Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 27. apríl 2012 31 FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns- son hefur fengið sig lausan frá enska C-deildarliðinu Hudders- field og ekkert því til fyrirstöðu að hann gangi frá félagaskiptum sínum í ÍA áður en keppni í Pepsi- deild karla hefst þann 6. maí. Hann var samningsbundinn félaginu til loka júní en hefði hann verið út samningstímann hefði hann ekki getað byrjað að spila með ÍA fyrr en 15. júlí. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu en þetta gekk allt saman mjög fljótt og vel fyrir sig,“ sagði hann í gær við Fréttablaðið. Jóhannes Karl er í þokkalegri leik- æfingu en hann fékk óvænt að spila átta deildarleiki með lið- inu í lok febrúar og mars eftir að hafa verið úti í kuldanum allt tímabilið. „Þegar nýr stjóri tók við lið- inu hafði ég ekkert spilað allt tímabilið og við í fjölskyld- unni vorum byrjuð að und- irbúa flutninginn heim. Svo spilaði ég sjö leiki í röð og liðinu gekk vel. En þá var ég aftur tekinn úr liðinu og fékk varla að spila neitt eftir það. Ég fékk í raun aldrei neinar skýringar á því.“ Huddersfield er öruggt með sæti í umspilinu um að komast upp um deild og bauð stjóri liðsins, Simon Grayson, Jóhannesi að vera með til loka tímabilsins. „En hann gat þó ekki lofað mér einu eða neinu um hvort að ég myndi spila. Því fannst mér það eina rétta í stöðunni að koma heim.“ Jóhannes Karl var átján ára gamall þegar hann fór í atvinnu- mennskuna árið 1998. Hann seg- ist því vera spenntur fyrir því að klæðast gula búningnum á nýjan leik en ÍA mætir Breiðabliki á úti- velli í fyrstu umferðinni. „Ég er með þokkalegan fiðr- ing í maganum fyrir sumrinu og ég hef mikla trú á því að það sé verið að vinna mjög gott starf í knattspyrnunni á Skaganum, þar sem hefur ríkt mikil og sterk hefð fyrir boltanum. Það er sífellt verið að styrkja liðið og það er gaman að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu.“ - esá Jóhannes Karl Guðjónsson náði samkomulagi um starfslok við enska C-deildarliðið Huddersfield: Með fiðring í maganum fyrir Pepsi-deildinni JÓI KALLI Snýr aftur í íslenska boltann með nýliðum ÍA. ISIO 4 með D-vítamíni góð fyrir æðakerfið ISIO4 er heilsusamleg blanda af olíum — auðug af náttúrulegu E-vítamíni og viðbættu D-vítamíni. Olíurnar fjórar sem sameinast í ISIO4, repju-, oléisol-, sólblóma- og vínberjaolía, eru ríkar af E-vítamíni, andoxunarefni sem verndar frumur l íkamans. Auk þess inniheldur ISIO4 núna meira af D-vítamíni sem hjálpar þér að styrkja ónæmiskerfið. Hugsaðu um heilsuna og veldu ISIO4 með lífsnauðsynlegum Omega-3 fyrir h jarta og æ ðakerfi og Omega-6 til að halda kólesteróli í skefjum. Olían er bragðgóð og hentar vel í alla matargerð, heita rétti sem kalda. ÍS LE N SK A SI A. IS N AT 5 80 50 0 3/ 12 A ARNAR DARRI Hér í búningi íslenska U-21 landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Markvörðurinn Arnar Darri Pétursson er á leið aftur til uppeldisfélags síns, Stjörnunnar, eftir að hafa fengið sig lausan frá danska úrvalsdeildarfélaginu SönderjyskE. Arnar Darri er 21 árs gamall og hélt utan í atvinnumennskuna fyrir fjórum árum þegar Lyn í Ósló keypti hann frá Stjörnunni. Þaðan fór hann til Danmerkur árið 2010 en hann fékk þó fá tækifæri þar. Hann lék með íslenska U-21 landsliðinu og var í EM-hópnum sem tók þátt í lokamótinu í Dan- mörku síðastliðið sumar. Hann mun keppa um markvarðarstöð- una í Stjörnunni við Ingvar Jóns- son, sem á reyndar við meiðsli að stríða um þessar mundir. Arnar Darri gæti því varið mark Stjörn- unnar þegar liðið mætir KR í Vesturbænum þann 6. maí. - esá Liðsstyrkur til Stjörnunnar: Arnar Darri á heimaslóðir FÓTBOLTI Markus Babbel, knatt- spyrnustjóri Hoffenheim í Þýska- landi, segir að engin tilboð hafi enn sem komið er borist í lands- liðsmanninn Gylfa Þór Sigurðs- son. Gylfi er nú í láni hjá Swan- sea í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann slegið í gegn. Hann er hins vegar samnings- bundinn Hoffenheim til 2014. „Staðreyndin er sú að Gylfi á að mæta aftur til félagsins þann 18. júní,“ sagði Babbel við þýska fjölmiðla. „Við höfum verið að ræðast við og hann sagði mér að hann vildi vera áfram í Eng- landi,“ bætti hann við en Gylfi hefur verið orðaður við fjölda- mörg lið að undanförnu og ekki bara í Englandi. Lið á Spáni og Ítalíu eru einnig sögð hafa augastað á kappanum. „Mér finnst Gylfi vera leik- maður í hæsta gæðaflokki og er hann hluti af mínum framtíðar- plönum. Við höfum ekkert heyrt frá öðrum félögum og á meðan svo er á ég von á að hann verði áfram hjá okkur.“ - esá Stjóri Hoffenheim: Engin tilboð borist í Gylfa ÖFLUGUR Gylfi hefur skorað sjö mörk og lagt upp fjögur til viðbótar í fimmtán leikjum með Swansea. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.