Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 15

Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. maí 2012 15 Sjaldan hafa valkostir neytenda verið jafn margir og nú þegar kemur að fjarskiptatengingum heimilanna. Af þeim er ljósleiðari, lagður alla leið inn á heimili not- enda, líkt og Gagnaveita Reykja- víkur leggur, öflugasta og full- komnasta lausnin enda eina sanna ljósleiðaralausnin. Um það deilir enginn og ekkert sem bendir til annars en svo verði lengi. Síminn hefur nýverið hafið kynningu á skammtímalausn sem felst í að blandað er saman ljós- leiðurum sem liggja í götuskápa og áframhaldandi notkun á gömlu símalínunum. Þetta er svokölluð VDSL-tækni, næsta kynslóð af ADSL, sem Síminn kýs að kalla ljósnet. Það sem skiptir þó megin máli fyrir neytendur er hvaða þjón- usta þeim býðst. Staðreyndin er sú að framboð og gæði fjarskipta- þjónustu til heimila er nátengt getu fjarskiptatengingarinn- ar til gagnaflutninga. Viðfangs- efnið felst í því að auka mögu- legt gagnamagn (bandvídd) og hámarka gagnahraða sem allra mest. Sem betur fer átta margir sig á þessum tæknilegu atriðum, ekki bara tæknifólk. Samfélags- miðlar og sjónvarpsefni er sífellt að verða kröfuharðara á afköst og hraða gagnaflutninga og því gerir almenningur sér grein fyrir. Eng- inn nennir að bíða eftir að mynd á Facebook sé að birtast á tölvu- skjánum, myndband á YouTube byrji að spila eða bíómynd á leig- unni hefjist. Á ljósleiðaraneti Gagnaveitunn- ar bjóða þjónustuaðilar nú Inter- net-þjónustu með bandvíddina 100 megabitar á sekúndu. Það þýðir að ljósleiðaraheimtaug heimilis- ins ræður við umrædda bandvídd hvort heldur það er við flutning gagna til þess eða frá því og já, hvort tveggja í einu. Þarna er ekki um að ræða tilgreinda bandvídd hjá sumum eða stundum, held- ur hjá öllum alltaf, það geta við- skiptavinir Ljósleiðarans staðfest með því að mæla hraða tengingar sinnar á ljosleidarinn.is. Það hefur viðgengist ansi lengi og í raun allt frá upphafi þjónustu með ADSL-tækni að neytendum sé boðið upp á hina afkáralegu skil- greiningu á þjónustu: „Allt að“ eitthvað. Þannig selur Síminn nú „allt að“ 50 megabita Internet- þjónustu um VDSL-kerfi (ljósnet) sitt en í raun sanni má ætla að fáir viðskiptavinir nái þeirri band- vídd, sumir þeirra bara stundum og þá bara til sín. Frá heimilinu er hún a.m.k. helmingi minni. Þetta geta viðskiptavinir Símans sjálf- ir sannfærst um með því að mæla hraða tengingar sinnar á sim- inn.is/adstod/netid/hradi. Flestir munu komast að því að „allt að“ er að skila þeim „langt frá“ því sem þeir telja sig vera að kaupa. Rétt- ara væri að selja þjónustu með „að lágmarki“ tiltekin gæði fremur en „allt að“ tiltekin gæði. Hver kaupir „allt að“ tveggja lítra kók og fær þá kannski afhenta hálfs lítra kók, kannski lítra og ef heppnin er með þá tveggja lítra flösku en það er bara í boði fyrir þá sem búa við hliðina á sjoppunni! Síminn hefur fullyrt að ljósnet- ið muni ná til 100 þúsund heim- ila og að þeir muni bjóða hverju heimili 100 megabita tengingu. Það þarf engan snilling til að sjá að hér hefur markaðsfólk Símans farið eitthvað fram úr sér og lofar því sem hreinlega er ekki hægt að standa við. Hafandi fengið á sig fjölda stjórnvaldssekta vegna ólögmætra markaðsaðgerða er ótrúlegt að sjá Símann áfram á braut blekkinga í sölu- og mark- aðsaðgerðum sínum. Auk villandi nafngiftar og upplýsinga um band- vídd er þar að auki látið í veðri vaka að þjónusta Símans sé ódýr- ari en samkeppnisaðila sem nemur aðgangsgjaldi Gagnveitunnar. Neytendur, látið ekki blekkjast af svona bulli. Með einföldum verð- samanburði af vefsíðum Símans og Vodafone sést að á algengri þjón- ustuleið er þjónusta Vodafone um Ljósleiðara Gagnaveit- unnar ódýrari en þjón- usta Símans um ljósnet- ið. Gagnaveita Reykja- víkur hefur nú lagt og tengt ljósleiðara til rúm- lega 46 þúsund heimila, fyrst og fremst á höfuð- borgarsvæðinu en einn- ig á Suður- og Vestur- landi. Ætla má að um 50 þúsund heimili eða 40% heimila landsins geti nýtt sér alvöru ljósleið- aratengingu frá Gagna- veitu Reykjavíkur eða öðrum gagnaveitum. Þá hefur fjöldi sveitarfélaga í hyggju að leysa fjarskiptamál íbúa sinna með sam- bærilegum hætti. Það verður því að telj- ast nokkuð merkilegt að á svæðum þar sem alvöru ljósleiðaralausn er þegar til staðar telji Síminn sér hag í því að leggja út í umtals- verðar fjárfestingar til að púkka upp á áfram- haldandi notkun síma- línunnar. Fjárfesting- um þeirra er varla vel varið í uppfærslu á gamalli kopar- línutækni þar sem ljósleiðari er þegar í boði alla leið inn fyrir hús- vegg. Ætli hluthafar og kröfuhafar Símans viti af þessu? Hvaða fjár- festir myndi fjárfesta í malbikun á gamla sveitaveginum við hliðina á nýlagðri hraðbrautinni? Að sjálfsögðu býðst Símanum, eins og öllum þjónustuveitum, að veita þjónustu um ljósleiðaranet Gagnaveitunnar. Með því gæti Síminn, í samkeppni við aðra, veitt þá þjónustu sem löngun Símans stendur til, í stað „allt að“ þjón- ustu. Viðskiptavinir sem kjósa að taka alvöru ljósleiðaratengingu í notkun, hverfa því í stórum stíl frá Símanum til annarra þjónustu- aðila. „Allt að“ ekki neitt Fjarskipti Birgir Rafn Þráinsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur Hvaða fjár- festir myndi fjárfesta í malbikun á gamla sveita- veginum við hliðina á ný- lagðri hrað- brautinni? Smith & Norland hefur útvegað Íslendingum gæða-heimilistæki í 80 ár. Við seljum vandaðar vörur og kunnum okkar fag. Skiptið við traust og rótgróið fyrirtæki. Verið ávallt velkomin í verslun okkar, því að sjón er sögu ríkari. Umboðsmenn um land allt. VS Z3XTRM12 Mjög kraftmikil 1800 W ryksuga með „Compressor“-tækni. Skilar hámarks-sogkrafti með lágmarks-orkunotkun. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus 10 metrar. (fullt verð: 37.900 kr.) WM 14A163DN Einstaklega góð kaup. Tekur mest 5,5 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Íslenskt stjórnborð. (fullt verð: 114.900 kr.) WM 14E262DN Tekur mest 6 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 149.900 kr.) WM 14S464DN Tekur mest 8 kg, vindur upp í 1400 sn./mín. Orkuflokkur A+++. iQdrive: Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 199.900 kr.) WT 46E364DN Góður þurrkari sem tekur mest 7 kg. Skjár sem sýnir afgangstíma. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 159.900 kr.) WT 46E305DN Glæsilegur þurrkari sem tekur mest 8 kg. Sérkerfi: Ull 6 mín., blandaður þvottur, útifatnaður, heitt 20 mín. og 40 mín. hrað- kerfi. Íslenskt stjórnborð og leiðarvísir. (fullt verð: 169.900 kr.) SE 45E234SK Hvít, 12 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 48 dB (re 1 pW). (fullt verð: 119.900 kr.) SN 45M205SK (hvít) SN 45M505SK (stál) Glæsilegar 13 manna uppþvottavélar. Fimm kerfi. Sérlega hljóðlátar: 44 dB (re 1 pW). Tímastytting þvottakerfa („varioSpeed“). Íslenskur leiðarvísir. (hvít) (fullt verð: 169.900 kr.) (stál) (fullt verð: 189.900 kr.) Gæða-heimilistæki í 80 ár VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. (fullt verð: 28.900 kr.) Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.