Fréttablaðið - 15.05.2012, Page 38
15. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
SUMARFRÍIÐ
„Ég fer í síðbúið sumarfrí með
mínum heittelskaða til Alicante
í október en annars fer sumar-
fríið mitt í að finna alls kyns
skemmtileg ævintýri fyrir mig
og dóttur mína í sumar svo við
fáum ekki leið hvor á annarri á
meðan leikskólinn er lokaður.“
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, leikkona og
ritstjóri.
„Ferlið hefur verið einkar ánægju-
legt en þetta er í fyrsta skipti sem
ég tek þátt í að skrifa leikgerð,“
segir leikarinn Þorvaldur Davíð
Kristjánsson en í kvöld verður
frumsýnd óperan Raven´s Kiss í
New York sem er samin af honum
og félaga hans, tónsmiðnum Evan
Fein.
Söguþráður óperunnar á rætur
sínar að rekja til Vestfjarða en
þangað héldu Þorvaldur og Fein í
ógleymanlega ferð í vorfríinu árið
2009. Brjálað veður og dularfullt
landslag heillaði Fein en félag-
arnir kynntust á skólavistinni í
Juilliard-skólanum í New York.
Þorvaldur var í leiklistarnámi og
Fein er nú í doktorsnámi í tónsmíð-
um en verkið er hluti af lokaverk-
efni hans þar.
„Fein hefur alltaf verið mjög
heillaður af íslenskri menningu
og þjóðsögum. Ég bauð honum að
koma með mér til Íslands þarna
um árið þar sem við ferðuðumst
um landið og skrifuðum handritið
að óperunni. Það kallast „libretto“
og er einhvers konar blanda af
ljóðlist og leikritaskrifum. Sam-
vinnan er búin að vera skemmtileg
og við erum gott teymi, þar sem
hann semur tónlistina á meðan ég
er vanari að meðhöndla leiktexta.“
Raven´s Kiss er ástarsaga um
ungan strák sem verður ástfang-
inn af dularfullri konu. Tvö píanó
og fimm söngvarar eru á svið-
inu en flestir þeirra eru fyrrver-
andi nemendur úr raddlistardeild
Juilliard. „Einfaldleikinn ræður
för í þessari uppfærslu en þetta
er hádramatískt — enda ópera.
Við ákváðum að gera þetta einfalt
núna en seinna meir væri hægt að
bæta við kór og fleiri hljóðfærum.“
Óperan er að mestu flutt á ensku
þó að hlutar hennar séu á íslensku.
Félagarnir fengu styrk frá Amer-
ican Scandinavian Society til að
vinna að verkinu sem er sýnt í
húsakynnum þeirra í New York.
Þorvaldur sjálfur kemst ekki á
frumsýninguna en hann er búsett-
ur í Los Angeles. „Tónsmiðurinn
mætir fyrir okkar hönd á frum-
sýninguna en þeir hafa verið
duglegir að auglýsa verkið í hinu
skandinavíska samfélagi hérna
úti svo við búumst við ansi góðri
mætingu.“
Áhugasamair Íslendingar í New
York geta nálgast frekari upplýs-
ingar um sýninguna á vefsíðunni
Timeout.com.
alfrun@frettabladid.is
ÞORVALDUR DAVÍÐ: HÁDRAMATÍSK ÁSTARSAGA FRÁ VESTFJÖRÐUM
FRUMSÝNIR ÓPERU ÚR
EIGIN SMIÐJU Í NEW YORK
FRUMRAUN Þorvaldur Davíð Kristjánsson sýnir hæfileika sína í leikritaskrifum er hann frumsýnir óperuna Raven´s Kiss í New York
í kvöld en óperuna samdi hann í félagi við tónsmiðinn Evan Fein.
ht.is
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
FRÁBÆR TILBOÐ
í gangi á þvottavélum,
þurrkurum, uppþvotta vélum
og öðrum heimilistækjum frá
stærsta framleiðanda í heimi sem
fagnar 101 árs afmæli á þessu ári.
15-30%
AFSLÁTTUR
WHIRLPOOL
DAGAR
„Við komumst að því að í Frakk-
landi væri hægt að prenta mynd-
ir á lokin á smokkadollum og
okkur datt í hug að það gæti verið
gaman að hanna íslenska smokka-
línu,“ segir Friðgerður Guðmunds-
dóttir vöruhönnuður, sem hannar
smokka línu ásamt samstarfskonu
sinni Kristínu Birnu Bjarnadóttur.
Friðgerður og Kristín hönn-
uðu tvær smokkalínur sem bera
nöfnin Explosive Nature og Ice-
landic Icebreaker og voru þær
frumsýndar á Hönnunarmars nú
í ár. Síðarnefnda línan er unnin í
samstarfi við listamennina Hug-
leik Dagsson, Lóu Hlín Hjálmtýs-
dóttur og Mandý, sem skreyttu
umbúðirnar með teikningum
sínum.
„Við sýndum vörurnar á síð-
asta Hönnunarmars og þær vöktu
mikla athygli gesta. Okkur þótti
það gaman því smokkurinn virð-
ist enn vera svolítið feimnismál í
samfélaginu þó hann eigi að vera
sjálfsagður hlutur í lífi okkar.“
Friðgerður og Kristín Birna
reka saman fyrirtækið Gerist og
árið 2010 var Reykjavíkurhand-
klæði þeirra valið besti minjagrip-
urinn í hönnunarkeppni á vegum
Reykjavíkurborgar og Hönnun-
armiðstöðvar Íslands. Síðan þá
hafa vinkonurnar haldið áfram
að hanna óvenjulega en skemmti-
lega minjagripi, líkt og sápur sem
líta út eins og heitir pottar og
umrædda smokkalínu.
Hinir rammíslensku smokkar
fást í minjagripaverslunum sem
og í Bókabúð Máls og menningar
og seljast gríðarlega vel að sögn
Kristjáns Freys Halldórssonar,
verslunarstjóra Máls og menn-
ingar. „Okkur fannst þetta sniðug
vara og höfum verið með hana í
sölu frá því snemma í vor. Smokk-
arnir hafa vakið mikla eftirtekt
og selst mjög vel. Það eru helst
erlendir ferðamenn sem kaupa þá
en einnig Íslendingar sem finnst
þetta skemmtileg tækifærisgjöf,“
segir hann. - sm
Íslensk smokkalína slær í gegn
GERIST Friðgerður Guðmundsdóttir
og Kristín Birna Bjarnadóttir hönnuðu
smokkalínu sem hefur vakið nokkra
athygli. Friðgerður og Kristín hanna
saman undir nafninu Gerist.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Þetta verður svokallaður við-
burðastaður fyrir alla,“ segir
Magnús Ólafsson, rekstarstjóri
Úrillu górillunnar, sem þessa dag-
ana er að koma sér fyrir í Austur-
stræti 12, þar sem Hvíta perlan
var áður til húsa.
Úrilla górillan verður viðbót
við samnefndan sportbar á Stór-
höfða en Magnús segir nýja stað-
inn þó ekki einungis ætla að leggja
áherslu á íþróttir eða viðburði
sem þeim tengjast. Það sé hins
vegar óhjákvæmilegt, enda mikið
íþróttasumar í vændum. „Við verð-
um með puttana á púlsinum í flest-
um íþróttaleikjum. Við erum með
gott hljóðkerfi og svo er hér hægt
að horfa á mismunandi leiki sam-
tímis. Einnig ætlum við að gerum
mikið úr Eurovision sem verður í
næstu viku.“
Staðurinn er um 500 fermetrar
á þremur hæðum. Á fyrstu tveim-
ur hæðunum verður hægt að fylgj-
ast með íþróttaleikjum og öðrum
sjónvarpstengdum viðburðum.
Efsta hæðin verður hins vegar
með sérinngangi og á öðruvísi
stemning að ríkja þar. „Við köllum
það háskólabarinn þar sem verð-
ur svona „retró“ stemning. Þar
verður billjardborð, gömul spil og
Pacman-spilakassi. Við reynum
að stíla inn á aðeins yngri hóp þar
með hressandi tónlist.“
Húsnæðið er í hjarta bæjarins
og segir Magnús að þeir ætli að
nýta sér nálægðina við Austur-
völl, sem lifnar við á sumrin. „Við
verðum með gott rými fyrir utan
og grillmatseðil. Einnig erum við
með fjölbreyttan kokteilseðil sem
er sérsniðinn fyrir stúlkurnar. Þó
að við séum umkringdir alls kyns
stöðum hérna held ég að við pöss-
um vel inn í flóruna enda með eitt-
hvað fyrir alla,“ segir Magnús sem
er í óða önn að undirbúa opnun
staðarins annað kvöld. - áp
Górillan sest að í miðbænum
VIÐBURÐASTAÐUR Magnús Ólafsson
segir að engin lognmolla muni ríkja í
kringum nýjan stað Úrillu górillunnar í
Austurstræti sem verður opnaður annað
kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI