Fréttablaðið - 15.05.2012, Síða 20
KYNNING − AUGLÝSINGBúslóðaflutningar ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 20122
Vinnueftirlitið gaf út bækling um líkamlegt álag við
vinnu árið 2005 sem hægt er að nálgast á vef Vinnu-
eftirlitsins. Þar kemur meðal annars fram að milli
60-90% fólks í Evrópu þjáist af bakverkjum einhvern
tímann á ævinni af ýmsum ástæðum, og er ein þeirra
flutningur á þungum hlutum. Í bæklingnum kemur
fram að helstu álagsmeinin megi rekja til burðar of
þungra og stórra hluta, samfellds álags án hvíldar,
óheppilegra vinnustellinga, lélegs skipulags, óvæntra
hreyfinga, lélegs líkamsástands ásamt fleiri þáttum.
DREGIÐ ÚR ÁLAGI
Til að koma í veg fyrir slys er gott
að hafa í huga að reyna að halda á
byrðinni með báðum höndum. Ef
haldið er með annarri hendi eykst
álag á líkamann til muna og eykur
þannig líkur á meiðslum og slysi.
VEGALEND OG TÍMI
Því lengur sem haldið er á hlut
eykst álagið. Mælt er með því að þyngri hlutir séu
ekki bornir lengra en 20 metra í einu. Að bera upp
og niður tröppur þýðir aukið álag og samsvarar ein
trappa einum metra í flutningslengd, þá er gott að
gera ráð fyrir hvíldarstöðum til að stoppa á ef um
lengri vegalengdir er að ræða.
FYRIRBYGGJANDI SKIPULAG
Mikilvægt er að skipulag vinnuferlisins sé gott og
hugsað fyrir fram með tilliti til aðstæðna og þess
hlutar sem flytja á. Ganga skal úr skugga um að ekkert
óæskilegt sé í gangvegi flutningsleiðar og burðar-
menn séu meðvitaðir um óhjákvæmilegar hindranir,
svo sem þröskulda, hál gólf, snúrur og fleira.
RÉTT HREYFING SKIPTIR MÁLI
Fyrst og fremst þarf íbúðin að vera hrein. Það er nauðsyn-legt að taka vel til og þrífa út í
hornin. Dökkir veggir gera íbúðina
minni. Það kostar ekki mikla pen-
inga að mála í ljósum litum. Nýmál-
uð björt íbúð getur flýtt fyrir sölu.
Einnig er gott að fækka hlutum ef
mikið dót er í íbúðinni. Fáir hlutir
eru meira aðlaðandi fyrir ókunn-
uga gesti heldur en yfirhlaðin íbúð.
Setjið allan skófatnað í inn-
gangi inn í skáp. Þá virðist forstof-
an bæði hreinni og stærri. Flest-
ir leggja mikla áherslu á eldhús og
baðherbergi þegar þeir skoða fast-
eign. Nauðsynlegt er að þessi tvö
herbergi séu hrein og snyrtileg. Ef
dimmt er úti er gott að kveikja á
kertum, það gerir umhverfið nota-
legt. Sumir setja rósir í vasa til að
gefa íbúðinni fallegan blæ og fá
rósailm í loftið.
Stílistar segja að kaupendur
falli frekar fyrir björtum íbúðum
en þeim sem hafa dökkt yfirbragð.
Dökk gluggatjöld gera til dæmis
íbúðina skuggalega. Ljós glugga-
tjöld hleypa birtunni inn.
Þeir sem velta fyrir sér íbúða-
kaupum ættu að skoða hvort leik-
og grunnskóli séu í nágrenninu.
Sömuleiðis ætti fólk að huga að
hversu langt er til vinnu þar sem
bensínið er dýrt.
Þegar íbúðin er seld og tæmd er
gott ráð fyrir þá sem hafa mikið að
gera að fá hreingerningafyrirtæki
til að þrífa íbúðina. Það er ekki
mjög dýrt en losar eigandann við
mikla vinnu. Það tekur mun styttri
tíma fyrir fagfólkið að fara yfir alla
f leti íbúðarinnar heldur en eig-
andann og það hefur réttu efnin og
tækin.
Björt og hrein
íbúð er betri í sölu
Þegar eignir eru settar á sölu er margt sem þarf að athuga. Væntanlegir kaupendur líta
vel í kringum sig og því er gott að huga að smáum atriðum sem stærri.
Betra er að hafa fáa hluti í kringum sig þegar íbúðin er sett á sölu. MYND/GETTY
SKRÁIÐ ALLT SEM
FER Í GÁMINN
Þegar flutt er til útlanda þarf
fólk að meta hvort það þurfi 20
eða 40 feta gám. Einnig er gott
að kynna sér verð áður en hafist
er handa við að pakka niður.
Nauðsynlegt er að skrá allt sem
fer í gáminn á þar til gerðan
lista. Gangið vel frá búslóðinni
í gámnum. Á heimasíðum
skipafélaganna eru ýmsar upp-
lýsingar fyrir þá sem eru að flytja
úr landi.
HJÁLPLEGUR OG
ÁHUGAVERÐUR VEFUR
Margir Íslendingar hafa flutt til Norðurlandanna í
gegnum tíðina. Undanfarin ár hefur þeim fjölgað sem
kjósa að flytjast til einhverra nágranna okkar í norðri.
Vefsetrinu Norden.org er ætlað að aðstoða norræna
borgara við að nýta sér þjónustu og tilboð sem
norrænt samstarf býður. Þeir sem hafa hug á að flytja
til einhverra Norðurlandanna ættu hiklaust að skoða
vefinn því þar er að finna mikið magn upplýsinga um
hvernig best er að bera sig að við hin ýmsu mál. Hægt
er að finna þar aðstoð við eins ólíka hluti og að stofna
bankareikning og að flytja inn gæludýrið sitt.
Markmið vefsetursins er að veita innsýn í opinbert
norrænt samstarf með því að upplýsa og útskýra
hvernig samstarfið er skipulagt, vekja athygli á
pólitískum áherslum og að gera markmið og árangur
samstarfsins sýnileg. Vefsetrinu er einnig ætlað að
veita upplýsingar um Norðurlöndin sem svæði og
tengsl þeirra við aðra heimshluta. Upplýsingadeild
Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar er
útgefandi og ábyrgðaraðili vefsetursins Norden.org.
Propack - Pökkun & Flutningar
ehf., Smiðshöfða 1, sérhæfir sig í
pökkun og frágangi á búslóðum/
listaverkum og persónulegum
munum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar. Fyr-
irtækið er rótgróið og hefur verið
starfandi frá 1981.
Í megindráttum er þjónustan
fólgin í heildarflutningi frá A-Ö;
að pakka öllu inn, útbúa pökkun-
arlista, sjá um alla inn- og útflutn-
ingspappíra og skýrslur, senda og
sækja vöruna. „Við leitum tilboða
hjá öllum helstu f lutningsfyrir-
tækjum, hérlendis og erlendis og
fáum þannig ávallt hagstæðasta
verðið fyrir kúnnann,“ segir Viðar
Pétursson, framkvæmdastjóri og
eigandi.
Vönduð vinnubrögð og skipulag
skipta miklu máli og er hver hlutur
merktur og færður inn á pökkun-
arlista sem hefur margþættu hlut-
verki að gegna; meðal annars fyrir
tollyfirvöld, tryggingafélög og síð-
ast en ekki síst eiganda búslóðar-
innar.
Þegar f lutt er þurfa leyfi og
pappírar að vera tilbúin, ann-
ars er auðratað í vandræði. „Fólk
hefur setið með búslóðina sína
fasta á hafnarbakkanum vegna
slakrar pappírsvinnu. Við vitum
nákvæmlega hvaða leyfi og papp-
íra þarf til hverju sinni og hverja
þarf að ræða við. Kúnninn á að
geta treyst því að allt sé í örugg-
um höndum, hvar sem er í heim-
inum.“ Propack sér einnig um að
taka upp búslóðina á nýju heimili
og koma öllu fyrir eins og óskað er.
Ef heimilið er ekki tilbúið býður
fyrirtækið upp á búslóðageymslu
í húsnæði með fullkomnu ör-
yggis- og brunavarnakerfi. „Hjá
okkur er öll þjónustan á einum
stað. Fólk losnar við að þeytast um
allan bæ, leita upplýsinga, leyfa og
þjónustuaðila sem oft tekur mik-
inn tíma. Við skrúfum saman
húsgögn og röðum upp stærri
hlutum svo þetta er mjög mikill
vinnu og tímasparnaður fyrir fólk
sem getur þá sinnt sínum venju-
bundnu störfum og látið okkur
um flutningana. Enda ættum við
að þekkja þetta nokkuð vel eftir að
hafa verið starfandi í rúm 30 ár.“
Nánari upplýsingar um fyrirtækið
má finna á heimasíðu þess: www.
propack.is .
Flutningar frá a-ö
Propack - Pökkun & Flutningar sér um að pakka búslóðinni,
annast farmbréf, tollafgreiðslu, flutning, tekur upp búslóðina
á nýju heimili og kemur öllu fyrir eins og óskað er.
Allt frá skutli til stórflutninga
www.cargobilar.is
obilar.is
aKrefst ekki meiraprófs réttind
Propack er 30 ára
gamalt fyrirtæki í
eigu Viðars Péturs-
sonar og fjölskyldu.
MYND/PJETUR