Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 24
24 10. maí 2012 FIMMTUDAGUR Útvegsmannafélagið beinir því í auglýsingum til sveitarstjórna að leggjast gegn kvótafrum vörpum ríkisstjórnarinnar. Áskorunin snýst um að verja óbreytt fiskveiði- stjórnunarkerfi. Útvegsmannafélagið ætti fremur að beina þeirri spurningu til sveitar félaga víða um land, sérstak- lega þorpa og bæja á Vest fjörðum, hvort kvótakerfið hafi reynst þétt- býlistöðunum vel eða illa. Ein vísbending um gott gengi eru flutningar fólks til og frá stöðunum. Gefa þeir tilefni til að halda í óbreytt kerfi um fisk- veiðar, grunnatvinnuveginn í þessum dreifðu byggðum landsins? „ Þorpið er að þurrkast út,“ syngja poppararnir. Nýjasta slagorðið í kvótaum- ræðunni hljóðar eitthvað á þá leið að með breytingum á fisk- veiðistjórnunarkerfinu eigi að „aumingja væða landsbyggðina“. Í hvaða skilningi ætli það sé? Er verið að bjóða óverðugu fólki til leiks í veiðum og vinnslu? Eða er átt við að aðstaða fólks verði jöfnuð um of – að arðurinn af fisk- veiðunum muni ekki lengur safnast upp hjá fámennum og lokuðum hópi útgerðarmanna, sem hingað til hafi þó altént getað haldið stöðunum uppi, látið hlutina gerast? En ætli það sé reyndin? Kom það ekki fram að kvótinn á Flateyri hafi farið til hús- næðis brasks í Berlín? Ætli íbúar þorpsins hafi fyllst vellíðan að vita af því? Ætli það væri ekki affarasælla að arðurinn af fiskveiðunum gengi til almannaheilla, til fjárfestinga í innviðum samfélaganna um landið, til uppbyggingar samgönguleiða og þjónustu, eða til nýsköpunarstarfs? Til fjárfestingar í fólki og samfé- lagi þess? Skilaboð LÍÚ og undirfélaga virðast hins vegar ganga út á að hræða endanlega líftóruna úr fólkinu: þótt gengið hafi misjafn- lega þá muni bara ganga enn verr ef hróflað verður við sérhags- munasniðnu fiskveiðistjórnarkerfi undan farins aldarfjórðungs. Hitt er svo annað mál að þeim röddum fjölgar sem finnst ekki nógu langt gengið til breytinga með þeim frumvörpum sem fyrir liggja. Að með þeim séu for réttindi fárra í raun tryggð í marga ára- tugi, ef ekki til eilífðar. Að þar sé ekki gert ráð fyrir hlutlausum mælikvarða til að meta þau gæði sem einstaklingum er úthlutað. Með markaðsviðskiptum innan hvers svæðis myndu þeir sem stunda eða vilja stunda útgerðina sjálfir ákveða hvað þeir treysta sér til að greiða mikið til samfélagsins fyrir kvótann. Hvers vegna ekki? Kannski er best að fresta breytingum þar til hægt er að gera þær almennilega, með fullu endurgjaldi. Af hverju látum við ekki útgerðarmennina sjálfa ákveða hæfilegt veiðigjald? Árangur af skimun fyrir ristil-krabbameini er lítill séð frá lýðheilsusjónarmiði. Nýjar rann- sóknir hafa sýnt að þrátt fyrir til- boð um skimun í 10 ár og 18 ára eftir fylgni 380 þúsund einstak- linga, hefur ekki orðið lækkun í heildardánartíðni skimunarhóps borið saman við viðmiðunarhópa. Hins vegar var hægt að lækka dánartíðni af völdum ristilkrabba- meins um 15% hjá þeim sem fengu tilboð um skimun með því að leita að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár (Hewitson et al. The Cochrane Library 2011). Það er því ekki með fullri vissu hægt að segja að skimunin bjargi manns lífum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir við að við getum þá valið úr hvaða sjúkdómi við deyjum, en ekki hvenær. Það eru margvíslegar skýringar á því af hverju heildardánartíðnin lækkar ekki. Nýlega var sýnt fram á að árangur af skimun var ofmet- inn, tölfræðilega er það afar lítill hópur af heildinni sem deyr af rist- ilkrabbameini (og þar með ómark- tækur), margir eru orðnir almennt veikir og deyja þá af öðrum sjúk- dómum í staðinn og sumum farnast verr við að fá sjúkdómsgreininguna „krabbamein“ samanber nýjustu rannsóknir Unnar Valdimarsdóttur og félaga sem birtist í New England Journal of Medicine, 2012. Í nýlegri rannsókn (apríl 2012) skoðuðum við árangur af skimun út frá lýðheilsusjónarmiði á Norður- löndunum (Sigurdsson JA et al. J Eval Clin Pract 2012, online). Sem dæmi er tekið að við bjóðum öllum einstaklingum á aldrinum 55 til 75 ára skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi með leit að duldu blóði í hægðum annað hvert ár í 10 ár. Að 10 árum liðnum mun sá hluti hópsins sem er á aldrinum 65-74 ára hafa uppfyllt skilyrðin um tilboð í 10 ár og þá náð mesta árangri skimunar sem er 15% lækkun á dánartíðni af völdum ristilkrabbameins. Hins vegar er þessi árangur innan við 1% lækkun á dánartíðni ótímabærs dauða (pre- mature death) miðað við allt annað sem fólk deyr af á þessum aldri (sjá mynd). Jafnframt er rétt að taka fram að áðurnefndar skimunar- aðferðir miðast við hægðaprufur annað hvert ár og ekki hægt að framreikna árangur af skimuninni eftir að viðkomandi tilheyrir ekki lengur þeim hópi sem er boðaður í skimunina. Rætt hefur verið um að taka beri upp kerfisbundna skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hér á landi og fyrir liggur þings- ályktunartillaga frá Alþingi um slíka skimun. Þær nýju niður stöður sem nú liggja fyrir gefa því tilefni til að endurskoða þessa afstöðu einkum með tilliti til forgangsröð- unar forvarna. Í því samhengi er rétt að benda á að af þeim 99% sem hafa ekkert gagn af skimun fyrir ristilkrabbameini sbr. meðfylgj- andi mynd, deyja yfir 50% af sjúk- dómum sem tengjast reykingum. Lítill ávinningur af skimun fyrir ristilkrabbameini Forsvarsmanni líkamsrækt-arstöðvar Boot Camp sem ætlunin er að taki til starfa í Elliðaárdal finnst sprenghlægileg sú hugmynd að starfsemin minni með einhverju móti á her þjálfun eða herbúðir. Heimdellingar rjúka upp til handa og fóta en taka svo- lítið annan pól í hæðina, þeim finnst það himinhrópandi firring, að Vinstri græn skuli fetta fingur út í svona líkamsrækt sem aðrar þjóðir og voldugri en við Íslend- ingar hafa notað til að efla heilsu hermanna! Kveikjan að öllu þessu er bókun sem Vinstri græn lögðu fram á fundi í skipulagsráði Reykjavíkur. Þar var bent á nokkur atriði sem varða almannarými í Elliðaárdal þar sem einstök laxveiðiá fellur til sjávar. Dalurinn býr yfir lifandi náttúru í góðu skjóli og miklum tækifærum til útivistar. Hann býður upp á ríkulega náttúrupp- lifun inni á milli stórra hverfa þar sem tugþúsundir borgarbúa eiga heimili sín. Í því felast mikil verð- mæti. Í bókuninni er dregið fram óbeinum orðum að ekki hefði átt að leyfa byggingu safns á þessu svæði án þess að hugsa fyrir hags- munum Reykvíkinga ef til þess kæmi að félag um safnið vildi selja húsið öðrum eins og nú er komið á daginn. Bent er á að borgin hefur nú samt skipulagsvald til að stýra því fyrir hönd almennings hvaða starfsemi fær að leysa safnið af hólmi. Það þarf nefnilega að breyta skipulagi til að fá húsinu nýtt hlutverk og það hlutverk ætti að vera í sátt við fólk, náttúru og sögu. Það er okkar mat að skipu- lagsráð eigi að leggja höfuðáherslu á að verja dalinn, en ekki stuðla að aukinni starfsemi í dalnum með tilheyrandi umferð og álagi á svæðið. Í bókuninni er líka gefið til kynna að líkamsrækt með herbúða- sniði eigi lítið erindi í dalinn og dregið fram að líkamsræktarstöð á þessum stað fylgi mikil umferð bíla og rík þörf fyrir stæði. Þetta bílakraðak er auðvitað mesta áhyggjuefnið. Engar upplýsingar liggja fyrir um væntanlega umferð tengda starfseminni og lélegar tengingar við almenningssam- göngur eru við svæðið. Þessi gagnrýni okkar Vinstri grænna þarfnast varla frekari skýringa en til frekari skemmtunar fyrir þá sem hlógu sig hása að þeirri hugmynd að líkamsrækt undir merkjum Boot Camp minni á herbúðir má segja frá því að í ensk-íslenskri orðabók segir klippt og skorið að samsetta orðið boot camp merki æfingabúðir fyrir nýliða í flota eða landgönguliði Banda ríkjanna. Svo má líka rifja upp að fyrirtækið lagði sjálft mikla áherslu á hernaðaryfirbragðið í upphafi en á því virðist hafa orðið töluverð breyting í rétta átt. Það er auðvitað ánægjulegt og jafn- vel örlítið broslegt. Aðalatriðið í öllu þessu er nú samt að við Elliða- árnar eigum við fallegan dal fullan af möguleikum og þar þurfum við öll að stíga varlega til jarðar. Brandarinn um Boot Camp Ég er svo geðveikur þegar ég er í skólanum, ég er bara í skólanum og get ekki gert neitt annað, get ekki átt eðlileg sam- skipti við fjölskyldu mína, er bara svo svakalega ýktur. Mér líður ógeðslega illa, en næ ein- hvern veginn ekki að sortera hlutina í hausnum á mér. Ég er að missa fjölskylduna mína frá mér. Ég þarf að bíða í hálft ár eftir tíma hjá geðlækni, geturðu hjálpað mér? Ofangreind frásögn er dæmi um mann á fertugsaldri með ADHD. Hann er í háskólanámi og leitaði til ADHD samtakanna í von um aðstoð við að komast í meðferð hjá geðlækni. Eftir að vera búinn að hringja í margar geðlækna- stofur kom í ljós að enginn átti lausan tíma fyrir hann. Biðin eftir fyrsta viðtali var um 3 mánuðir en biðin eftir að hefja meðferð gat verið allt að hálfu ári. Komist hann ekki að fyrr en eftir hálft ár er hætta á að hann missi fjölskylduna frá sér eða gefist upp á náminu, nema hvort tveggja verði. Svona er blákaldur veruleikinn í stöðu geðlæknaþjónustu á Íslandi. Biðtíminn eftir læknisþjónustu er óásættanlegur. ADHD samtökin bentu honum á að hringja í sem flesta geð- lækna, reyna að fá tíma og ef það væri ekki möguleiki láta þá setja sig á biðlista. Ef hann yrði nú svo heppinn að vera kallaður til þyrfti hann að vera reiðubúinn að stökkva til og þiggja tímann. Margir geðlæknar segjast ekki taka við nýjum sjúklingum og aðrir bjóða ekki upp á biðlista. Þá hafa samtökin einnig bent fólki á að leita til bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans, í veikri von um þjónustu, sem skýtur skökku við þar sem bráðamót- tökunni er vissulega fyrst og fremst ætlað að sinna bráðatil- fellum. En hvað á annað að gera, hvert á fólk að leita? Í marsmánuði síðast liðnum gaf Landlæknisembættið út „Klínískar leiðbeiningar um vinnulag við greiningu og með- ferð athyglisbrests og ofvirkni”. Leiðbeiningarnar eru metnaðar- fullar og greinargóðar. Þar er talað um að sálfræðileg meðferð geti dregið úr þeirri hömlun sem ADHD einkenni hafa í för með sér og þannig létt á tilfinninga- legum vanda og bætt aðlögun. Ráðgjöf um meðferðarmögu- leika og viðbrögð til að sporna við truflandi áhrifum, t.d. á nám og atvinnu, er mikilvæg. Þá er einnig talað um ýmsar tegundir meðferða og mikilvægi þess að stunda samþætta með- ferð s.s. einstaklings- meðferð, hugræna atferlismeðferð og hópameðferð. Ekkert af meðferð- unum fyrir fullorðna, sem tilgreindar eru í leiðbeiningunum, eru niðurgreiddar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameðferðir. Því er ljóst að innleiðing á vinnulagi þessara leiðbeininga hefur ekki farið fram. Mikið hefur verið talað um kostnað ríkisins vegna lyfja- meðferða fyrir full- orðna einstaklinga með ADHD. Samtökin telja að vel sé hægt að draga úr þeim kostn- aði ef önnur með- ferðar úr ræði yrðu niðurgreidd. Margir með væg ADHD ein- kenni þyrftu jafnvel aldrei á lyfjagjöf að halda og aðrir kynnu að hætta lyfjameðferð ef annars konar meðferðir, s.s. sálfræði- meðferðir, yrðu niðurgreiddar. Undirrituð, ásamt formanni stjórnar ADHD samtakanna Björk Þórarinsdóttur, átti góðan fund í velferðarráðu- neytinu í lok aprílmánaðar sl. þar sem samtökin óskuðu eftir að fá að taka þátt í vinnuhópi um innleiðingu á verklagi klínísku leiðbeininganna. Þá munu sam- tökin einnig bjóða Landlækni krafta sína til samvinnu um nánari útfærslur. Vonast er til að niðurstaðan verði sú að íslenska ríkið taki þátt í fjöl- breyttari meðferðarúrræðum líkt og lagt er til í leiðbeining- unum. ADHD samtökin sinna öllum. Engum er vísað frá og biðlistinn er enginn. www.adhd.is. Mér líður ógeðslega illa en fæ ekki tíma hjá geðlækni fyrr en eftir hálft ár Sjávarútvegur Jónas Guðmundsson hagfræðingur Heilbrigðismál Ellen Calmon framkvæmdastjóri ADHD samtakanna Ekkert af meðferðun- um fyrir full- orðna, sem tilgreindar eru í leiðbein- ingunum, eru niðurgreidd- ar, nema meðferðir geðlækna og lyfjameð- ferðir. Skipulagsmál Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Torfi Hjartarson fulltrúi VG í skipulagsráði Heilbrigðismál Jóhann Ágúst Sigurðsson prófessor í heimilislæknisfræði við HÍ Dánarorsakir 65-74 ára 0,6% Ristilkrabbamein, möguleg minnkun með skimun 14,7% Aðrar orsakir 3,1% Slys 7,2% Öndunarfærasjúk- dómar 29,5% Hjarta- og æða- sjúkdómar 3,3% Ristil- krabba- mein, þrátt fyrir skimun 14,4% Lungna- krabba- mein 27,2% Önnur krabba- mein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.