í sínum undanúrslitaleikjum í gær. Atletico hafði betur gegn öðru spænsku liði, Valencia, en Athletico sló út Sporting Lissabon frá Portúgal. Úrslitaleikurinn fer fram í Búkarest í Rúmeníu 9. maí næstkomandi. Iceland Express-deild karla LOKAÚRSLIT, 2. LEIKUR Þór Þorl. - Grindavík 64-79 (30-40) Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 15, Darrin Govens 15/6 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darri Hilmarsson 11/6 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Guðmundur Jónsson 7/8 fráköst, Joseph Henley 5/8 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2. Grindavík: J’Nathan Bullock 27/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11/6 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 9/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þor- steinsson 9/4 fráköst, Ryan Pettinella 5/4 fráköst, Giordan Watson 2/6 fráköst/7 stoðsendingar. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Grindavík. NÆSTU LEIKIR Grindavík - Þór sun. kl. 19.15 Þór - Grindavík (ef þarf) 2. maí kl. 19.15 Grindavík - Þór (ef þarf) 4. maí kl. 19.15 Evrópudeild UEFA UNDANÚRSLIT, SEINNI LEIKIR Valencia - Atletico Madrid 0-1 0-1 Adrian (60.) Atletico Madrid vann samanlagt, 2-5. Athletic Bilbao - Sporting Lissabon 3-1 1-0 Markel Susaeta (17.), 1-1 Ricky van Wolfswin- kel (44.), 2-1 Ibai Gomez (46.), 3-1 Fernando Llorente (88.). Athletic Bilbao vann samanlagt, 4-3. ÚRSLITALEIKUR Atletico M. - A. Bilbao 9. maí kl. 19.45 Leikurinn fer fram í Búkarest í Rúmeníu. Sænska úrvalsdeildin Gefle - AIK 0-1 Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn með AIK. Elfsborg - GAIS 2-1 Skúli Jón Friðgeirsson kom inn á sem varamaður á 81. mínútu hjá Elfsborg. ÚRSLIT VERÐ 49.990 KR. JAMIS TRAIL XR FRÁBÆRT FJALLAHJÓL Á GÓÐU VERÐI. STELL: CARBON STEEL. GÍRSKIPTIR: SHIMANO TZ30 21 GÍRA. VERÐ 59.990 KR. JAMIS TRAIL X1 FRÁBÆRT FJALLAHJÓL. STELL: ÁL. GÍRSKIPTIR: SHIMANO TOURNEY 21 GÍRA. DEMPARI Í FRAMGAFLI. VERÐ 66.990 KR. JAMIS EXPLORER 2 ÞÆGILEGT HJÓL BÆÐI INNAN- OG U TANBÆJAR. STELL: ÁL. GÍRSKIPTIR: SHIMANO 21 GÍRA. DEMPARI Í SÆTI OG Í FRAMGAFLI. TIL Í HERRA- OG DÖMUÚTGÁFU. VERÐ 53.990 KR. JAMIS EXPLORER 1 EINFALT OG ÞÆGILEGT HJÓL BÆÐI INNAN- OG UTANBÆJAR. STELL: STÁL. GÍRSKIPTIR: SHIMANO 7 GÍRA. DEMPARI Í SÆTI OG Í FRAMGAFLI. TIL Í HERRA- OG DÖMUÚTGÁFU. VERÐ 54.990 KR. JAMIS CITIZEN 1 FRÁBÆRT INNANBÆJAR HJÓL. STELL: S TÁL. GÍRSKIPTIR : SHIMANO 21 GÍRA. DEMPARI Í SÆTI. TIL Í HERRA- OG DÖMUÚTGÁFU. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 95 12 0 4/ 12 HJÓLUM Í VINNUNA ÞÚ FÆRÐ JAMIS HJÓLIN Í HOLTAGÖRÐUM KÖRFUBOLTI „Ég er nokkuð viss um að menn afskrifa okkur núna. Menn skulu fara varlega í það. Það er búið að afskrifa okkur í allan vetur. Nú verður umfjöllun um að Grinda- vík sé orðið Íslandsmeistari en við skulum sjá hvað setur,“ sagði her- skár þjálfari Þórs, Benedikt Guð- mundsson, eftir tapið í gær en hann er hvergi nærri af baki dottinn þó svo búið sé að henda hans mönnum fast upp við vegginn fræga. Leikurinn í gær var stór- skemmtilegur. Grindavík með frumkvæðið nær allan tímann og leiddi í hálfleik, 30-40. Þórsarar komu brjálaðir út úr búningsklef- anum í hálfleik í nýjum stuttbux- um. Þeir veittu Grindvíkingum vænan löðrung með því að skora tólf fyrstu stig hálfleiksins og kom- ast yfir. Þessi væni löðrungur vakti Suð- urnesjamenn heldur betur. Þeir tóku leikhlé, þéttu raðirnar, komu út á völlinn og gjörsamlega rot- uðu andstæðinginn. Skoruðu þrett- án næstu stig og komu sér aftur í þægilega stöðu. Þeir litu aldrei til baka eftir það og með J‘Nathan Bullock í broddi fylkingar voru þeir óstöðvandi. „Þetta var frábær liðsframmi- staða í kvöld. Menn héldu sig við leikáætlunina allan tímann og það skilaði sigrinum,“ sagði hinn hóg- væri Bullock eftir leik en hann vildi sem minnst gera úr eigin frammistöðu þó svo hann hefði skorað 27 stig og tekið 9 fráköst. „Það var meðal annars mér að kenna að þeir komust inn í leikinn. Ég var að tapa boltanum og ekki alveg einbeittur. Ég veit að sem leiðtogi liðsins get ég ekki gert mig sekan um slík mistök. Það er erfitt að spila hérna og Þórsarar eru seig- ir,“ sagði Bullock en er ballið búið? „Við vitum að þeir koma til- búnir og við verðum að mæta því. Við höfum fengið nokkrar lexíur í vetur og ég ætla rétt að vona að við höfum lært af því. Við munum ekki fara fram úr sjálfum okkur heldur vera tilbúnir í næstu lotu.“ Grindvíkingar voru með gríð- arlega yfirburði á ýmsum sviðum í gær og til að mynda áttu þeir öll fráköst í seinni hálfleik. Karakter- inn var líka sterkari hjá þeim er á reyndi. Enginn ótti heldur hreinn og tær sigurvilji og óbilandi trú á eigin getu. „Það var fáránlegt að horfa upp á hvernig þeir tóku sóknarfráköstin hjá okkur. Menn eru ekki að stíga nægilega vel upp. Svo koma hetju- myndaskrokkarnir hjá þeim. Vaða inn í þetta og rífa niður fráköst. Við verðum að gera mun betur en þetta,“ sagði Benedikt. henry@frettabladid.is Löðrungi svarað með rothöggi Grindavík er aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta eftir magnaðan útisigur, 64-79, á Þór í Þorlákshöfn. Grindavík átti svör við öllu sem Þór reyndi og viljinn og baráttan var þeirra. EINUM SIGRI FRÁ TITLINUM Sigurður Þorsteinsson og félagar í Grindavík standa vel að vígi í úrslitaeinvíginu. MYND/EVA BJÖRK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.