Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 38
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. APRÍL 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson. benediktj@365.is. s. 512-5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Dýragarðar heimsins eru margir og sitt sýnist hverj-um þegar kemur að því hvað sé skemmtilegt að skoða. Sumum finnst að dýr ættu bara alls ekki að vera lokuð inni í dýra- görðum meðan öðrum finnst fátt yndislegra en að geta skoðað dýr frá öllum heimsálfum á einum stað. En hvert á að fara vilji maður sjá sem flest dýr? Fjórir stærstu dýragarðar heimsins eru í Berlín í Þýskalandi, Peking í Kína og í New York og Nebraska í Bandaríkjun- um. Stærsti dýragarður á Íslandi er Húsdýragarðurinn. Reykjavík Húsdýragarðurinn í Reykjavík var stofnaður árið 1990. Hann stendur á níu hektara lóð og hefur alls um 30 dýr. Þar er að finna helstu hús- dýr Íslands ásamt selum, refum, minkum og einum snák. New York Fjórði stærsti dýragarður í heimi, sé miðað við fjölda tegunda, er Bronx-dýragarðurinn í New York. Hann var opnaður árið 1899. Bronx-garðurinn er stærsti dýra- garður Bandaríkjanna sem stað- settur er innan borgarmarka. Hann stendur á 107 hektara land- svæði með yfir 4.000 dýr og 650 tegundir og eru mörg dýranna í út- rýmingarhættu. Peking Þriðji stærsti dýragarðurinn er í Peking í Kína og var stofnaður árið 1906. Hann stendur á 219 hekt- ara svæði með 14.500 dýr og yfir 450 tegundir. Þar að auki er hann einnig með yfir 500 sjávartegund- ir. Garðurinn er þekktastur fyrir að hýsa sjaldgæfar dýrategundir frá Kína, þar á meðal risapöndur sem eru aðalaðdráttarafl hans. Nebraska Í öðru sæti er Henry Doorly Zoo, dýragarður í Nebraska í Banda- ríkjunum sem var stofnaður árið 1894. Hann nær yfir 53 hektara landsvæði með um 17.000 dýr og 962 tegundir. Garðurinn hefur meðal annars að geyma gríðar- stórt og fjölbreytt kattardýrasvæði með yfir 30 kattartegundum. Þar er einnig gríðarstór inni-eyðimörk sem staðsett er í stærstu glerhvelf- ingu heims og inni- mýrarsvæði. Berlín Í fyrsta sæti er dýragarðurinn í Berlín sem var stofnaður árið 1844 og er því elstur af þeim fjór- um görðum sem fjallað er um hér. Hann er staðsettur í miðju Berlín- ar á 34 hektara svæði. Fjöldi dýra er yfir 17.000 og hann er með flest- ar dýrategundir heims af öllum dýragörðum eða yfir 1.500 tegund- ir. Hann er hvað þekktastur fyrir pandabjörninn Bao Bao og ísbjörn- inn Knut sem dó árið 2011. Heimild:www.touropia.com Stærsti dýra- garðurinn í Berlín Stærsti dýragarður í heimi er í Berlín, með yfir 1500 dýrategundir. Stærsti dýragarður á Íslandi er Húsdýragarðurinn með um 30 tegundir og einn snák. Fíll að gæða sér á ljúffengum ísmola með góðgæti í. Pandabjörn á klifri.Tígrisdýr í návígi. Fyrirsögnin gæti verið hluti úr gátlista manneskju á leið til Boston. Manneskju sem veit að það er fátt verra en að fara að sofa án þess að bursta tennurnar. Nema þá kannski að lenda í bandarískum toll- vörðum án passans. Þeir eru nógu erfiðir þótt maður sé með hann, fjandakornið. En þó fyrst og fremst mann- eskju, sem langar að setja sig inn í kynngimagnaða sögu Boston – og þar af leiðandi Bandaríkj- anna – en barasta nennir ekki að lesa þykkar og þungar sagn- fræðiskruddur til þess arna. Held- ur verða sér bara úti um frábæra sjónvarpsseríu HBO um John Adams, fyrrum forseta Bandaríkj- anna og lykilmann í frelsisstríði Bandaríkjanna, og horfa á í einum rykk. Sögukennsla verður nefni- lega ekkert mikið skemmtilegri. Í þáttaröðinni, sem sýnd var á Stöð 2 árið 2010, fær áhorfandinn einstaklega góða innsýn inn í átök pílagrímanna við breska kon- ungsveldið, sem síðan leiddu til stofnunar Bandaríkjanna. Staðir lifna við. Hugtök skýrast. Menn og málefni fá dýpri merkingu. Já, og ferðin vestur um haf verður í kjölfarið ánægjulegri, jafnvel þótt hún snúist á endanum upp í búðarráp og bjórsull. Maður er þá altént að rápa og sulla … upplýstur á söguslóðum. Sem hljómar strax betur. Tannbursti, passi, John Adams Leikarinn Paul Giamatti hlaut Emmy- verðlaunin fyrir túlkun sína á John Adams. Ískalt, fjarlægt og leyndardómsfullt eru lýsingarorð sem Kínverjar tengja oftast við Ísland. Það gæti þó átt eftir að breytast eins og segir í frétt sem birtist 21. apríl á fréttavef ChinaDaily. Eftir að þjóðirnar tvær skrifuðu undir samkomu- lag um vegabréfsáritan- ir til Íslands árið 2004 hafa tækifæri Kínverja til ferðalaga til Íslands auk- ist. Árið 2009 heimsóttu 7000 Kínverjar Ísland. Þá hafa lýsingar kínverskra ferðamanna á bloggum og á heimasíðum kveikt ferðahug í fleirum og fékk mynd af Bláa lóninu sem birtist á Weibo.com, vinsælli bloggsíðu í Kína, fjölda athugasemda. Meðal annars sagði einn að „hjarta hans þráði“ að komast þangað! Þá lét kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo, sem reyndi ítrek- að að kaupa land á Íslandi, hafa eftir sér að stórbrotið landslagið hefði heillað hann strax í fyrstu heimsókn árið 2010. Umfjöllun um athafnir hans á Íslandi í fjölmiðlum vöktu einnig mikla athygli í Kína. Þá er talið að nýleg heimsókn forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, verði til þess að gera Ísland enn sýnilegra augum Kínverja og muni hvetja fleiri til að heimsækja fjarlægu eyjuna í norðri. Heimild: www.usa.chinadaily.com Kínverjar vilja til Íslands Bloggfærslur um Bláa lónið kveikja ferðaþrá í hjörtum Kínverja. MYND/GVA DAGSFERÐIR TIL EYJA HAFA MARGFALDAST Það hefur orðið gjörbylting á ferðamannaiðnaði í Vestmanna- eyjum eftir að Herjólfur hóf að sigla úr Landeyjahöfn. Gunnlaugur Grettisson, rekstrar- stjóri Herjólfs og forseti bæjar- stjórnar í Vestmannaeyjum, segir að í raun sé þetta eins og dagur og nótt frá því sem áður var, þvílík varð breytingin. „Um leið og Herjólfur fór að sigla að Landeyjahöfn fundum við fyrir gjörbreytingu hvað varðar þau tungumál sem töluð voru um borð. Erlendir ferðamenn margfölduðust og bókanir í sumar eru þegar orðnar miklar. Allt stefnir í mjög gott sumar. Við gerum ráð fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferða- manna og stefnum á að nota Landeyjahöfn í allt sumar,“ segir Gunnlaugur enn fremur. „Aðstaða þeirra sem reka veitingahús, verslanir og gistiheimili hefur gjörbreyst eftir að Landeyjahöfn var tekin í notkun,“ segir Gunnlaugur. „Bæjarlífið hefur sömuleiðis tekið stakkaskiptum. Bærinn er fullur af fólki á meðan þessar siglingar standa yfir og allt lifnar við. Margar rútur með innlendum og erlendum ferðamönnum koma núna til Eyja og flestar í dagsferð. Það hefur einmitt komið okkur mest á óvart hversu margir koma í dagsferð. Það er ánægjulegt að sjá þessa breytingu þótt við viljum vitaskuld hafa gestina okkar sem allra lengst. Gunnlaugur segir gjörbyltingu hafa orðið í Eyjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.