Fréttablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 6
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
tvær nýjar bragðtegundir!
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
46
40
7
E
N
N
E
M
NÝ
BRAGÐTEGUND- SÍTRÓNA OG KARRÍ
NÝ
BRAGÐTEGUND- BÉARNAISE
Aðalfundur Bakkavör Group ehf. verður haldinn miðvikudaginn
23. maí nk. kl. 10:30 á Hótel Sögu, Hagatorgi, 107 Reykjavík.
Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið ár.
2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár, ásamt áritun endurskoðanda, lagður
fram til samþykktar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
5. Kosning stjórnar félagsins samkvæmt 17. gr. samþykkta félagsins.
6. Kosning endurskoðunarfélags.
7. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu.
8. Kynning á fyrirhugaðri breytingu á skipan samstæðunnar.
9. Tillaga um eftirfarandi breytingar á samþykktum félagsins.
a. Heimilisfangi félagsins skv. 1. gr. verði breytt í 3 Sheldon Square,
5th Floor, Paddington, London W2 6HY, Bretlandi.
b. Breyting á (g) lið 10. gr. sem heimilar stjórn félagsins að semja um
að flýta breytingu á breytanlegu láni félagsins.
10. Tillaga um lækkun A hluta í allt að kr. 500.000 að nafnverði til greiðslu til
hluthafa skv. 2. tölul. 2. mgr. 34. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög,
með hlutum í Bakkavor Holdings Limited.
11. Tillaga um staðfestingu aðalfundar á fyrirhugaðri breytingu á skipan
samstæðunnar.
12. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja
frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis viku fyrir aðalfund.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í
stjórn félagsins skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að
minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar
um framboð til stjórnar skulu vera aðgengilegar hluthöfum á skrifstofu
félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn
frá kl. 9:30 á fundarstað. Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við
hlutaskrá að morgni 21. maí 2012.
Fundur hluthafa í B flokki
Boðað er til fundar hluthafa í B flokki hlutafjár félagsins sama dag.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu við Hagatorg og hefst kl. 9:00.
Fundarefnið er tilnefning stjórnarmanns hluthafa í B-flokki í stjórn
Bakkavör Group ehf. í samræmi við 17. gr. samþykkta félagsins.
Athygli er vakin á að atkvæðisréttur miðast við hlutaskrá að morgni
21. maí 2012.
Reykjavík 14. maí 2012
Stjórn Bakkavör Group ehf.
Aðalfundur Bakkavör Group ehf.
STJÓRNSÝSLA „Vandi núgildandi
stjórnarskrár er að í upplausnar-
ástandi gæti forseti hreinlega tekið
völdin af ríkisstjórn.“ Þetta segir
Eiríkur Bergmann stjórnmála-
fræðingur í grein í nýjasta hefti
Skírnis. Greinin fjallar um breytta
stöðu forseta Íslands og frumvarp
Stjórnlagaráðs.
Eiríkur segir núgildandi stjórn-
arskrá svo óskýra að innan marka
hennar gæti
forseti farið
sínu fram og
túlkað völd sín
með eigin nefi.
„Skipist veður
svo í lofti í
íslensku samfé-
lagi að Alþingi
og ríkisstjórn
séu trausti rúin
er ekki með
öllu útilokað að vinsæll forseti
geti nýtt sér slíkt ástand og virkj-
að ýmis ákvæði stjórnarskrárinn-
ar um valdheimildir sem hingað til
hafa aðeins verið taldar formlegar
og í raun í höndum ráðherra,“ segir
í grein Eiríks. Dæmi um þetta
segir hann meðal annars vera skip-
un ráðherra, veitingu opinberra
embætta, útgáfu bráðabirgðalaga
og gerð þjóðréttarsamninga við
önnur ríki.
„Þessi stjórnarskrárákvæði um
forsetann eiga sér rætur í valda-
miklum konungi nítjándu aldar
og við virka beitingu þeirra, án
atbeina ráðherra, væri stjórnskip-
unin vitaskuld öll komin á slig,“
segir Eiríkur. Hann segir tilurð
forsetaembættisins hafa ráðist
af þeim vanda sem við blasti við
lýðveldistökuna árið 1944, þegar
Íslendingar samþykktu eigin
stjórnarskrá, um það hvað ætti að
gera við konunginn. Í nafni sam-
stöðu hafi verið ákveðið að gera
sem minnstar breytingar á full-
veldisstjórnarskránni frá árinu
1920. Hún var að uppistöðu byggð
á dönsku stjórnarskránni, sem var
nánast óbreytt frá lokum einveldis-
ins um miðja nítjándu öld.
Þar, líkt og í mörgum eldri
stjórnarskrám sem urðu til við
umskipti frá einveldi til fulltrúa-
lýðræðis, voru konungar sagðir
framkvæma ýmsar stjórnarat-
hafnir sem þeir gerðu í raun ekki
lengur. „Slíkt leppsorðalag var
notað til að raungera breytinguna
frá einveldi til lýðræðis á borði án
þess þó að segja það beint í orði.
Í stað þess að skrifa breytinguna
hreint út er sagt að ráðherrar fari
með vald þjóðhöfðingjans.“
Þaðan segir Eiríkur að sú arfleið
komi að forseti sé sagður fara með
ýmis völd sem í raun séu í höndum
ráðherra. „Stjórnarskráin færir
forsetanum þannig ýmis völd sem
hún svo kippir til baka í greinum
þar sem segir að forseti sé ábyrgð-
arlaus af stjórnarathöfnum og að
forseti láti ráðherra framkvæma
vald sitt.“ Stjórnarskráin endur-
spegli því togstreitu nítjándu aldar
á milli konungs og lýðræðislegra
stjórnvalda. „Núgildandi stjórnar-
skrá er af þessum sökum óþægi-
lega þvælin um hlutverk forsetans
sem sagður er fara með ýmis verk
sem hann sannarlega sinnir ekki.
Og getur ekki sinnt í þingræðis-
ríki.“ thorunn@frettabladid.is
Forseti gæti tekið
völdin af ríkisstjórn
Forseti gæti virkjað ýmis stjórnarskrárákvæði og tekið völdin af ríkisstjórn í
upplausnarástandi vegna þess hversu óskýr stjórnarskráin er. Ákvæði um for-
setann í stjórnarskrá rakin til konunga nítjándu aldar, segir Eiríkur Bergmann.
ÓLAFUR Á BLAÐAMANNAFUNDI Í grein sinni í Skírni segir Eiríkur að staðfestingar-
synjun Ólafs Ragnars á lögum feli í sér mun virkari þátttöku í stjórnmálum landsins
en fyrri forsetar töldu hæfa embættinu. Myndin er frá því að Ólafur Ragnar synjaði
lögum um Icesave staðfestingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EIRÍKUR
BERGMANN
DÓMSMÁL Þingeyringur sem játaði
að hafa drekkt hundi í Dýrafirði í
desember hlaut í gær 30 daga skil-
orðsbundinn dóm og skal greiða
100 þúsund króna sekt. Honum
var jafnframt bannað að hafa dýr
í umsjá sinni í fimm ár.
Maðurinn játaði að hafa bund-
ið saman fram- og afturfætur
hundsins og fest tvö bíldekk við
hálsól hans áður en hann henti
hundinum í sjóinn þar sem hann
drukknaði.
Í dóminum segir að á heimili
mannsins hafi á undanförnum
misserum verið rekin hundagæsla
gegn gjaldi og að hann hafi tekið
þátt í þeirri starfsemi.
Í dómi sem féll í Héraðsdómi
Vestfjarða í gær segir að sú aðferð
sem maðurinn hafi notað til að aflífa
dýrið sé í „hrópandi andstöðu“ við
lög um dýravernd. Brot mannsins
var stórfellt í ljósi einbeitts ásetn-
ings hans og þeirrar aðferðar sem
hann hafi viðhaft við að aflífa dýrið.
Dómurinn segir skýringar
mannsins þess efnis að hann hafi
aflífað hundinn vegna þess að hann
hafi haft áhyggjur af ungabarni á
heimilinu ekki vera honum til máls-
bóta. - bj
Hundagæsla rekin á heimili Þingeyrings sem drekkti hundi í Dýrafirði:
Hlaut 30 daga skilorðsbundinn dóm
DREKKT Maður sem dæmdur var fyrir að
drekkja hundi batt tvö dekk við hálsól
hundsins og henti honum í sjóinn fyrir
botni Dýrafjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT
LÖGREGLUMÁL Tveir voru fluttir á
slysadeild eftir harðan árekstur
tveggja fólksbíla á mótum Lyng-
háls og Stuðlaháls í Hálsahverf-
inu í Reykjavík á tíunda tímanum
í gær.
Hvorugur mun vera alvarlega
slasaður, en slökkviliðið var kall-
að á vettvang til að hreinsa upp
olíu og annan vökva, sem lak úr
bílflökunum.
Bílarnir voru mikið skemmd-
ir og þurfti að draga þá burt. Þá
þurfti að loka gatnamótunum um
tíma vegna slyssins.
Árekstur í Hálsahverfinu:
Tveir fluttir
á slysadeild
PALESTÍNA, AP Samkomulag tókst í gær milli Ísraela
og palestínskra fanga, sem hafa verið í hungur-
verkfalli síðan um miðjan apríl til að mótmæla
aðstæðum í ísraelskum fangelsum.
Að minnsta kosti 1.600 fangar hafa verið í hung-
urverkfalli vikum saman, nokkrir þeirra í allt að
77 daga og var ástand þeirra orðið hættulegt.
Palestínumenn tóku hins vegar dræmt í tilboð
Ísraelsstjórnar um að hefja friðarviðræður á ný.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels,
skrifaði á laugardag bréf til Mahmouds Abbas,
forseta Palestínustjórnar, þar sem hann sagði
breytingar á ríkisstjórn Ísraels gefa gott tækifæri
til að hefja friðarviðræður á ný.
Netanjahú styrkti í síðustu viku stöðu sína á
þingi þegar Kadima, stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, gekk til liðs við stjórnina.
Palestínumenn segja ekkert tekið á helstu deilu-
málum þeirra í bréfinu, svo sem útþenslu land-
tökubyggða eða framtíðarlegu landamæra, en Net-
anjahú segir að um þau þurfi að semja. - gb
Palestínumenn taka dræmt í tilboð Netanjahús um að hefja friðarviðræður á ný:
Fangar hætta hungurverkfalli
MÓTMÆLI Palestínsk kona með myndir af föngum í ísraelskum
fangelsum. NORDICPHOTOS/AFP
Ætlar þú í útilegu í sumar?
JÁ 48,4%
NEI 51,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Borðaðir þú fisk í síðustu viku?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN