Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 2
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS TAKTU DAGINN FRÁ KVENNAHLAUPIÐ 16. JÚNÍ Hreyfing til fyrirmyndar - www.sjova.is/kvennahlaup Vignir, er framtíðin að teikna sig upp hjá þér? „Maður á ekki að vera hræddur við að prófa eitthvað nýtt. Þetta er hæfileiki sem kom mér sjálfum á óvart.“ Vignir Þór Þórhallsson er tvítugur teiknari sem smám saman hefur slegið í gegn með myndasögum á Facebook. Vignir byrjaði að teikna þegar honum leiddist í grunnskóla. REYKJAVÍKURBORG Arkitekt Ráðhúss Reykjavíkur hefur spurst fyrir um það hjá bygg- ingarfulltrúa borgarinnar hvort koma megi fyrir flot- bryggju í Tjörninni framan við Ráðhússkaffi. Bjarni Brynjólfsson, upplýs- ingafulltrúi Reykjavíkurborg- ar, segir málið enn á algjöru frumstigi. „Hugmyndin teng- ist hins vegar veitingarekstr- inum í Ráðhúsinu og því að hægt verði að sitja úti á góð- viðrisdögum,“ segir Bjarni. Í fyrirspurn Steve Christers arkitekts til byggingafulltrúa kemur fram að hugmyndin sé að flotbryggjan verði þrjá- tíu fermetrar. Bryggjan verði með handrið og súlur hvíli á tjarnarbotninum til að tryggja stöðugleika. - gar Reykjavíkurborg veltir fyrir sér að útvíkka starfsemi veitingastaðar í Ráðhúsinu: Útiveitingastaður á flotbryggju GÓÐVIÐRISPALLUR VIÐ RÁÐHÚSIÐ Hér sést hvar flotbryggjan á að vera við suðausturhorn Ráðhússins. SAMSETT MYND/FRÉTTABLAÐIÐ SKIPULAGSMÁL Stjórn Faxaflóa- hafna hefur samþykkt tillögu for- mannsins Hjálmars Sveinssonar um að láta kanna mögu leika þess að koma fyrir dorgaðstöðu fyrir almenning í tengslum við uppsát- ur fyrir smábáta við Eyjarslóð. „Aðstaða sem þessi er í senn tækifæri til þess að veita almenn- ingi bætt aðgengi að sjó við gömlu höfnina og endurvekja með bættri aðstöðu þá gömlu iðju barna og fullorðinna að renna fyrir fisk. Mikilvægt er að örygg- is við aðstöðu sem þessa sé gætt eins og kostur er,“ segir í grein- argerð með tillögunni. - gar Möguleikar í Reykjavíkurhöfn: Almenningur fái dorgaðstöðu DORGVEIÐIMAÐUR Það er víða hægt að ná sér í soðið. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvols- velli lýsir eftir manni sem hefur stungið af frá hótelum í umdæm- inu án þess að borga fyrir gist- ingu. Reikningarnir nema allt að 40 þúsund krónum. „Hann er búinn að svíkja á mörgum stöðum og stund- um hefur reikningurinn verið umtalsverður,“ segir varðstjóri lögreglunnar. „Við vitum hver þetta er og höfum lýst eftir bíln- um.“ Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, keyrir um á bíla- leigubíl, dökkgráum Chevrolet Alegro. - sv Lögreglan lýsir eftir manni: Stingur af án þess að borga SVÍÞJÓÐ Réttarhöld hófust í gær yfir Peter Mangs, manninum sem er talinn hafa borið ábyrgð á fjölda skot- árása í Malmö í Svíþjóð. Mangs er ákærður fyrir að hafa drepið tvo karlmenn af erlendum uppruna árið 2003 og sænska konu sem var í bíl með manni af erlendum uppruna árið 2009. Þá hefur hann verið ákærður fyrir tólf morðtilraunir til við- bótar. Mangs viðurkenndi að hafa framið skemmdarverk með því að skjóta á tvö götuskilti. Að öðru leyti neitaði hann sök. Lögfræð- ingur hans sagði fyrir dómi í gær að hann væri ekki kynþátta- hatari, en árásirnar hafa verið tengdar kynþáttafordómum. - þeb Fjöldi morða og morðtilrauna: Morðinginn í Malmö neitar PETER MANGS STJÓRNMÁL Samþykki ríkisstjórnin að fara í almennar skuldaniðurfell- ingar og beita sér í öðrum málum sem þingmenn Hreyfingarinn- ar vilja að nái fram að ganga mun þingflokkur Hreyfingarinnar verja stjórnina vantrausti. Forystumenn ríkisstjórnarinnar funduðu með þingmönnum Hreyf- ingarinnar á sunnudag. Hugmynd- ir hafa verið uppi frá því milli jóla og nýárs að gera samkomulag þessa efnis, segir Þór Saari, formaður þinghóps Hreyfingarinnar. Hann segir að unnið sé að því að ná samkomulagi, en þingmenn Hreyfingarinnar vilja að reynt verði til þrautar fyrir vikulokin. „Þeir eru með eins manns meiri- hluta, sem þýðir í raun að allir stjórnarþingmenn hafa neitunarvald í öllum málum, og það er greinilegt að þeir eru að beita því óspart,“ segir Þór. Hann segir að þó stjórnin sé ekki minnihlutastjórn geti hún stað- ist þrýsting einstakra þingmanna betur sé hún varin vantrausti af þremur þingmönnum Hreyfingar- innar. Hreyfingin hefur sett fram ákveðnar kröfur til að það verði að veruleika. Þór segir þær kröfur snúast annars vegar um víðtækar lýðræðisumbætur, til dæmis þjóð- aratkvæðagreiðslu um tillögu stjórn- lagaráðs að nýrri stjórnarskrá og persónukjör í kosningum. Hins vegar segir hann að þing- menn Hreyfingarinnar vilji að tekið verði á skuldamálum heimilanna og verðtryggingunni. „Ríkisstjórnin hefur verið að reyna að laga það svöðusár með smáplástrum,“ segir Þór. Hann segir ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar séu ekki að virka. Fólk sem tekið hafi fasteignalán hafi orðið fyrir forsendubresti vegna brasks banka- manna. Þór segir það kröfu þingmanna að höfuðstóll skulda heimilanna verði færður niður umtalsvert, og verð- tryggingin felld niður. „Okkur finnst ekki góður bragur á því að ríkisstjórn sem var kosin í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar skuli ekki sinna þeim helstu málum sem hún var kosin út á, og voru helstu ástæður búsáhaldabyltingar- innar,“ segir Þór. „Við teljum að sú ríkisstjórn hafi kannski ekkert með það að gera að sitja allt kjörtímabilið ef hún ætlar ekki að sinna þeim málum, þá á að gefa almenningi kost á að segja sína skoðun á því í kosningum.“ Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. brjann@frettabladid.is Almenn niðurfærsla forsenda stuðnings Ríkisstjórnin og Hreyfingin reyna nú að ná samkomulagi um að þingmenn Hreyfingarinnar verji ríkisstjórnina vantrausti. Hreyfingin krefst lýðræðisúr- bóta og aðgerða í skuldamálum heimilanna. Vilja niðurstöðu fyrir vikulokin. SAMSTARF Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari, vilja verja ríkisstjórnina vantrausti verði gengið að kröfum Hreyfingarinnar í ákveðnum málaflokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GRIKKLAND, AP Karolos Papúlias, forseti Grikklands, lagði til í gær að skipuð yrði utanþingsstjórn, til að binda enda á stjórnarkreppu sem hefur ríkt síðustu tíu daga eftir þingkosningar. Forsetinn hitti forsvarsmenn þriggja stærstu stjórnmálaflokk- anna í gær og áformar að hitta fulltrúa frá öllum flokkum, nema öfgaflokknum Gylltri dögun, til að finna lausn á málinu og kom- ast hjá því að boða þurfi nýjar kosningar í næsta mánuði. Gyllt dögun fékk um sjö pró- sent atkvæða í kosningunum, en samkvæmt skoðanakönnunum hefur flokkurinn misst helming fylgis síns síðan. - gb / þj Grikklandsforseti með tillögu: Stingur upp á utanþingsstjórn MENNTAMÁL Tekið verður upp samráð við foreldra þegar skóla- stjórar eru ráðnir, nái tillaga sjálfstæðismanna í borgarstjórn fram að ganga. Hún var lögð fram á síðasta fundi skóla- og frí- stundaráðs en afgreiðslu frestað. Lagt er til að stjórnir foreldra- félaga fái að kynna sér gögn um umsækjendur og hitta þá. Verði því við komið geti stjórnir efnt til funda fyrir foreldra og í fram- haldinu skilað til skóla- og frí- stundaráðs áliti á því hver hæf- asti umsækjandinn sé. - þeb Skólastjórar ráðnir í borginni: Foreldrar komi að ráðningum SJÁVARÚTVEGUR Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra gagn- rýndi harkalega hugmyndir sem eru til umræðu innan ESB um refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna makríldeilunnar, á fundi EES- ráðsins í gær. Þar voru fulltrúar EFTA-ríkjanna og Danir fyrir hönd ESB. „Ég gagnrýndi ályktun sjáv- arútvegsnefndar Evrópuþings- ins og þau drög sem af hálfu þess liggja fyrir um mögulegar aðgerð- ir sem kann að verða gripið til gegn Íslandi og Færeyjum,“ sagði Össur. Hann sagðist þó hafa tekið skýrt fram að vilji Íslendinga væri að ná niðurstöðu um málið til að koma í veg fyrir ofveiði úr stofn- inum. Össur segist hafa sagt sumar þær aðgerðir sem lagðar eru til ganga gegn reglum Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, innri mark- aðarins, sem Íslendingar eru aðil- ar að, og sérstaklega bókun níu í EES-samningnum. „Ég sagði það lítinn álitsauka fyrir EES á 20 ára afmælisári samningsins, ef ESB ætlaði að beita ólögmætum aðgerðum í deil- unni um makrílveiðar. Ég sagðist ekki trúa að svo yrði fyrr en hönd- in væri lögð í sárið.“ Össur sagði að honum hafi skil- ist af ræðu Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, á fund- inum að Støre teldi að aðgerðir yrðu að vera í samræmi við EES samninginn og það væri ánægju- efni. - þj Utanríkisráðherra ræddi makríldeiluna á fundi EES-ráðsins í gær: Gagnrýndi fyrirhugaðar aðgerðir ESB Ég sagðist ekki trúa að svo yrði fyrr en höndin væri lögð í sárið. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.