Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 54

Fréttablaðið - 10.05.2012, Side 54
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR42 bio@frettabladid.is Ofurhetjumyndin The Avengers er tekjuhæsta opnunarmynd allra tíma í Norður-Ameríku. Hún halaði inn 200 milljónir dollara, eða um 25 milljarða króna. Fyrra metið átti Harry Potter and the Deathly Hallows Part 2 sem þénaði 169 milljónir dollara síðasta sumar. Á eftir henni koma The Dark Knight og Spider-Man 3 en báðar ofurhetjur þeirra mynda, Batman og Spider- Man snúa aftur í nýjum myndum í sumar. Leikstjóri The Avengers er Joss Whedon og með aðalhlut- verkin fara Robert Downey Jr., Chris Evans, Mark Ruffalo, Chris Hemsworth og Scarlett Johans- son. Avengers sló aðsóknarmet TEKJUHÆST Ofurhetjumyndin The Avenegers sló aðsóknarmet vestanhafs. Kvikmyndin Dark Shadows eftir leikstjórann Tim Bur- ton verður heimsfrumsýnd annað kvöld. Myndin byggir á samnefndri sápuóperu frá sjöunda áratugnum. Dark Shadows fjallar um Barna- bas Collins, auðugan glaumgosa sem er uppi um miðja átjándu öld og býr á hinu glæsilega Collinwood- setri í Maine. Hin unga Angelique Bouchard er ein þeirra fjölmörgu kvenna er falla fyrir Barnabas en auðmaðurinn hafnar henni og í kjöl- farið ákveður Angelique að hefna sín, breytir Barnabas í vampíru og lætur grafa hann lifandi. Fyrir mistök er kista Barnabasar graf- in upp tvö hundruð árum síðar og fær vampíran þannig frelsi að nýju. Hann ákveður að snúa aftur til heimili síns, Collinwood- óðalsetursins, sem er nú heimili afkomanda hans, Elizabeth Collins Stoddard, og fjölskyldu hennar. En norninni Angelique er ekki runnin reiðin og er enn í hefndarhug og upp hefst stórskemmtileg en jafn- framt stórundarleg gotnesk bíó- skemmtun. Kvikmyndin er gamanmynd og byggð á samnefndri sápu- óperu sem sýnd var í sjónvarpi á árunum 1966 til 1971 en þættirnir voru í miklu uppáhaldi hjá leik- stjóranum Tim Burton. Johnny Depp og Helena Bonham Carter fara með tvö af aðalhlut verkunum en þetta er níunda kvikmyndin sem Depp og Burton vinna saman að. Bonham Carter, eiginkona Bur- tons, hefur svo leikið í fimm kvik- myndum í leikstjórn Burtons. Með aðalhlutverk í kvikmynd- inni fara Johnny Depp, Michelle Pfeiffer, Helena Bonham Carter, Eva Green, Johnny Lee Miller og Christopher Lee auk hinnar ungu og efnilegu Chloë Moretz. Kvikmyndin hefur fengið nokkuð misjafna dóma og virðast gagnrýnendur annað hvort elska myndina eða hata hana. Sumir hæla Burton fyrir velheppnaða gamanmynd, fallega sviðsmynd og gott leikaraval á meðan aðrir segja myndina langdregna og ofleikna. GOTNESK SAGA FRÁ BURTON Sápuóperan Dark Shadows varð sérstaklega vinsæl eftir að vampíran Barnabas Collins, sem leikin var af Jonathan Frid, var kynnt til leiks ári eftir að þátturinn var fyrst sýndur. Barnabas þessi var þó ekki eina yfirnáttúrulega persónan í þáttunum því þar mátti einnig finna varúlfa, uppvakninga, nornir, galdrakarla og tímaflakkara. Leikararnir léku oftar en ekki fleira en eitt hlutverk í þáttunum. Tim Burton var mikill aðdáandi Dark Shadows líkt og Quentin Tarantino, Johnny Depp og Madonna. Depp var hrifnastur af persónunni Barnabas og sem barn óskaði hann sér þess að hann væri sjálfur þessi undarlega fígúra sem Barnabas var. Það má því segja að æskudraumur Depps hafi ræst er honum bauðst að leika vampíruna í mynd Burtons. ÆSKUDRAUMUR DEPP VARÐ AÐ VERULEIKA DÖKKIR SKUGGAR Kvikmyndin Dark Shadows segir frá vampírunni Barnabas Collins sem fær frelsi eftir tvöhundruð ára fangavist. > Í STAÐ JOLIE Leikkonan Cameron Diaz hefur tekið að sér hlutverk í myndinni The Counselor í leikstjórn Ridley Scott. Angelina Jolie var upphaflega orðuð við hlutverkið en henni tókst ekki að koma tökunum fyrir í þéttskipaðri dagskrá sinni svo hlut- verkið rann til Diaz. Michael Fassbender leikur líka í myndinni en tökur eiga að hefjast síðar á árinu. Handritið er eftir Cormac McCarthy, sem á heiðurinn af verðlaunamyndunum The Road og No Country for Old Men. Í kvöld klukkan 20 verður kvikmyndin Fastest sýnd í Smárabíói, en þetta er í eina skiptið sem myndin verður sýnd. Myndin kemur frá leikstjóra Faster og er spennumynd um Moto GP-heims- meistarakeppnina 2010. Leikarinn heimsfrægi Ewan McGregor er þulur myndarinnar þar sem fylgst er með Valentino Rossi eltast við sinn tíunda heimsmeistaratitil. Þar fyrir utan eru tvær myndir frumsýndar um helgina, auk Dark Sha- dows sem er sagt frá hér að neðan. Í myndinni The Five Year Engage- ment fara þau Jason Segel og Emily Blunt með hlutverk pars sem á erfitt með að koma sér upp að altarinu. Þrátt fyrir að vera ástfangin upp fyrir haus og hafa ákveðið að ganga í það heilaga eru sífellt fleiri utanaðkomandi ástæð- ur sem tefja plön þeirra um það lengur en þau kæra sig um. Guy Pearce leikur mann sem er ranglega dæmdur fyrir njósnir gegn Bandaríkjunum í myndinni Lockout. Honum býðst frelsi gegn því að hann nái að leysa dóttur Bandaríkjaforseta úr klóm fanganna sem hafa náð fang- elsinu á sitt vald. Til að gera myndina enn áhugaverðari er fangelsið ekki eins og hvert annað, því það er á braut um jörðu. Þýsk kvikmyndahátíð er svo í gangi í Kamesi, Borgarbókasafni Íslands, þar til á sunnudaginn. Hægt er að nálgast upplýsingar um hana á www.borgar- bokasafn.is. Einstök upplifun, grín og spenna HETJAN Hönkið Guy Pearce fer með hlutverk hetjunnar í spennumyndinni Lockout, sem gerist í fangelsi sem er á braut um jörðu. Gamanleikarinn Jason Segel fer með eitt af aðalhlut verkunum í kvikmyndinni Jeff Who Lives at Home sem leikstýrt er af bræðrunum Jay and Mark Duplass. Segel segist eiga margt sameiginlegt með persónu sinni, ónytjungnum Jeff. Jeff býr í kjallaranum hjá móður sinni og lifir heldur tilbreytingar- lausu lífi og fjallar kvikmyndin um samskipti hans við bróður sinn og móður, sem er við það að gefast upp á syni sínum. Þegar Segel var spurður af blaðamanni Empireon- line.com hvort hann ætti nokkuð sameiginlegt með Jeff svaraði gamanleikarinn því játandi. „Ég á margt sameiginlegt með Jeff. Ég bjó ekki í kjallaranum hjá mömmu heldur í stúdíóíbúð og gerði voða lítið allt þar til hlutirnir fóru að ganga upp í leiklistinni, þannig ég get samsamað mig Jeff mjög vel,“ sagði Segel. Jeff Who Lives at Home var frumsýnd á Toronto-kvik- myndahátíðinni í september en fór í almennar sýningar í Banda- ríkjunum í mars á þessu ári. Einu sinni ónytjungur VAR ÓNYTJUNGUR Jason Segel segist geta samsamað sig persónunni Jeff sem hann leikur í gamanmyndinni Jeff Who Lives at Home. Hér er hann ásamt mótleikurum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.