Fréttablaðið - 15.05.2012, Page 14

Fréttablaðið - 15.05.2012, Page 14
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Ein- hvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sam- bærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkr- um árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð“ eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð“. Aðstæður okkar vinkvenn- anna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fast- eignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vin- konan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækk- að, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Stað- an er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræði- lega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vin- konan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygg- inguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunn- ar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtak- anna og í henni var farið yfir mun- inn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjöl- skyldan er að greiða mörg hundr- uð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borg- að af mínum lánum við hver mán- aðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánað- arlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af hús- næðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju föt- unum okkar. Já, eða svona nokk- urn veginn. Ólína Þorvarðardóttir hefur verið einn öflugasti talsmað- ur þingsins fyrir breyttu fiskveiði- stjórnunarkerfi. Hún hefur boðið stórútgerðinni birginn og haldið á lofti loforðum ríkisstjórnarinn- ar um afnám ríkjandi einokunar á fiskimiðunum, einokun sem staðið hefur í hartnær 30 ár. En nú skýtur skökku við. Ólína vegsamar nýtt kvótafrum- varp um fiskveiðistjórn og segir það rjúfa ótímabundinn eignarétt núverandi kvótahafa á aflaheim- ildum sem verða innkallaðar á einu bretti og nýtingin einskorðuð við 20 ár. En gildra þessa frumvarps er þessi: Ekki er hægt að breyta stjórn fiskveiða fyrr en að fimm árum liðnum. Eftir það fá útgerð- ir fimmtán ára aðlögunartíma. Ákveði ríkisstjórn eftir fimm ár að breyta kerfinu þarf hún eða rík- isstjórn sama sinnis að vera end- urkosin þrisvar til að geta fram- fylgt breytingunni. Annars er eins víst að ný ríkisstjórn taki til sinna ráða og ákveði eitthvað annað. Þar með framlengist nýtingartíminn um önnur fimmtán ár og svo koll af kolli. Sú fullyrðing Ólínu um að nýting núverandi kvótahafa ein- skorðist við 20 ár er því í meira lagi hæpin. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Frum- varpið gerir ráð fyrir 20 ára nýt- ingarsamningum við núverandi kvótahafa, í dag er aflaheimildum úthlutað til eins árs í senn. Þessi nýja tilhögun bindur því hendur ráðherra til 20 ára í stað eins árs og hlýtur að auka en ekki minnka líkur á skaðabótaskyldu ríkisins verði lögum breytt eða stjórnar- skrá. Og þó kvótahöfum sé gert að viðurkenna þjóðareign fiskimið- anna er þeim fengin einokunarað- staða að auðlindinni sem er í trássi við jafnræði og atvinnufrelsi, ein- mitt það sem ríkisstjórnin vildi innleiða í samræmi við álit mann- réttindanefndar SÞ. Fullyrðing Ólínu um að frum- varpið tryggi að aflaheimildir séu í þjóðareign er ekkert umfram það sem þegar stendur í lögum um stjórn fiskveiða en þar segir í fyrstu grein: Nytjastofn- ar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ólína segir líka að frumvarpið tryggi að nýting fiskimiðanna byggist ekki á eign- arhaldi heldur tímabundnum nýt- ingarrétti. Þetta er sömuleiðis að finna í fyrstu greininni sem endar svona: Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheim- ildum. Að mínu mati endurspeglar afstaða Ólínu því ekki ávinning heldur eftirgjöf í felubúningi. Önnur meginmarkmið stjórnar- flokkanna í fiskveiðistjórn voru hömlun á kvótaframsali, uppboð aflaheimilda með almennu aðgengi og frjálsar strandveiðar. Allt mark- laust og í raun er þessi ríkisstjórn að framfylgja stefnu fyrri ríkis- stjórnar í forhertri mynd og afhend- ir með þessu frumvarpi núverandi kvótahöfum áframhaldandi einokun að auðlindinni til 20 ára eða lengur. Trúi vart að Ólína Þorvarðardóttir taki þátt í þessum skollaleik, hvet hana til að berja í borðið. Innköllun aflaheimilda til þess eins að úthluta þeim aftur til fyrri kvótahafa er ósönn. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Ólína, berðu í borðið! Sjávarútvegsmál Lýður Árnason læknir og liðsmaður Dögunar Verið velkomin á Bifröst, þriðjudaginn 15. maí kl. 13-15 HÁSKÓLINN Á BIFRÖST BÝÐUR TIL MÁLÞINGS: Ábyrgir stjórnendur og hlutverk háskóla Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur tilnefnt áratuginn 2005-2014 áratug menntunar til sjálfbærrar þróunar. Í tengslum við þá vinnu hafa Sþ komið á fót sameigin- legu átaki þeirra menntastofnana sem vilja taka áskorun áratugarins og leggja áherslu á að mennta ábyrga leiðtoga með tilliti til sam- félagsábyrgðar og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Háskólinn á Bifröst undirritaði yfir- lýsinguna á síðasta ári og er jafnframt fyrstur íslenskra háskóla til að skrá sig til leiks. Í tengslum við átakið skipuleggur Háskólinn á Bifröst röð málþinga nú á vormánuðum, undir yfirskrift samfélags- og stjórnendaábyrgðar. Dagskrá Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á bifrost.is. Setning: Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Opnunarerindi: Pernille Kallehave, fram- kvæmdastjóri ICOA, þróunarmiðstöðvar á sviði sjálfbærni í rekstri fyrirtækja, en miðstöðin heyrir undir Háskólann í Árósum. Auk þess er Pernille ráðgjafi rektors skólans í málum sem tengjast sjálfbærni og umsjónarmanneskja PRME stefnumótunar innan háskólans. Pallborð Auður H. Ingólfsdóttir, sviðsstjóri félags- vísindasviðs við Háskólann á Bifröst Börkur Hansen, prófessor í stjórnunarfræðum menntastofnana við Háskóla Íslands Mary F. Davidson, verkefnisstjóri hjá Háskóla Sameinuðu þjóðanna Vinkonan í ESB Fjármál Valborg Ösp Á. Warén stjórnmálafræðingur Lars Bo Langsted flytur fyrirlestur um ábyrgð og skyldur endurskoðenda hlutafélaga í Hátíðarsal Háskóla Íslands þriðjudaginn 15. maí nk. kl. 12-14 Lars Bo Langsted er prófessor í lögfræði við Háskólann í Arósum. Viðfangsefni hans eru einkum á sviði fjármálaréttar og efnahagsbrota. LAGASTOFNUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.