Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 30
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Nám sem nýtist þér!
SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLAGREINANÁM
NÁM FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK
Upplýsingar veitir fagstjóri
viðskipta- og fjármálagreina
í síma 594 4000/824 4114.
Netfang inga.karlsdottir@mk.is
Skrifstofubraut I
Staðbundið nám, tvær annir.
Höfuðáhersla er lögð á viðskipta-
og samskiptagreinar.
nslutímiKen
frá kl. 8:20 – 13:00.
rnám, þrjár annir.Fja
Kennt í lotum.
50+
Hagnýtt nám fyrir þá sem eru komnir
yfir fimmtugt, vilja styrkja sig í lífi og
starfi eða taka að sér ný verkefni.
Office Skills Programme for
foreigners
Nám á skrifstofubraut fyrir þá sem
ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Sales and Service
Programme for foreigners
Nám á verslunarbraut fyrir þá sem
ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Skrifstofubraut II
Staðbundið nám, kennslutími
frá kl. 8:20 – 13:00.
Fjarnám, þrjár annir.
Kennt í lotum.
Viðurkenndur bókari
Námið skiptist í þrjá hluta;
A) reikningshald, b) skattskil og
upplýsingakerfi og c) raunhæft
verkefni. Námið er ein önn og
undirbýr nemendur fyrir próf á vegum
efnahags- og viðskiptaráðuneytisins
til Viðurkennds bókara skv. 43. gr. laga
nr. 145/1994 um bókhald.
NÝTT NÝTT
kransæðastíflu, til þátttöku í klínískri lyfjarannsókn á fyrirbyggjandi
meðferð gegn hjarta- og æðaáföllum.
Megintilgangur rannsóknarinnar er að meta hvort rannsóknarlyfið canakinumab
hafi betri verkun en lyfleysa til að draga úr hjarta- og æðatengdum áföllum, eða
nýmyndun á sykursýki af tegund 2, hjá sjúklingum sem hafa fengið kransæðastíflu,
eru í stöðugu ástandi en með hækkað hsCRP.
Aðalrannsakendur eru Axel F. Sigurðsson, Karl K. Andersen og Torfi F. Jónasson, allir
sérfræðingar í lyf- og hjartalækningum. Rannsóknin verður framkvæmd á eftir-
farandi stöðum:
Hjartamiðstöðinni, Holtasmára 1, 201 Kópavogi
Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut, 101 Reykjavík
Læknasetrinu Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavík
Um 17.200 einstaklingar munu taka þátt í rannsókninni víðs vegar um heiminn, þar
af allt að 300 hér á landi. Þátttaka varir að hámarki í 6 ár.
Rannsóknin er slembiröðuð samanburðarrannsókn við lyfleysu. Það þýðir að þátt-
takendur fá annað hvort rannsóknarlyfið canakinumab eða lyfleysu. Lyfleysa er
notuð í klínískum rannsóknum til að koma í veg fyrir að tilviljun eða væntingar hafi
áhrif á niðurstöður. Líkurnar á að þátttakandi fái rannsóknarlyfið eru 3 af 4 og
líkurnar á að fá lyfleysu eru 1 af 4.
Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins,
bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái lang-
varandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu.
Ekki verður greitt fyrir þátttöku en læknisskoðun, rannsóknir og eftirlit verður
þátttakendum að kostnaðarlausu.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunar-
fræðinga rannsóknarinnar á eftirfarandi rannsóknarsetrum
Hjartamiðstöðin í síma
Landspítali-háskólasjúkrahús í síma
Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa ekki skuldbundið sig til að taka
þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni, án þess að
gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfja-
stofnunar.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum, einstaklingum sem fengið hafa
Hvað felur rannsóknin í sér?
Frekari upplýsingar
milli kl. 8.30 og 16.00
550 3040
825 3581
Hefur þú fengið kransæðastíflu?
Kór Langholtskirkju flytur Messías eftir Händel í Lang-
holtskirkju næstkomandi sunnudag. Kammersveit Lang-
holtskirkju leikur, konsertmeistari er Ari Þór Vilhjálms-
son og stjórnandi Jón Stefánsson. Einsöngvarar eru allir
úr röðum kórfélaga en sú hefur verið stefna kórsins frá
árinu 2008 þegar fækkað var í kórnum og kröfur um
kunnáttu stórhertar.
Þetta er í 24 skipti sem kórinn syngur Messías á tón-
leikum frá árinu 1981. Messías er eitt mesta kórverk tón-
bókmenntanna og sennilega er ekkert verk flutt jafn oft.
Händel samdi það á þremur vikum árið 1741 og haft var
eftir honum að þegar hann lauk við Hallelújakórinn hafi
hann verið yfirkominn af geðshræringu.
Tónleikarnir hefjast klukkan átta.
Messías í Langholtskirkju
KÓR LANGHOLTSKIRKJU Flytur Messías í 24. sinn næsta
sunnudag.
Danski kvikmyndaleik-
stjórinn Per Fly hyggst
gera framhald myndarinn-
ar um Pelle sigurvegara.
Kvikmyndin um Pelle sigurveg-
ara, sem óx upp í sárri fátækt á
Borgundarhólmi, var frumsýnd
fyrir 25 árum. Myndin færði á
sínum tíma leikstjóranum, Bille
August, bæði Gullpálmann í
Cannes 1988 og Óskarinn fyrir
bestu erlendu myndina 1989.
Danski kvikmyndaleikstjórinn
Per Fly hyggst nú gera framhald
myndarinnar en Fly er þekktast-
ur fyrir myndir sínar Bænken,
Arven og Drabet sem mynda
nokkurs konar þríleik.
Mynd Bille August byggðist á
fyrsta bindi samnefndrar skáld-
sögu eftir Martin Andersen Nexø
en sagan telst meðal sígildra
danskra skáldverka.
Per Fly, kvikmyndaframleið-
andinn Meta Louise Foldager og
Kenneth Plummer, fyrrverandi
útvarpsstjóri hjá DR, vinna nú
að því að tryggja sér kvikmynda-
réttinn að síðari bindunum þrem-
ur. Handrit myndarinnar verður
í höndum Svíans Peter Birro.
Enn er ekki afráðið hversu
mörg af síðari bindum sögunn-
ar verða lögð til grundvallar í
myndinni en aðstandendurnir
segja að um sé að ræða stórmynd
um Pelle þegar hann kemur til
Kaupmannahafnar og baráttu
verkamanna fyrir réttindum
sínum.
Myndin hefur þegar fengið
handritsstyrk frá dönsku kvik-
myndamiðstöðinni upp á 100.000
danskar krónur og DR mun einn-
ig þegar hafa látið í ljós áhuga
á að styðja verkefnið. Enn er
þó alveg óljóst hvenær myndin
verður frumsýnd.
Framhaldsmynd um
Pelle sigurvegara
PELLE HEVNEGAARD Hevnegaard hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á Pelle sigurvegara
í mynd Bille August.
SNORRI OG ÁSGEIR Á KEXI Tónlistarmennirnir Snorri Helgason og Ásgeir Trausti leiða saman hesta sína í
Gym og Tónik salnum á Kex Hosteli við Skúlagötu á uppstigningardag, 17. maí. Húsið opnar klukkan 20.30 og tón-
leikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21. Miðasala verður einungis við dyrnar en miðaverð er 1.500 krónur.
Kór Laugarneskirkju heldur tón-
leika í Laugarneskirkju við Kirkju-
teig á miðvikudag undir yfirskrift-
inni: Sunnan yfir sæinn ...
Efnisskráin er fjölbreytt og
spannar allt frá gömlum þjóðlög-
um til nýlegra íslenskra dægur-
laga og djasslaga, auk tónlistar úr
kirkjum og kvikmyndum.
Stjórnandi er Gunnar Gunn-
arsson organisti, sem einnig ann-
ast píanóundirleik með aðstoð
strengja- og málmblásturshljóð-
færaleikara. Gunnar hefur útsett
fjölda laganna sjálfur.
Kór Laugarneskirkju er skipað-
ur áhugafólki í bland við menntað
tónlistarfólk og hefur undir stjórn
Gunnars getið sér gott orð fyrir
vandaðan og hljómþýðan flutning
á fjölbreyttri tónlist við kirkjuleg-
ar athafnir og á tónleikum. Ein-
söngvari á tónleikunum er Ragn-
heiður Sara Grímsdóttir.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Suður yfir sæinn
GUNNAR GUNNARSSON Stjórnar kór
Laugarneskirkju og leikur undir á píanó.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA