Fréttablaðið - 15.05.2012, Page 8

Fréttablaðið - 15.05.2012, Page 8
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Dagskrá 1. Skýrsla rannsóknarnefndar lífeyrissjóða yfirferð Intellecta. 2. Skýrsla stjórnar. 3. Gerð grein fyrir ársreikningi. 4. Tryggingafræðileg úttekt. 5. Samþykktir sjóðsins. 6. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt. 7. Önnur mál. Ársfundur 2012 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 16:30, að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Reykjavík 23. 04. 2012 Frummælendur: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Árni Páll Árnason, alþingismaður. Ólöf Nordal, alþingismaður. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Skráning á www.sa.is Létt morgunhressing frá kl. 8.00 en fundur hefst kl. 8.30 í sal H&I á 2. hæð. Opinn fundur SA á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 16. maí kl. 8.30-10.00 BRÝNASTA HAGSMUNAMÁL ÍSLENDINGA Afnám gjaldeyrishafta: Samtök atvinnulífsins telja það brýnasta hagsmunamál Íslendinga að gjaldeyrishöftin verði afnumin sem fyrst þar sem þau valda þjóðinni sífellt meiri skaða. Samtök atvinnulífsins hafa sett fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir árslok. Kynntu þér áætlunina á www.sa.is NÝJAR FRÉTTIR OFT Á DAG FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag VIÐSKIPTI Íslenska kauphöllin vís- aði einu máli til frekari rannsókn- ar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) í aprílmánuði vegna gruns um mark- aðsmisnotkun. Alls hefur Kauphöll- in vísað tveimur slíkum málum til eftirlitsins það sem af er árinu 2012. Hvorki FME né Kauphöllin vilja gefa upp hverjum málin tengjast né hvert umfang þeirra er. Í yfirliti yfir eftirlitsmál NAS- DAQ OMX Iceland, betur þekkt sem Kauphöll Íslands, fyrir aprílmánuð kemur fram að einu máli hafi verið vísað til FME í þeim mánuði vegna gruns um markaðsmisnotkun. Þetta er þó fjarri því að vera eina málið sem Kauphöllin hefur vísað til FME það sem af er ári. Í janúar vísaði hún einu máli til FME vegna þess að ákveðnar upp- lýsingar voru ekki gerðar opinberar í gegnum tilkynningakerfi Kaup- hallarinnar áður en þær voru gerð- ar opinberar á öðrum vettvangi. Auk þess vísaði hún einu máli til eftirlitsins í þeim mánuði vegna gruns um markaðsmisnotkun, einu vegna þess að ekki var tilkynnt með fullnægjandi hætti um innherja- viðskipti og einu máli vegna þess að grunur lék á um innherjasvik. Auk þess vísaði Kauphöllin tveimur málum til FME í febrúar og mars. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til Kauphallarinnar um nýjasta mark- aðsmisnotkunarmálið. Í svari henn- ar kemur fram að Kauphöllinni sé „skylt að tilkynna Fjármálaeftirlit- inu ef grunur eða vitneskja er um að brotin hafi verið lög, reglugerð- ir eða aðrar reglur sem gilda um viðskipti á skipulegum verðbréfa- markaði eða brotið hafi verið gróf- lega eða ítrekað gegn reglum Kaup- hallarinnar. Mál er varða grun um markaðssvik (e. market abuse) falla þarna undir. Til markaðssvika telst markaðsmisnotkun“. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hverja málið snertir né um umfang þess. Kauphöllina grunar markaðsmisnotkun Kauphöllin hefur vísað tveimur málum til FME vegna gruns um markaðsmis- notkun á þessu ári. Síðara málið kom upp í apríl. Hvorug stofnunin vill upplýsa um umfang eða eðli málanna. Alls hefur Kauphöllin vísað sjö málum til FME í ár. Það sem telst vera markaðs- misnotkun samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti, er meðal annars að dreifa röng- um orðrómi eða framkvæma sýndarviðskipti. Samkvæmt lögunum þarf ekki að vera ásetningur til staðar til þess að brot flokkist sem markaðsmis- notkun heldur er nóg að brotið hafi átt sér stað. Brotin varða allt að sex ára fangelsi. Einn dómur hefur fallið eftir hrun vegna markaðsmis- notkunar. Í mars 2011 dæmdi Hæstiréttur tvo fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í sex mánaða fangelsi fyrir að setja ítrekað fram kauptilboð í skuldabréf Existu til að hafa áhrif á verð bréfanna. Upphaf þess máls má rekja til þess að Kauphöllin tilkynnti það til FME. Auk þess voru þeir Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guð- mundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir markaðsmis- notkun í febrúar síðastliðnum. Þeir voru einnig ákærðir fyrir annars konar brot. Fyrirtaka í því máli fer fram 24. maí næst- komandi. Hvað er markaðsmisnotkun? KAUPHÖLLIN Alls vísaði Kauphöll Íslands tutt- ugu málum til Fjármálaeftirlitsins í fyrra. Þau eru þegar orðin sjö það sem af er þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í svari FME við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að það skoði allar ábendingar frá Kauphöllinni og „afgreiðir þær á viðeigandi hátt. Í einhverjum tilvikum getur nið- urstaðan verið sú að aðhafast ekki frekar í málinu, í öðrum tilvikum leggur Fjármálaeftirlitið stjórn- valdssekt á viðkomandi fyrirtæki eða sendir málið áfram til lögregl- unnar. Við getum því miður hvorki gefið þér dagsetningu né nánari upplýsingar sem þú ferð fram á“. Kauphöllin birti yfirlit yfir eftir- litsmál hjá sér á árinu 2011 í byrj- un þessa árs. Þar kom fram að átta mál hefðu verið send áfram til FME vegna gruns um brot á reglum um upplýsingagjöf félaga á markaði og tólf mál sem lutu að viðskiptum með verðbréf. thordur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.