Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 22
KYNNING − AUGLÝSINGBúslóðaflutningar ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 20124
SÝNIÐ KÆRKOMINN ÞAKKLÆTISVOTT
Það tekur verulega á að púla upp og niður stiga með blýþunga
kassa og enn þyngri húsgögn. Gleymum því ekki að sýna bílstjórum
flutningabílsins og öðrum hjálpfúsum höndum örlítinn þakklætis-
vott á eftir. Ískaldur öl, frískandi gosdrykkur, snakk, kleinur og annað
hnossgæti fær alla til að brosa, léttir störfin og fær hjálparkokkana
til að leggja enn meira á sig svo allt rati á réttan stað á nýju heimili.
Þegar fjölskyldumeðlimir leggjast á eitt og hjálpa til við flutninga er
sjálfsagt að halda matarveislu þegar allt er komið á sinn stað í íbúð-
inni. Með góðum mat er alltaf hægt að gleðja þá hjálpsömu.
Svo er gott að hafa í huga að bjóða fram hjálp sína næst þegar aðrir
þurfa á að halda. Alltaf er ánægjulegt þegar fólk býður fram aðstoð
sína án þess að vera beðið um það.
Turnbyggingin þar sem ríkasti maður
Indlands býr.
DÝRASTA HEIMILI Í HEIMI
Dýrasta heimili í heimi er 27
hæða turnblokk í Mumbaí á
Indlandi. Turninn er í eigu ríkasta
manns Indlands og fjórða ríkasta
manns í heimi, Mukesh Ambani.
Hann býr í þessum merkilega
turni ásamt konu sinni og
þremur börnum.
Gólfflötur hússins er meiri
en í Versalahöll. Starfsfólkið á
heimilinu er um sex hundruð
manns.
Þetta dýrasta íbúðarhús í heimi
er metið á 630.000.000 breskra
punda.
Byggingin er afar sérstök en
eins og gefur að skilja er hún
eingöngu búin lúxushúsgögnum
og listaverkum. Í húsinu er
líkamsræktarstöð, bíósalur, níu
lyftur og bílastæðahús fyrir 160
bíla á sex hæðum. Á þakinu er
lendingarpallur fyrir þyrlu. Her-
bergi og stofur eru óteljandi. Í
húsinu en einnig að finna fallega
garða á svölum. Fjölskyldan býr
á efstu hæðunum með útsýni
yfir borgina. Þá eru nokkrar
gestaíbúðir í blokkinni.
Í þessari óvenjulegu byggingu
er að sjálfsögðu stór sundlaug.
Mukesh Ambani er stærsti eig-
andi Reliance Industries Limited
í Indlandi. Hann rekur meðal
annars olíuhreinsunarstöð.
FLEIRI BROTTFLUTTIR EN
AÐFLUTTIR
Brottfluttir íslenskir ríkis-
borgarar voru 4.135 í fyrra, 2.156
karlar og 1.979 konur. Á sama
tíma fluttu 2.824 íslenskir ríkis-
borgarar til landsins. Sambæri-
legur fjöldi flutti af landi brott
árið 2010 eða 4.340.
Ef miðað er við árin fyrir hrun
hefur brottflutningur íslenskra
ríkisborgara
aukist umtals-
vert en árið
2006 fluttu
3.042 frá
landinu og
2005 voru
þeir 2.975.
Árið 2009
kom mesti
kippurinn
en þá
flutti 4.851
af landi brott.
Brottfluttir erlendir
ríkisborgarar voru 2.847 í fyrra en
aðfluttir 2.754. Til samanburðar
voru aðfluttir erlendir ríkisborg-
arar 9.318 árið 2007.
Í
2012