Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 16
16 15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna lofaði því í samstarfsyfirlýsingu sinni árið 2009 að sjá til þess að þjóðin nyti eðlilegs arðs af sameign sinni, fiskinum í sjónum. Nú loks, þrem- ur árum síðar, hillir undir alvar- lega tilraun til þess að standa við það loforð. Deila má um útfærslu og undirbúning. Eigendur útgerð- arfyrirtækja eru ekki sáttir við fyrirhugaða gjaldtöku fyrir afnot þeirra af sameign þjóðarinnar. Fullyrt er, bæði í ræðu og riti og í einhverri dýrustu auglýsingaher- ferð Íslandssögunnar, að gjald- taka muni verða til þess að flest útgerðarfyrirtæki verði gjald- þrota. Endurskoðendur útgerð- arfyrirtækjanna, lánveitendur þeirra auk ýmissa annarra sem sumir hafa unnið skýrslur eða álitsgerðir eða unnið önnur við- vik fyrir útgerðarfyrirtækin taka undir svo bergmálar í fjöllunum. Spyrja má, hvernig hefði hagur útgerðarinnar verið nú hefði umtalsvert veiðigjald verið lagt á árunum 2000 til 2001. Til þess að svara þeirri spurningu hef ég safnað gögnum frá Hagstofu Íslands og frá öðrum aðilum um efnahag fyrirtækja sem stunda veiðar á Íslandsmiðum. Gögnin eru ófullkomin og þarf að geta í eyður á nokkrum stöðum. Öll fyrirtækin eiga duldar eignir í formi kvóta sem ekki er færður í bækur þeirra. Hagstofan skil- ur ekki milli efnahags veiða og vinnslu. Sé þetta fært til réttari vegar kemur í ljós að heildar- eignir útgerðarinnar (skip, veið- arfæri, kvóti) fóru úr 400 millj- örðum króna árið 2001 í um 865 milljarða króna árið 2007 en voru um 605 milljarðar 2010. Hefði gjaldtaka sem boðuð er hafist árið 2001 hefðu heildareignir þróast með allt öðrum hætti, verið 290 milljarðar króna árið 2007 og 230 milljarðar árið 2010. Þróun heildareigna segir ekki nema hálfa sögu. Til að sjá alla söguna þarf að skoða þróun skulda annars vegar og þróun verðmæt- is eiginfjár fyrirtækjanna hins vegar. Skuldir voru um 112 millj- arðar króna árið 2001, fóru í 472 milljarða árið 2008 og voru um 400 milljarðar árið 2010. Skuldir hefðu ekki getað þróast með þessum hætti hefði gjaldtaka hafist strax árið 2001. Líklega hefðu útgerðar- félögin losað sig við hlutabréf í bönkum og selt eignir og eignar- hluta í óskyldum rekstri. Félögin hefðu heldur ekki haft bolmagn til né þörf á því að skuldsetja sig á þann hátt sem þau gerðu á árun- um fram að hruni. Skuldaaukning- in á árunum fyrir hrun er fyrst og fremst tilkomin vegna kvótavið- skipta. Sum útgerðarfyrirtæki tóku lán til að kaupa kvóta á allt að 4.000 krónur þorskígildiskíló- ið, þeir sem seldu hættu sumir í útgerð og fóru með söluandvirð- ið í óskylda starfsemi, einhverjir keyptu bílaumboð, aðrir verslun- arrekstur í Reykjavík, enn aðrir gerðust „fagfjárfestar“, stofnuðu fjárfestingarfélög og fóru sumir á hausinn með stæl. Ekkert af þessu hefði gerst hefðu 70% af auðlindarentunni gengið til hins opinbera allt frá árinu 2001. Kvótaverðið hefði aldrei farið upp fyrir 1.200 krón- ur á þorskígildið. Það hefði vissu- lega dregið úr svigrúmi þáver- andi útgerðarmanna til kaupa á bílaumboðum og einkaþyrlum, en það hefði jafnframt dregið úr skuldsetningu þeirra útgerð- arfyrirtækja sem eftir sátu í útgerð. Líklega hefðu útgerðar- fyrirtækin þá reynt að greiða niður skuldir í stað þess að safna skuldum. Ég geri ráð fyrir því að viðbrögð útgerðarinnar við gjald- töku hefðu verið að lækka skuldir örlítið árlega mælt í erlendri mynt allt frá árinu 2000. Sé þeirri reglu beitt má álykta að skuldir útgerð- arinnar árið 2010 væru aðeins tíundi hluti þess sem raunveru- lega varð hefði gjaldtaka hafist árið 2001! Eiginfé útgerðarfyrirtækjanna er munur heildareigna og heild- arskulda. Eiginfjárstaðan ræður mestu um lífsgetu fyrirtækjanna. Þróun eiginfjár eftir því hvort um gjaldtöku er að ræða eða ekki, er afar forvitnileg og er sýnd á mynd 1. Mynd 1 ber með sér að eiginfé útgerðarinnar eftir hrun hefði verið svipað og það er þó gjald- taka hefði hafist árið 2001! Þessi staðreynd rímar illa við inntak þeirra auglýsinga sem nú dynja á landsmönnum! Þetta rímar líka illa við margauglýstar niðurstöð- ur banka útgerðarfyrirtækjanna og endurskoðenda þeirra og vekur spurningar um þær forsendur sem þessir aðilar leggja til grund- vallar mati sínu. Þess má geta að vaxtagreiðslur útgerðarinnar árið 2010 námu svipuðum upphæðum og veiði- gjald hefði numið hefði það verið komið á á þeim tíma. Álagning veiðigjalds er þannig öðrum þræði ákvörðun um að breyta samsetningu útgjalda útgerðar- fyrirtækja: Í stað vaxtagreiðslna til fjármálafyrirtækja kemur greiðsla veiðigjalds. Sagt með öðrum orðum: Í stað þess að greiðslur útgerðarinnar upp á tugi milljarða árlega renni til lánveitenda þeirra (fjármagns- eigenda) kemur um það bil jafnhá upphæð sem runnið hefði til íslensku þjóðarinnar. Þeim fjár- munum hefði verið hægt að ráð- stafa með margvíslegum hætti þó ekki sé hægt að láta hjá líða að benda á að forsvarsmenn byggð- arlaga sem auglýsa með útgerð- armönnum kalla einnig eftir verulega auknum framlögum úr ríkissjóði til samgöngufram- kvæmda. Ætli yrði ekki auðveld- ara að verða við slíkum óskum ef ríkissjóður hefði viðbótartekju- stofn sem jafngildir núverandi vaxtagreiðslum útgerðarfyrir- tækjanna til ráðstöfunar? Í auglýsingum útgerðarmanna koma fram bæði verkalýðsleið- togar og starfsmenn útgerðar- fyrirtækjanna og lýsa áhyggjum sínum af afdrifum fyrirtækj- anna komi til fyrirhugaðrar gjaldtöku. Útreikingar þeir sem hér eru kynntir ættu að slá veru- lega á ótta þessara aðila um eigin hag. Eiginfjárstaða útgerðar- innar breytist eðlilega í kjölfar gjaldtöku, en ekki þarf að óttast kollsteypu. Verkalýðsforingjar og skipstjórar ættu því ekki að þurfa að missa svefn vegna ótta um afdrif útgerðarfyrirtækjanna þó þeim verði gert að greiða fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Hagur útgerðar og veiðigjald Sjávarútvegsmál Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor Þróun eiginfjár með og án gjaldtöku frá 2001 700.000 600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Eiginfé (endurmetið) án gjaldtöku Eiginfé (endurmetið) með gjaldtöku Milljónir króna Sif Sigmarsdóttir hallmælir „óhefðbundnum lækningum“ eða heildrænum meðferðum eins og ég kýs að kalla það í Bakþönk- um 10. maí sl. Segir hún það m.a. vera iðnað sem græðir fúlgur fjár á komplexum, vanlíðan, örvæntingu og ótta fólks – eina dæmið sem hún nefnir er þó lúpínuseyði sem maður „bruggaði heima hjá sér og gaf“ af góðum hug einum saman. Ekki var hann að nýta sér varnarleysi fólks á viðkvæmum stundum og hafa það að féþúfu eins og Sif segir. Sjálf lýsir hún því að hún hafi látið glepjast til að bera á sig and- litskrem til þess að bjarga útliti sínu og segist hefði makað sig kúa- mykju hefði L’Oreal sett hana í dós. Það væri þá hennar val eins og allra annarra sem leita á náðir heild- rænna meðferða. Sif hefur væntanlega gleymt því að hér áður fyrr notuðu formæður hennar keytu (hland) til hárþvotta. Það var á þeim tíma þeirra val og þótti gagnast vel. Í bakþönkum sínum fullyrðir Sif að heildrænar meðferðir séu ekki aðeins gagnslausar heldur oft einn- ig skaðlegar. Þetta er rangt. Heild- rænar meðferðir hafa margsannað gagnsemi sína og engin dæmi fund- ist um skaðsemi þeirra. Heimildar- mynd um „óhefðbundnar lækning- ar“ í Ríkissjónvarpinu var þvert ofan í það sem Sif segir í grein sinni á mjög vísindalegum nótum og full ástæða til þess að RÚV sýndi hana. Það er nefnilega bara til góðs að kynna mál frá fleiri en einni hlið rétt eins og skoðanaskipti okkar Sifjar eru mismunandi málstað til framdráttar. Kjarni málsins er þó alltaf sá að fólk eigi val um heilsu sína eins og á öðrum sviðum lífsins. Til varnar heildrænum meðferðum Heilbrigðismál Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir hómópati Nýja landnámið Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 16. maí 2012 á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15-10. Á fundinum verður fjallað um áskoranir og tækifæri íslenskunnar á 21. öld. Fjallað verður um ISLEX, íslensk-skandinavíska veforðabók sem var opnuð í fyrra og hefur nú verið aðlöguð fyrir spjaldtölvur og síma. Sagt verður frá notendum Icelandic Online, örnefnasjá og máltækni. Litið verður inn um skráargat til fornbókmennta og hlustað á söngraddir af vaxhólkum. óðinshaniskógarþröstur rødvingetrost rödvingetrastvindrossel Lára Magnúsardóttir, formaður stjórnar Ávarp Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Starfsemi stofnunarinnar árið 2011 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla Íslands Máltækni og menningararfur Gunnar Haukur Kristinsson, forstöðumaður sviðs mælinga og landupplýsinga hjá Landmælingum Íslands Örnefnaskráning á vefnum Rósa Þorsteinsdóttir rannsóknarlektor Vaxhólkar: Ný tækni fyrir 100 árum Jón Karl Helgason, dósent við Háskóla Íslands Wikisaga: Skráargat að fornbókmenntunum Kolbrún Friðriksdóttir, aðjunkt við Háskóla Íslands IcelandicOnline: Lykillinn að nýjum málnotendum Halldóra Jónsdóttir, verkefnisstjóri ISLEX Landvinningar tungumálsins − margmálaorðabókin ISLEX Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Ávarp Skráning á www.árnastofnun.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.