Fréttablaðið - 04.05.2012, Qupperneq 21
Innan nokkurra vikna mun norðlenski matreiðslumaðurinn Friðrik V. opna nýjan veitingastað við Laugaveg 60 í
Reykjavík. Friðrik rak um árabil, ásamt
eiginkonu sinni Arnrúnu Magnús dóttur,
veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri
við mjög góðar undirtektir. Friðrik segir
nýja staðinn byggja á grunni þess eldri.
„Við erum bara að halda áfram því sem
við gerðum í tíu ár fyrir norðan. Þar
var útgangs punkturinn virðing fyrir
hrá efninu en við einbeitum okkur sem
fyrr að íslensku hráefni.“ Friðrik V.
á Akur eyri var þekktur fyrir áherslu
sína á ferskt hráefni af Eyjafjarðar-
svæðinu. Árið 2006 var staðurinn
valinn á lista Slow Food yfir 100 áhuga-
verðustu svæðisbundnu veitingastaði í
heiminum. Nýi staðurinn mun að sögn
Friðriks þó einblína á ferskt íslenskt
hráefni úr öllum landshlutum. „Við
erum mjög íslensk og viljum einbeita
okkur að íslensku hráefni. Ég hef gríðar-
legan áhuga á að kynna betur afurðir ís-
lenskra fram leiðenda og ræktenda. Ekki
má gleyma náttúruunnendum sem tína
til dæmis ber, sveppi og jurtir.“ Fyrir
tveimur árum fóru Friðrik og Arnrún í
kringum landið og kynntust mörgum
framleiðendum betur. „Ég var orðinn
sérfræðingur í framleiðslu Norðurlands
en var eiginlega yfir mig hrifinn af því
sem ég sá í ferð minni um landið. Það
er fjöldi frábærra smáframleiðanda um
allt land.“
DRAUMUR HINS SKAPANDI
MATREIÐSLUMANNS
Nýi staðurinn er lítill og nettur að sögn
Friðriks og tekur einungis 32 manns
í sæti. Hann segir þau hjónin verða
mikið á staðnum og hann eigi eftir að
verða persónulegur fjölskyldustaður
þar sem hráefnið er í fyrirrúmi. Gestum
verður boðið upp á þriggja og fimm
rétta seðil á kvöldin. „Þetta fyrirkomu-
lag er mjög spennandi fyrir gestina og
auðvitað draumur fyrir skapandi mat-
reiðslumenn. Við gætum tekið okkur
til og boðið upp á til dæmis sérlag-
aða pylsu með kartöflumús og góðu
sinnepi.“ Hann leggur áherslu á að verð
réttanna eigi eftir að koma þægilega
á óvart. Aðspurður um nafnið á nýja
staðnum segir Friðrik einfaldlega að
stórliðin skipti ekki um nafn þótt þau
skipti um heimavöll. Það er því ljóst
hvaða nafn staðurinn mun bera. ■ sfj
NÝR STAÐUR
Hjónin Friðrik Valur
Karlsson og Arnrún
Magnúsdóttir opna
nýjan veitingastað eftir
nokkrar vikur.
MYND/PJETUR SIGURÐSSON
NÝR HEIMAVÖLLUR
EN SAMA NAFN
SNÝR AFTUR Nýr veitingastaður undir stjórn Arnrúnar Magnúsdóttur og Frið-
riks V. Karlssonar, sem er betur þekktur sem Friðrik V., opnar í Reykjavík.
ÞJÓÐLEGT
„Í hádeginu verður
boðið upp á tvo
rétti, svipað og var
gert á Akureyri.
Annar rétturinn
er alltaf hollur
réttur en hinn þjóð-
legur,“segir Friðrik.
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
ANTANIR Í SÍMA 517-4300BORÐAP
HUMARSALAT & H ÍNVÍTV 502.2 kr.
ngó, um, malduðum smátómötHumarsalat með hæge
tumhew-hnek og ristuðum cassultuðum rauðlau
ínsglasi.ásamt hvítv
BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt
hvítvínsglasi.
FERSKT
&
FREISTA
NDI
SPENNANDI
SJÁVARRÉTTA
TILBOÐ
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
LJÚFFENG BER
Margir rækta eigin jarðarber hér á landi með góðum
árangri. Heimaræktuðu berin eru auðvitað best. Jarðar-
ber eru stútfull af næringarefnum. Þau eru kaloríufrí en
innihalda járn, kalk, C- og A-vítamín auk andoxunarefna
sem eru vörn gegn ýmsum sjúkdómum.