Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 4
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
Mér urðu á þau leiðu glöp í greininni
„Það gefur á bátinn” sem birtist í
Fréttablaðinu í gær að tala um þyrlu-
kaup og Guðmund útgerðarmann í
Brimi í sömu andrá. Þar sló saman
í hausnum á mér tveimur útgerðar-
mönnum því að nafni minn í Brimi
mun ekki hafa átt í slíkum viðskiptum
og bið ég hann hér með afsökunar á
þessum ruglingi.
Guðmundur Andri Thorsson
LEIÐRÉTT
DÝRALÍF Krían er komin í Snæ-
fellsbæ og er fjórum dögum fyrr
á ferðinni en í fyrra, að því er
fram kemur á
Skessuhorni.is.
Stór kríuhópur
sást í ósnum á
Rifi á laugar-
dagskvöld en
krían kemur
yfirleitt á svæð-
ið á bilinu 9. til
14. maí.
Enginn fugl í heiminum ferðast
jafn langa leið á milli varp- og
vetrarstöðva og krían. - kh
Sumarið að ganga í garð:
Krían komin til
Snæfellsbæjar
KRÍA
LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari
telur líklegt að ákvörðun verði
tekin á næstu vikum um hvort
ákæra verði gefin út í máli Egils
Einarssonar og unnustu hans, er
greint var frá á fréttavef Vísis.
Kona kærði Egil og unnustu
hans fyrir nauðgun í lok nóvem-
ber á síðasta ári. Lögregla sendi
málið til ríkissaksóknara um
miðjan janúar, sem sendi það
aftur til lögreglu. Önnur stúlka
kærði síðan Egil fyrir nauðgun.
Málið hefur verið á borði ríkis-
saksóknara síðan í febrúar. Egill
og unnusta hans neita sök. - sv
Kæra gegn Agli Einarssyni:
Ákvörðun tekin
á næstu vikum
LÖGREGLUMÁL Þrír karlar hafa
verið úrskurðaðir í áframhald-
andi gæsluvarðhald til 11. júní að
kröfu lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Mennirnir, sem eru pólskir, eru
grunaðir um að flutt til landsins
um 8,5 kíló af amfetamíni. Þeir
voru handteknir um miðjan apríl,
sama dag og þeir komu með flugi
frá Póllandi. Það var fíkniefna-
hundurinn Nelson sem kom upp
um smyglið á fíkniefnunum.
Teknir með eiturlyf í kílóavís:
Dópsmyglarar
áfram í haldi
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
21°
17°
9°
13°
14°
15°
15°
27°
10°
24°
19°
31°
13°
11°
21°
13°Á MORGUN
Víða fremur hægur
vindur, hvassara NA-til
FIMMTUDAGUR
Víða fremur
hægur vindur
-4
1
1
3
2
4
4
4
1
-1
0
4
7
3
4
13
8
8
8
16
9
7
3
3
4
6
2
6
7
5
4
2
KALDIR DAGAR en
þó hýnandi. Él NA-
til í dag og dálítil á
morgun. Bjart um
V-vert landið í dag
en dregur svo fyrir
og líkur á skúrum
á fi mmtudag. Þá
birtir til fyrir austan.
Hitastigið á leið
upp á við, kemst
þó hægt fari.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
FERÐAÞJÓNUSTA Félagið Rauðka
ehf., sem er í eigu Róberts Guð-
finnssonar athafnamanns, hefur
gert víðtækt samkomulag við
sveitarfélagið Fjallabyggð um
uppbyggingu tengda afþreyingu
og ferðamennsku á Siglufirði.
Rauðka er þegar umsvifamikil
í ferðaþjónustu á Siglufirði og
rekur þar meðal annars Gallerí
Rauðku og veitingahúsin Hannes
Boy og Kaffi Rauðku. „Samkomu-
lagið felur í sér atriði sem við
teljum vera mikilvæg til þess að
byggja grundvöll fyrir hótel. Það
tengist ýmsum umhverfismálum
og skíðasvæðinu og golfvellinum,“
segir Finnur Yngvi Kristinsson,
verkefnisstjóri hjá Rauðku og
tengdasonur Róberts.
Markmið samkomulags Rauðku
og Fjallabyggðar er sagt vera „að
skapa byggðarlaginu sérstöðu og
gera það eftirsóknarvert í augum
ferðamanna í framtíðinni“.
Kveðið er á um skipulagsbreyt-
ingar í miðbænum í nánu sam-
starfi við Rauðku, úthlutun lóðar
til félagsins undir nýtt hótel við
smábátahöfnina og uppbyggingu
skíðasvæðis og golfvallar bæjar-
ins.
„Það er verið að taka á ýmsum
málum sem mönnum finnst nauð-
synlegt að kippa í liðinn,“ segir
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
bæjarstjóri Fjallabyggðar, um
samkomulagið. Undir séu skipu-
lagsmál, atvinnumál, umhverfis-
mál og útvistarsvæði bæjarins.
„Þetta er alveg einstakt.“
Stofna á sjálfseignarstofn-
unina Leyning ses. sem ætlað
er að byggja upp skíðasvæðið og
golfvöllinn. Sveitarfélagið leggur
Leyningi til öll núverandi mann-
virki á skíðasvæðinu en Rauðka
skuldbindur sig til að borga 300
milljónir króna inn í Leyning.
Meðal annars á að reisa skíða-
skála á næsta ári.
Rauðka hefur látið frumhanna
nýja hótelið og bærinn hefur
skuldbundið sig til að úthluta
félaginu lóð. Opna á nýja hótelið
árið 2015. Finnur segir gert ráð
fyrir að það taki á bilinu 120 til
130 næturgesti í 64 herbergjum.
Áætlað sé að bygging þess kosti
um 900 milljónir króna.
Aðspurður segir Finnur Rauðku
þegar hafa lagt 600 milljónir í
fjárfestingar á Siglufirði. Gangi
þær áætlanir eftir sem nefndar
eru í samkomulaginu bætast um
1.200 milljónir við á næstu árum
svo heildarfjárfesting Rauðku í
bænum verður um 1.800 milljón-
ir króna.
gar@frettabladid.is
Rauðka fjárfestir fyrir
1.200 milljónir á Sigló
Félag í eigu Róberts Guðfinnsonar og Fjallabyggð hafa samið um uppbyggingu
á Siglufirði. Róbert leggur 300 milljónir króna í skíðaskála og fleira og fær lóð
undir 900 milljóna króna hótel. Áður hefur félagið fjárfest fyrir 600 milljónir.
Á SIGLUFIRÐI Umsvif Róberts Guðfinnssonar í heimabæ hans hafa verið vaxandi
síðustu ár. Meðal annars rekur félag hans þar veitingastaðinn Kaffi Rauðku.
MYND/FRIÐRIK
LÍBÍA Eftir ítarlegar rannsóknir
á vettvangi og viðtöl við fjölda
fólks hafa mannréttindasamtök-
in Human Rights Watch komist
að þeirri niðurstöðu að loftárás-
ir NATO á íbúðarhús á átta stöð-
um í Líbíu á síðasta ári kostuðu að
minnsta kosti 72 almenna borgara
lífið. Þar af eru 28 karlar, 20 konur
og 24 börn innan 18 ára aldurs.
Alls var meira en 7.700 sprengj-
um varpað á Líbíu þessa sjö mán-
uði sem loftárásirnar stóðu. NATO
hefur frá upphafi sagt að aðeins
hafi verið ráðist á skotmörk sem
hafi haft hernaðarlega þýðingu.
„NATO gerði allt til að draga
úr hættunni fyrir almenna borg-
ara, en í flóknum hernaði getur
sú hætta aldrei verið engin,“ segir
Oana Lungescu, talskona NATO.
„Við hörmum innilega öll dauðsföll
almennra borgara sem NATO gæti
hafa borið ábyrgð á.“
Human Rights Watch segist hins
vegar ekki hafa fundið neinar vís-
bendingar um að árásir á tvo af
þessum átta stöðum hafi haft raun-
verulega hernaðarlega þýðingu.
Í skýrslunni segir að á fimm
staðanna hafi fundist veikar vís-
bendingar um að hugsanlega hafi
skotmörkin haft einhverja hernað-
arlega þýðingu, og á einum stað er
hugsanlegt að háttsettur herforingi
í liði Gaddafís hafi fallið ásamt sjö
almennum borgurum.
Samtökin segja NATO ekki hafa
birt upplýsingar sem geti staðfest
fullyrðingar um að skotmörkin hafi
verið lögmæt.
„NATO ber skylda til þess að
rannsaka trúverðugar ásakanir um
brot á lögum um hernað, veita þeim
sem ábyrgð bera hæfilega refsingu
og greiða fórnarlömbum ólöglegra
árása bætur,“ segir jafnframt í
skýrslunni. - gb
Ný skýrsla sýnir að sjö mánaða loftárásir NATO á Líbíu kostuðu að minnsta kosti 72 almenna borgara lífið:
Tugir barna féllu í loftárásum á Líbíu
ÚTFÖR Í MAJER Þann 9. ágúst var fjöldi
manns borinn til grafar í bænum Majer,
daginn eftir að sprengjur féllu þar á hús
tveggja fjölskyldna. NORDICPHOTOS/AFP
REYKJAVÍK Stóreflis birkitré rifnaði
upp með rótum á lóð við Reyni-
mel í hvassviðrinu sem gekk yfir
höfuðborgarsvæðið á aðfaranótt
mánudags.
Jón Kári Eldon, einn íbúa húss-
ins, segir í samtali við Fréttablaðið
að trjáfellirinn hafi blasað við um
morguninn, en engin hætta hafi
verið á ferðum.
Tréð hafi nú verið fjarlægt úr
garðinum.
„Þetta var gamalt tré og stærsta
tréð í garðinum þannig að það er
hálf tómlegt um að lítast hérna
eftir að það er farið,“ segir Jón
Kári. - þj
Trjáfellir í hvassviðrinu:
Tómlegt eftir
fall risatrés
RIFNAÐI UPP MEÐ RÓTUM Stærðar-
innar birkitré féll á hliðina í Vesturbæ
Reykjavíkur í fyrrinótt. MYND/JÓN KÁRI ELDON
GENGIÐ 14.05.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
224,3802
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,24 126,84
202,88 203,86
162,47 163,37
21,854 21,982
21,353 21,479
18,014 18,12
1,578 1,5872
193,57 194,73
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
NÝ
KILJA!
Það er verið að taka á
ýmsum málum sem
mönnum finnst nauðsynlegt
að kippa í liðinn.
SIGURÐUR VALUR ÁSBJARNARSON
BÆJARSTJÓRI FJALLABYGGÐAR