Fréttablaðið - 15.05.2012, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 15. maí 2012 27
FÓTBOLTI Stjarnan vann sinn fyrsta
sigur í vetur er þeir mættu Kefla-
vík suður með sjó. Halldór Orri
Björnsson skoraði eina mark leiks-
ins úr umdeildri vítaspyrnu.
„Ég var mjög ánægður með
strákana sem börðust allan tím-
ann en því miður var einn maður
sem eyðilagði leikinn fyrir okkur
og það var dómarinn. Mér fannst
hann vera mjög slakur. Hann gaf
þeim víti og sleppti svo augljósu
víti sem við áttum að fá er Hilmar
Geir var tekinn niður,“ sagði Zoran
Daníel Ljubicic, þjálfari Keflavík-
ur, en hann var mjög ósáttur við
Kristin Jakobsson dómara.
Eina mark leiksins kom úr víti
sem Kennie Chopart fiskaði. Skipt-
ar skoðanir voru á vítaspyrnudóm-
inum og Ómar Jóhannsson, mark-
vörður Keflvíkinga, sagði að aldrei
hefði átt að dæma víti. Kristinn
dæmdi leik liðanna í fyrra og þá
slapp Keflavík við að fá á sig dæmt
augljóst víti við litla hrifningu
Stjörnumanna.
„Mér fannst vera sett of mikil
pressa á Kristin í fjölmiðlum út
af því sem gerðist í fyrra og það
mátti greinilega ekki gerast aftur.
Ég er ekki sáttur við Kidda og
mér fannst hann líka gefa okkur
of mjúk spjöld. Mér fannst halla
verulega á okkur því miður.“
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Stjörnunnar, var alls ekki sam-
mála því að það hefði hallað á Kefl-
víkinga hjá Kristni dómara sem
stóð sig vel að mati blaðamanns
þó erfitt væri að meta vítaspyrnu-
dóminn úr stúkunni.
„Mér fannst Keflvíkingarnir á
köflum vera alveg á mörkunum
hvað grófleika varðar. Þeir tuðuðu
mikið og mótlætið fór svolítið í
pirrurnar á þeim. Heilt yfir fannst
mér þetta samt vel dæmdur leik-
ur,“ sagði Bjarni en hvað fannst
honum um vítaspyrnudóminn?
„Markvörðurinn fer klárlega
í hann og þetta er spurning um
hvort hann hafi verið búinn að
sparka boltanum og allt áður. Við
fengum svona víti á okkur síðast
og stundum segja menn að þetta
jafni sig út yfir sumarið.“ - hbg
KEFLAVÍK 0-1 STJARNAN
0-1 Halldór Orri Björnsson, víti (5.)
Nettóvöllurinn, áhorf.: Um 700.
Dómari: Kristinn Jakobsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 4–10 (2–3)
Varin skot Ómar 2 – Ingvar 2
Horn 4–3
Aukaspyrnur fengnar 14–13
Rangstöður 6–3
Keflavík 4–3–3 Ómar Jóhannsson 6 – Grétar Atli
Grétarsson 4 (79., Bojan Stefán Lubicic -), Haraldur
Fr.Guðmundsson 6, Gregor Mohar 6 – Jóhann R.
Benediktsson 5 – Einar Orri Einarsson 5, Frans Elv-
arsson 4, Arnór I. Traustason 6 – Hilmar G. Eiðsson
5 (79., Magnús Sv. Þorsteins. -), Jóhann B. Guðm. 6,
Guðm. Steinarsson 5 (70., Sigurbergur Elíss. 5).
Stjarnan 4–3–3 Ingvar Jónsson 7 – Jóhann Laxdal
6, – Baldvin Sturluson 6 (85., Sindri Sigurþ. -), Alex-
ander Scholz 6, Hilmar Hilmarss. 6 – Atli Jóhannss.
6 (46., Gunnar Jónss. 6), Snorri P. Blöndal 5, Mads
Laudrup 4 – *Kennie Chopart 7 (62., Darri Konr.
5), Halldór O. Björnsson 7, Garðar Jóhannsson 6.
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
GERÐU HJÓLIÐ KLÁRT
FYRIR SUMARIÐ
20%
AFSLÁ
TTUR
ÚT M
AÍ*
C
o
m
m
an
d
er
II
Pi
lo
t R
o
ad
3
* GILDIR AF ÖLLUM MÓTÓRHJÓLADEKKJUM
ALLT SPORTIÐ Á ÞÍNUM HEIMAVELLI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
Keflvíkingar ósáttir við Kristin Jakobsson eftir tap fyrir Stjörnunni:
Dómarinn eyðilagði leikinn
ÞRJÚ STIG Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmark Stjörnumanna í gær úr víta-
spyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON