Fréttablaðið - 15.05.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 15.05.2012, Síða 21
KYNNING − AUGLÝSING Búslóðaflutningar15. MAÍ 2012 ÞRIÐJUDAGUR 3 Allir sem einhvern tíma hafa flutt þekkja hversu mikið umstang vill fylgja flutningum. Þegar flutt er á milli landa eykst flækjustigið til muna, enda þarf að huga að ýmsum nýjum þáttum sem fæstir kunna skil á. Þar geta starfsmenn þjónustudeildar Samskipa aðstoðað og klæðskerasaumað lausn fyrir hvern og einn viðskiptavin. Við hjá Samskipum leggj-um mikla áherslu á að veita persónulega þjón-ustu í takt við þarfir hvers og eins sem leitar til okkar vegna búslóðaflutninga,“ segir Einar Már Björnsson, talsmað- ur blúslóðaflutninga innan þjón- ustudeildar fyrirtækisins. Auk hans starfa við búslóðaflutninga þau Sigríður Alma Gunnsteins- dóttir og Magnús Rúnar Magnús- son. „Það eru í raun engir tveir flutningar eins þannig að nauð- synlegt er að laga þjónustuna að þörfum hvers og eins viðskipta- vinar,“ heldur Einar Már áfram. „Við þurfum því að haga upplýs- ingagjöf okkar í samræmi við það því það er margt sem viðskiptavin- urinn þarf að fá að vita áður en til flutningsins kemur. Margir halda að kostnaðurinn skipti öllu máli en það er margt annað sem spil- ar inn í. Auðvitað vilja allir fá sem lægst verð en skilmálar flutning- anna eru einnig mjög mikilvæg- ir sem og tryggingar. Sumt af því sem flutt er flokkast kannski held- ur ekki sem búslóð, t.d. hvorki bílar eða bátar, og þá þarf að taka tillit til þess. Flutningum fylgir ýmis pappírsvinna sem er best komið í höndum fagfólks eins og hjá okkur,“ segir Einar. Hann segir starfsmenn bú- slóðaflutninga boðna og búna til þess að svara fyrirspurnum um hvaðeina er lýtur að þjónustunni en vísar einnig á vefsíðu Sam- skipa, þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um flutning búslóða. „Þjónustufulltrúar Sam- skipa leita alltaf eftir því að veita sem besta þjónustu í takt við þarf- ir viðskiptavinarins,“ segir Einar Már. GÓÐUR FRÁGANGUR MIKILVÆGUR Þegar fólk flytur á milli staða hvort sem er innanlands eða milli landa er nauðsynlegt að ganga þannig frá búslóðinni að ekki hljótist tjón af í flutningum. Góður frágangur skilar búslóðinni yfirleitt heilli á leiðarenda. Oft felast mikil verðmæti í innbúi fólks og því sniðugt að tryggja það sem hægt er að tryggja þó margir hlutir séu verðmætir fyrst og fremst tilfinn- ingalega. Tryggingafélög bjóða mörg hver upp á tryggingu sem tekur til tjóna sem verða í flutningi á búslóð. Áður en fólk flytur er því sniðugt að kanna málin hjá tryggingafélaginu, hvaða tryggingar séu í boði og fyrir hverju viðkom- andi er tryggður. Nauðsynlegt er svo að tilkynna félaginu um flutningana áður en hafist er handa. Ef það er ekki gert er óvíst hvort innbúið sé tryggt. Áður en einhvers konar flutningstrygging er keypt er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir verðmæti búslóðarinnar. Það auðveldar einnig þegar til upp- gjörs kemur ef tjón verður. Ef fólk lætur flutningsfyrirtæki eða sendibíla frá sendibílastöð sjá um flutn- inginn er búslóðin tryggð út á ábyrgðartryggingu bílsins. Ef búslóðin er flutt á eigin vegum þarf að tryggja hana sérstaklega. Einnig þarf að tryggja hana sérstaklega ef hún er flutt til dæmis í gámi á milli landshluta. Til þjónustu reiðubúin! Frá vinstri: Magnús Rúnar, Sigríður Alma og Einar Már. Samskip bjóða persónulega þjónustu í búslóðaflutningum > Ertu að flytja yfir hafið? Saman náum við árangriwww.samskip.is Alhliða þjónusta vegna búslóðaflutninga Á vef Samskipa www.samskip.is má finna gagnlegar upplýsingar um búslóðaflutninga til og frá Íslandi. Gott er að byrja á að: > Gera sér grein fyrir umfangi búslóðar – þarftu 20 feta gám, heilan 40 feta gám eða nokkur bretti? > Kynna sér hvaða lög gilda um tollafgreiðslu í landinu sem flutt er til > Fá skriflegt verðtilboð og aðrar upplýsingar > Ganga frá nauðsynlegum pappírum > Tryggja búslóðina > Bóka flutning Þjónustulipurt starfsfólk Samskipa og umboðsmenn um allan heim gera sitt besta svo flutningurinn verði sem þægilegastur. E N N E M M / S ÍA / N M 3 9 5 3 8

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.