Fréttablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 26
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGBJARTAR JÓNSDÓTTUR Nesvöllum, áður Sýrfelli, Bergi, Keflavík, sem lést mánudaginn 23. apríl. Ólafur Jón Guðmundsson Halla Jóna Guðmundsdóttir Sveinbjörn Gunnar Guðmundsson Hildur Jóhannsdóttir Aðalsteinn Kristján Guðmundsson Auður Helga Jónatansdóttir Brynjólfur Stefán Guðmundsson Elín Rut Ólafsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Sverrir Gísli Hauksson Guðmundur Ásgeir Guðmundsson Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir Dagbjartur Helgi Guðmundsson Tatjana Latinovic barnabörn og langömmubörn. Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SELMA BÖÐVARSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Hjallabraut 33, andaðist sunnudaginn 13. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Björgvinsdóttir Guðný Björgvinsdóttir Stefán Björgvinsson Hulda Karen Ólafsdóttir Anna Nína Stefnisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, BRAGI ÞÓR JÓHANNSSON Skagfirðingabraut 39, lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks, miðvikudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 19. maí kl. 11.00. Guðríður Vestmann Guðný María Bragadóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR NÖNNU RAGNARSDÓTTUR frá Vogi við Raufarhöfn. Sérstakar þakkir sendum við Óskari Þór Jóhannssyni lækni og starfsfólki krabbameinsdeildar LSH. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Hólmgrímsson Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og systir, INGIBJÖRG S. SIGURÐARDÓTTIR Sléttahrauni 34, Hafnarfirði, lést á Borgarspítalanum miðvikudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 16. maí kl. 13.00. Þorsteinn Sveinbjörnsson Gerður Einarsdóttir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Sigurður Sveinbjörnsson Guðbjörg Björnsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, AUÐAR JÓNSDÓTTUR Akurgerði 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E á Landspítalanum við Hringbraut. Sigurjón Marinósson Elín María Sigurjónsdóttir Eyþór Kolbeinsson Marinó Freyr Sigurjónsson Irene Emily Wilkinson Ásgeir Eyþórsson Birkir Eyþórsson Auður Eyþórsdóttir Sigurjón Ernir Eyþórsson Ari Khuzani Marinósson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför, SIGURÐAR ÓSKARS PÁLSSONAR frá Borgarfirði eystra. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíðar fyrir alúð og umhyggju síðustu misserin. Jónbjörg Sesselja Eyjólfsdóttir Þuríður Sigurðardóttir Víkingur Daníelsson Anna Sigurðardóttir Guðmundur Eiríksson Sigríður Sigurðardóttir Friðjón Jóhannsson Páll Sigurðsson Sigrún Bjarnadóttir Sigþrúður Sigurðardóttir Þórarinn Ragnarsson Hannes Sigurðsson Hildur R. Stefánsdóttir Sesselja Sigurðardóttir Davíð Jens Hallgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HREFNA ÞÓRARINSDÓTTIR Hlíðarvegi 62a, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þann 7. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. maí kl 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum. Hugo Rasmus María Játvarðardóttir Tómas Rasmus Hlíf Erlingsdóttir Steinunn Rasmus Jón Árni Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. SVANDÍSI JÓNSDÓTTUR RAYMOND WITCH verður haldin í Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 11.00. Sama dag verður útför Svandísar í London. Ingimar G. Jónsson Ester Eyjólfsdóttir Tómas Jónsson Minningarathöfn um systur okkar og mág, Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BENEDIKT KARL BACHMANN Kirkjuteigi 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, miðvikudaginn 16. maí kl. 13.00. Margrét Þorsteinsdóttir Þorsteinn Bachmann Rannveig Jónsdóttir Hrefna Bachmann Ólafur Þór Vilhjálmsson Gabríel Benedikt Bachmann Bjartur Örn Bachmann Auður Drauma Bachmann Margrét Björk Ólafsdóttir Sara Sigríður Ólafsdóttir Samtök hernaðarandstæðinga (áður Samtök herstöðvaandstæðinga) halda upp á 40 ára afmæli sitt á morgun og ætla að gera sér glaðan dag í tilefni dagsins. „Það verður partí,“ segir Stefán Pálsson, formaður miðnefndar SHA. Skipulögð hefur verið dagskrá í Iðnó annað kvöld þar sem tónlist verður í aðalhlutverki. Fram koma tónlistar- menn á borð við Heiðu Eiríksdóttur, Svavar Knút, Einar Má og Blágresi, Jöru og Bjartmar Guðlaugsson. „Tónlist hefur ávallt skipað stóran sess í starfi félagsins,“ segir Stefán. „Á áttunda áratugnum var sjálfsagt ekki til það söngvaskáld sem ekki ljáði málstaðnum lið og samdi lag um yfir- vofandi kjarnorkuvá. Ég verð illa svik- inn ef enginn af tónlistarmönnunum sem koma fram í Iðnó í kvöld spreyta sig ekki á slíkum slagara.“ Samtök hernaðarandstæðinga rekja upphaf sitt til fundar í Glæsibæ þann 16. maí 1972. Hugmyndin að stofnun- inni kviknaði nokkrum dögum fyrr í erfisdrykkju skáldsins og baráttu- mannsins Jóhannesar úr Kötlum og var hinum nýju samtökum öðrum þræði ætlað að heiðra minningu hans. Fjórum áratugum síðar, einu köldu stríði, brottför herliðs og tveimur nafnbreytingum, lifa samtökin enn góðu lífi og beita sér í ýmsum málum, til dæmis gegn stríðsrekstri víða um lönd, vígvæðingu og hernaðarum- svifum. Stefán segir áherslur í félagsstarf- inu hafa breyst í takt við tímannn. „Þetta hefur ávallt verið alhliða friðarbarátta en lengi vel var áhersl- an á veru hersins hér á landi því hann hann var skýrasta og áþreifanlegasta birtingarmyndin, meðan NATO var bara bandalag sem hafði ekkert tekið þátt í hernaðarátökum. Eftir að kalda stríðinu lauk breyttist áherslan og fór meira yfir á NATO-aðildina, enda fóru Íslendingar að taka beinan þátt í hern- aðarátökum í gegnum hana. Brottför hersins var því ekki sérstakur vendi- punktur í starfi samtakanna, enda mátti vera ljóst nokkuð lengi í hvað stefndi.“ Stefán segir að undir lok tíunda áratugarins hafi ýmsir orðið til að spá fyrir um endalok friðarhreyfing- anna. Þær hafi hins vegar gengið í endurnýjun lífdaga á fyrsta áratug 21. aldar, ekki síst í kjölfar Íraksstríðsins, og eru Samtök hernaðarandstæðinga engin undantekning. „Það er að minnsta kosti meira líf í okkur en okkar sögulegu andstæðing- um, Varðbergi og Samtökum um vest- ræna samvinnu.“ bergsteinn@frettabladid.is SAMTÖK HERNAÐARANDSTÆÐINGA: FAGNA AFMÆLI Á MORGUN FJÖRUTÍU ÁRA FRIÐARBARÁTTA STEFÁN PÁLSSON Segir endalok kalda stríðsins hafa haft mun meiri áhrif á starf Samtaka herstöðvaandstæðinga (síðar hernaðarandstæðinga) en brottför Bandaríkjahers árið 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSNESKI RITHÖFUNDURINN MIKHAÍL BÚLGAKOV (1891-1940) fæddist á þessum degi fyrir 121 ári. „Hvað myndi gæska þín gera ef engin illska fyrirfyndist og hvernig liti jörðin út ef allir skuggar gufuðu upp?“ 121 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN ÞÓR INGVARSSON Ásbraut 3, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans fimmtudaginn 10. maí. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. maí klukkan 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag nýrnasjúklinga. Bjarndís Helgadóttir Helga Kjartansdóttir Ármann Snjólfsson Yngvi Þór Kjartansson Vedrana Kjartansson Héðinn Kjartansson Margrét Þráinsdóttir Kolbrún G. Kjartansdóttir Ingveldur M. Kjartansdóttir Kolbeinn Reginsson afabörn og langafabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.