Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 34

Fréttablaðið - 15.05.2012, Side 34
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is SIGURBERGUR SVEINSSON skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Hauka en hann hefur dvalið í atvinnumennsku í Þýskalandi og Sviss síðustu tvö árin. Liðsstyrkurinn er mikill fyrir Hauka enda Sigurbergur öflug skytta sem hefur fengið dýrmæta reynslu með íslenska landsliðinu síðustu árin. #BESTASÆTIÐ KR-ÍBV Pepsi deildin í beinni, aðeins á Stöð 2 Sport! Í KVÖLD KL. 19.45 PEPSI MÖRKIN kl. 22:00 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Eini þátturinn þar sem farið er yfir alla leiki, mörk og tilþrif með helstu knattspyrnufræðingum þjóðarinnar; allt í opinni dagskrá! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Asaki VERKFÆRI ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890,- ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890,- AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890,- AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna 13.900,- 693 150W Pússvél AB 185mm93x .890,-5 ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890,- ALM18DB 18V Li-Ion orvél 2,8Ah / 38Nmb 39.990,- ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! ***** 5 stjörnu verkfæri FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í fót- bolta stendur í stórræðum í mán- aðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar. Þetta eru jafn- framt fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck þar sem hann hefur aðgengi að nánast öllum bestu knattspyrnumönnum þjóðarinnar. Lars Lagerbäck til- kynnti hópinn sinn í gær og hann er alveg óhræddur við að mæta stórþjóðum eins og Frakklandi og Svíþjóð og fagnar því að fá alvöru próf á mannskapinn. Mjög mikilvægir leikir fram undan „Þetta eru augljóslega mjög mikilvægir leikir eins og allir vin- áttulandsleikir. Þetta er tækifæri til að vinna með leikmönnunum og skipulegggja hvernig liðið spil- ar. Hver leikur er því mjög mikil- vægur en síðan er alltaf hægt að ræða hver styrkleiki mótherjanna eigi að vera. Að mínu mati er best að prófa sig á móti mjög sterkum þjóðum og nú fáum við tækifæri til þess,“ sagði Lars Lagerbäck. Smá forföll í hópnum Lars getur ekki alveg valið úr öllum bestu mönnunum. Grét- ar Rafn Steinsson og Skúli Jón Friðgeirsson eru báðir meiddir og þá verða þeir Emil Hallfreðs- son, Arnór Smárason og Indriði Sigurðsson uppteknir með sínum liðum á sama tíma og leikirnir fara fram. Norska deildin er í gangi á sama tíma og í fyrstu ætlaði Lars ekki að velja leikmenn sem spila í Nor- egi en þeir Stefán Logi Magn- ússon, Bjarni Ólafur Eiríksson, Birkir Már Sævarsson og Björn Bergmann Sigurðarson koma inn í hópinn fyrir leikinn við Svía. Lars valdi markvörðinn Ögmund Kristinsson í Frakkaleikinn til að kynnast landsliðsumhverfinu en auk Ögmundar er varnarmaður- inn Hólmar Örn Eyjólfsson nýliði í hópnum. „Ég skil það vel að stuðnings- menn íslenska landsliðsins séu óánægðir með slaka stöðu Íslands á FIFA-listanum. FIFA-listinn fer ekki að skipta máli fyrr en eftir tvö ár þegar hann ræður styrk- leikaröðun fyrir næstu undan- keppni. Auðvitað á íslenska lands- liðið að vera mun hærra en ég vona að allir sýni þessu smá þolinmæði og við getum farið að vinna leiki og mjaka okkur upp listann. Ég held að Ísland verði miklu hærra á FIFA-listanum eftir tvö ár.“ Lars taldi það rétt að velja ekki Eið Smára Guðjohnsen í hópinn þrátt fyrir að hann sé farinn að spila á ný með AEK Aþenu en ætlar að funda með Eiði í sumar. Lars ræddi nokkra leikmenn á fundinum og þá sérstaklega þá Ara Frey Skúlason og Eyjólf Héð- insson sem hafa ekki verið fasta- menn í landsliðinu undanfarin ár. Lars hefur það eftir góðum mönn- um í Svíþjóð að Ari Freyr væri kominn í hóp bestu miðjumanna í sænsku deildinni og að menn hefðu líka verið að benda honum á Eyj- ólf Héðinsson. Lagerbäck sá Eyjólf síðan spila á dögunum og heillað- ist það mikið af stráknum að hann valdi hann í liðið. Fagnar endurkomu Kolbeins Lars fagnaði líka endurkomu Kol- beins sem hann hefur einungis talað við í síma. Hann er þó ekki viss um hversu mikið Kolbeinn getur spilað í þessum tveimur leikjum enda að stíga upp úr erfið- um meiðslum. Lars er líka spennt- ur fyrir að prófa hinn stórefnilega Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn í hópinn fyrir Svíaleik- inn. Auðvelt að velja fyrstu fimmtán „Ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt að velja hópinn að þessu sinni og ef ég segi alveg eins og er þá var það frekar auðvelt. Það er mín reynsla af landsliðum að það er alltaf mjög auðvelt að velja fimmtán fyrstu leikmennina og þá skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Svíþjóð eða á Íslandi. Það er hópur sem er örlítið betri en hinir. Það er erfiðast að velja í síðustu sætin því þá eru margir leikmenn svipaðir að getu,“ sagði Lars og bætti við: „Þetta er ungt og reynslulítið landslið en þarna eru ungir leik- menn eins og Kolbeinn og Gylfi sem hafa mikla reynslu. Ég hef ekki valið eldri leikmenn eins og [Hermann] Hreiðarsson og [Heið- ar] Helguson en þeir eru enn að spila. Ef þeir eru að spila vel og þessir strákar sem ég valdi núna eru ekki að standa sig eins vel og ég vonaði þá geta þeir komið inn í hópinn í haust. Ef við teljum að þeir séu betri en þessir strákar þá vel ég þá. Dyrnar eru alltaf opnar fyrir góða fótboltamenn svo fram- arlega sem þeir eru með íslensk vegabréf,“ sagði Lars. ooj@frettabladid.is Verðum miklu ofar eftir tvö ár Lars Lagerbäck valdi í gær 24 manna hóp fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía. Hann ákvað að velja ekki Eið Smára í hópinn að þessu sinni en hefur hrifist mikið af Ara Frey Skúlasyni sem hann telur vera orðinn einn besta miðjumanninn í Svíþjóð. Hólmar Örn Eyjólfsson og Ögmundur Kristinsson eru nýliðarnir. ÓHRÆDDUR VIÐ EM-ÞJÓÐIRNAR Lars Lagerbäck er ánægður með að fá að prófa íslenska landsliðið á móti sterkum þjóðum sem eru á leiðinni á EM í sumar. Hér kynnir hann liðið ásamt aðstoðarmanni sínum Heimi Hallgrímssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Landsliðshópur Lagerbäck Íslenska liðið mætir Frökkum 27. maí og Svíum þremur dögum síðar. Lars Lagerbäck valdi 24 leikmenn fyrir þessa tvo leiki en 4 eru ekki í fyrri leiknum. Markverðir: Gunnleifur Gunnleifsson FH Hannes Þór Halldórsson KR Ögmundur Kristinsson* Fram Stefán Logi Magnússon** Lilleström Varnarmenn: Hjálmar Jónsson IFK Göteborg Ragnar Sigurðsson FCK Sölvi Geir Ottesen FCK Hjörtur Logi Valgarðsson IFK Göteborg Hallgrímur Jónasson SönderjyskE Hólmar Örn Eyjólfsson Bochum Birkir Már Sævarsson** Brann Bjarni Ólafur Eiríksson** Stabæk Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson Cardiff Helgi Valur Daníelsson AIK Kári Árnason Aberdeen Jóhann Berg Guðmundsson AZ Alkmaar Rúrik Gíslason OB Eggert Gunnþór Jónsson Wolves Ari Freyr Skúlason Sundsvall Sóknarmenn: Birkir Bjarnason Standard Liege Kolbeinn Sigþórsson Ajax Alfreð Finnbogason Helsingborg Gylfi Þór Sigurðsson Swansea Eyjólfur Héðinsson SönderjyskE Björn Bergmann Sigurðars.** Lilleström * er bara í hópnum gegn Frakklandi ** er bara í hópnum gegn Svíþjóð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.