Fréttablaðið - 17.05.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 17.05.2012, Síða 22
FÓLK| GETTÓTÍSKA Sumartískan tekur nýja stefnu. TÍSKA Sigrún Elsa Stefánsdóttir, kjólaklæðs-keri, hefur nóg að gera þessa dagana en hún hannar og saumar brúðarkjóla. „Núna er brúðkaupstímabilið að hefj- ast og ég er með átta kjóla í vinnslu. Kjólarnir eru mjög persónulegir og því mjög mismunandi. Brúðirnar eru flestar um þrítugt en ég hef líka gert kjóla á eldri konur sem eru þá kannski að gifta sig í annað sinn og vilja ekki vera í hefðbundnum brúðarkjólum. Ég vinn mjög náið með brúðun- um, sumar koma með fastmótaðar hugmyndir en aðrar vita minna hvernig þær vilja hafa kjólinn. Við teiknum kjólana upp saman og veljum efnin í sameiningu þannig að þetta eru mikil samvinnuverkefni,“ segir Sigrún. Að sauma brúðarkjóla er ekki það eina sem Sigrún fæst við því hún er líka með sína eigin fatalínu. „Ég geri aðallega fatnað sem hægt er að dressa upp og niður og nota við ýmis til- efni. Ég er með kjóla, buxur, peysur, slár og fleira. Mikið af vörunum eru úr prjónaefnum sem eru öll sérprjónuð á Íslandi fyrir mig. Svo nota ég líka hefðbundin efni eins og teygjuefni og bómull. Mér finnst skemmtilegast að sjá flíkina verða til, að vera með flott snið og sjá það verða að flík. Svo er alltaf gaman að sjá aðra í flíkunum mínum. Brúðirnar eru dug- legar að senda mér myndir af sér í kjólunum á stóra daginn og það er mjög skemmtilegt að sjá þær í þeim.“ Sigrún gerir líka fylgi- hluti, svo sem töskur og skartgripi sem hún vinnur úr leðri og roði. Sigrún stendur einnig í ströngu við að opna nýja verslun og vinnustofu. „Ég er að stækka við mig. Ég var í litlu vinnuher- bergi heima og fann svo þetta húsnæði sem er helmingi stærra. Þetta er allt meira og minna tilbúið, ég er að leggja lokahönd á þetta og gera huggulegt,“ segir Sigrún en vinnustofa hennar er í bláu húsunum í Skeifunni. Hægt er að sjá hönnun hennar á heimasíð- unni nurgis.is og á Facebook. BRÚÐARKJÓL- AR OG FLEIRA BRÚÐKAUPSTÍMABIL Sigrún Elsa Stefánsdóttir hefur nóg að gera við að hanna brúðarkjóla ásamt því að opna nýja vinnustofu og verslun. ■ GULLKEÐJUR OG DERHÚF- UR VERÐA ÁBERANDI Í sumar má eiga von á því að sjá margar stelpur skarta hafnaboltaderhúfum og gull- keðjum. Þessi tíska er ein- staklega skemmtileg, sumarleg og öðruvísi en hana má rekja til vaxandi vinsælda tón- listarmanna í rappgeiranum. Röppurum á borð við Tyler the Creator og A$AP Rocky hefur skotið upp á stjörnuhimininn á þessu ári og eru greinilega orðnar tískufyrirmyndir unga fólksins. Það er því tilvalið að skella á sig hafnaboltaderhúf- unni í sumar þegar veðrið er gott, það poppar strax upp á dressið. Hægt er að finna ódýrar gullkeðjur í Kolaportinu og húfurnar eru seldar í öllum helstu hjóla- bretta- versl- unum. LEÐUR OG ROÐ Sigrún gerir fylgihluti, svo sem töskur og skartgripi, úr leðri og roði. 30% af öllu Levi’s Kringlan Tilboðið gildir til mánudags (21. 5. 2012) Kjólar fyrir öll tækifæri NÝ SENDING AF KJÓLUM Í ST. 36–48. 20% afsl. af öllum vörum Útskriftina, brúðkaupið eða vinnuna. Nýtt kortatímabil FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 DRESSAÐ UPP OG NIÐUR Fötin sem Sigrún hannar er hægt að nota við hin ýmsu tilefni. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.