Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 15.05.2012, Qupperneq 17
Hollir og næringarríkir réttir eru uppistaðan á matseðli veitinga-staðarins Ginger en tæp tvö ár eru síðan staðurinn var opnaður. Nýlega opnaði Ginger nýjan stað í verslun 10- 11 í Lágmúla en hann er meira í stíl við verslunina sjálfa að sögn Kristófers Jóns Hjaltalín, framkvæmdastjóra Ginger, sem jafnan gengur undir nafninu Nonni. „Hægt er að koma hér sjö daga vikunnar og grípa hollan og góðan mat til að taka með heim eða í vinnuna. Við leggjum mikla áherslu á ljúffengan mat sem er um leið hollur og næringarríkur.“ Nonni hefur starfað sem einkaþjálfari í mörg ár og ráðlagt fólki um mataræði. Sjálfur hefur hann keppt í fitness og er því meðvitaður um hollt mataræði. „Segja má að staðurinn hafi verið opnaður til að mæta eigin þörfum. Hann snýst um mat- argerð og lífsstíl sem ég hef tileinkað mér í mörg ár. Við leggjum áherslu á að við- skiptavinir okkar geti nálgast hollan og ljúffengan mat. Heilbrigði á við alla daga, ekki bara stöku sinnum.“ Fjölbreyttur matseðill Ginger inni- heldur til dæmis vefjur, samlokur, kjúk- lingarétti og salöt. Öll brauð eru bökuð á staðnum en þau innihalda meðal annars haframjöl og hunang. „Vefjurnar okkar eru vinsælastar. Þar notum við mikið marineraðan kjúkling en upp- skriftin að leginum er leynileg. Við tökum algengan mat, eins og samlokur og búum til holla útgáfu án þess þó að rétturinn verði þurr og leiðinlegur.“ Nonni segir viðskiptavinahópinn breiðan. Íþróttafólk hafi verslað mikið hjá honum í upphafi en nú sé hópurinn fjölbreyttari. „Við sjáum sífellt fleiri sem vilja smakka hollan og góðan mat og jafnvel gefa hefðbundnum skyndibita frí. Það fólk hefur ekki orðið fyrir von- brigðum og mætir aftur og aftur.“ Ginger býður einnig upp á vinsæla heilsupoka. Þeir innihalda mat fyrir hálfan eða heilan dag. Um er að ræða morgunmat, hádegis- og kvöldmat auk millibita. „Heilsupokar okkar eru mjög heppileg lausn fyrir fólk sem er upptek- ið í vinnu eða á við þyngdarvanda að stríða. Við bjóðum einnig upp á heilsu- poka fyrir fjallgöngur og veiðiferðir svo dæmi séu nefnd.“ HEILBRIGÐI ALLA DAGA GINGER KYNNIR Veitingastaðurinn Ginger hefur opnað nýjan stað í verslun 10-11 í Lágmúla. KOMA SÉR VEL Ginger býður að sögn Nonna upp á vinsæla heilsupoka sem innihalda mat fyrir hálfan og heilan dag. MYND/VALLI VINSÆLAST Jalapeño- vefja með grilluðum kjúklingi, vinsælasti rétturinn okkar. MYND/VALLI FRÍSKANDI Í MORGUNSÁRIÐ Grænn djús í morgunsárið gerir líkamanum ekkert nema gott. Setjið epli, engiferbút, spínatlúku, spergil- kál og límónusafa í blandarann og maukið þar til bland- an verður jöfn. Þetta má líka setja í safapressu en hafið í huga að við það tapast umtalsvert af trefjum. Teg. 810857 - þunnur, veitir fínan stuðning í C, D skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Fallegur og sumarlegur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Betra loft - betr Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 9 3100 56 • erg.is eirb Raka- og lofthreinstæki Verð: 29.850 kr. Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–17. Lokað Laug. Erum einnig með gott úrval af bómullar- bolum og mikið úrval að vinnufatnaði kíkið á praxis.is Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. 15% afsláttur Lífrænt og bragðgott www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Reykjavík Hæðasmára 6 | Kópavogi Sími: 585 8700 Hin margverðlaunuðu CLIPPER te eru einstaklega ljúffeng, enda úr bestu hráefnum sem völ er á og þar að auki á frábæru verði! Prófaðu CLIPPER næst þegar þú færð þér te – mikið og fjölbreytt úrval.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.